Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 20

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 20
Úr fundarsal Búnaðarþings. í fremstu röð, taldir frá vinstri: Hilmar Össurarson, Jónas Helgason, Guðmundur Lárusson og Guðmundur Jónsson. Önnur röð: Karl S. Björnsson, Ingi Tryggvason, Jón Gíslason og Georg Jón Jónsson. Þriðja röð: Gunnar Sœmundsson, Bjarni Guðráðsson og Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri. Aftast situr Jón Baldvin Halldórsson, fréttamaður RÚV. (Freysmynd). henni þannig rekstrargrundvöll að hun fái keppt á markaðnum á jafn- réttisgrundvelli við aðrar greinar. Jón Benediktsson, tók aftur til máls. Hann ræddi stuttlega málefni búgreinafélaganna. Haukur Halldórsson. Hann fór nokkrum orðum um undangengna umræðu. Fyrst gerði hann að um- talsefni hugmynd Guðmundar Stefánssonar um hvort ekki væri rétt og nauðsynlegt að samtökin settu sér einhverskonar stefnuskrá til að starfa eftir í náinni framtíð. Hann var sammála Guðmundi um að þarna þurfi að gera betur. Næst fjallaði hann um hvernig staðið væri að afurðasölumálum landbún- aðarafurða. Hann spurði hvort bændur væru nú komnir að þeim vendipunkti að búvörulögin frá því 1985 væru orðin óviðunandi fyrir bændur. Er ekki kominn tími fyrir bændur að taka aftur yfir ábyrgðina í eigin sölumálum. Hann var sam- mála því að bændur ættu ekki að vera smeykir við að gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Grundvallar- atriðið er að okkur takist að gera nýjan samning við ríkisvaldið sem sé ásættanlegur fyrir bændur. Að lokum þakkaði forseti, Jón Helgason, þingfulltrúum fyrir mál- efnalegar umræður. Hann vék því næst að mikilvægi þess að fjármagn yrði tryggt til þess að standa að markaðsathugunum fyrir kindakjöt erlendis. Þá vék hann að GATT- samningnum og skýrði hver væri staða mála varðandi þá. Fundur miðvikudaginn 15. mars kl. 22:00. Kosningar: Kosning formanns. Atkvæði féllu svo: Ari Teitsson hlaut 18 atkv. Haukur Halldórsson hlaut 12 atkv. Jón Helgason hlaut 9 atkv. Varð þá gert fundarhlé í 10 mín- útur. Fundi var framhaldið kl. 22:30. Fór þá fram bundin kosning milli Ara og Hauks, samkvæmt hinum nýju samþykktum Bændasamtaka Islands. Atkvæði féllu svo: Ari Teitsson hlaut 22 atkvæði Haukur Halldórsson hlaut 16 atkv. Auður seðill 1 Ari Teitsson, hinn nýkjörni for- maður Bændasamtakanna, kvaddi sér hljóðs og þakkaði það traust sem honum hefði verið sýnt. Hann kvað erfið verkefni bíða og að bændur landsins biðu eftir tillögum forystumanna sinna til úrbóta. Hann sagðist vænta góðs fulltingis frá Búnaðarþingsfulltrúum í hinu vandasama starfi sínu og óskaði þess að þinginu mætti vel farnast. Haukur Halldórsson tók til máls og óskaði Ara, hinum nýkjöma for- manni, til hamingju og hét honum öllum þeim stuðningi er hann mætti. Jón Heigason tók þá til og mælti að um leið og hann óskaði nýkjörn- um formanni alls velfarnaðar í starfi, vildi hann þakka fyrir sam- starfið. Hann kvað mikilvægt að allir stæðu vel saman, mundi hann veita hinum nýkjöma formanni þau ráð er hann hefði tiltæk, óskaði 148 FREYR - 4. '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.