Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 43

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 43
Ályktanir Búnaðarþings 1995 Hér á eftir fylgja ályktanir Búnaðarþings 1995. Auk þessara ályktana afgreiddi þingið ýmis mál, sem ekki eru birt hér. Þar má nefna samþykktir fyrir Bœnda- samtök íslands, sem birtar hafa verið í Bœndablaðinu 2. tbl. 1995, þingsköp fyrir Búnaðarþing, afgreiðslu á reikningum BÍ og SB og fjárhagsáœtlun Bœnda- samtaka íslands fyrir árið 1995. Framleiðslunefnd og Markaðs- og kjaranefnd Alyktun. Aflvoma sauðfjárbænda. Mikill samdráttur hefur orðið í framleiðslu og sölu sauðfjárafurða á síðustu árum. Þannig hefur inn- veginn framleiðsla fallið úr 15.378 tonnum árið 1978 í 8.797 tonn árið 1994 eða um 43%, tekjusamdráttur er hlutfallslega meiri. Þetta hefur valdið því að kjaraleg staða sauðfjárbænda er nú algjör- lega óviðunandi, sbr. niðurstöður fjárhagskönnunar 1994 ásamt sam- anburði við búreikninga. Til að ráða bót á þessu þarf víðtæka pólitíska | lausn á þessum alvarlega vanda, J enda er hér um afar mikilvægt byggðamál að ræða. Því felur Búnaðarþing stjórn bændasamtakanna að leita eftir samkomulagi við ríkisvaldið um nýja stefnumörkun. Fyrstu aðgerðir: Birgðavandi. Brýnast er sem fyrsta aðgerð til lausnar á vanda sauðfjárbænda að heimild verði fengin til að flytja út kindakjöt, innan heildargreiðslu- marks, á erlenda markaði þannig að birgðastaða 1. september verði ekki umfram 500 tonn. Jafnframt þarf sérstakar ráðstafanir til að allt slát- | urfé komi í sláturhús í haust með því að greiða tiltekna upphæð á allt innvigtað kindakjöt umfram efri mörk greiðslumarks. Til að tryggja framgang þessara aðgerða þurfa að koma til sérstakir fjármunir frá hinu opinbera. An’innuleysisbœtiu: Tryggður verði réttur bændafólks til atvinnuleysisbóta til samræmis | við yfirlýsingu landbúnaðarráð- herra og félagsmálaráðherra frá liðnu hausti. Jarðasjóður. Vegna skerðinga á framleiðslu- heimildum er ljóst að ekki er rekstr- argrundvöllur á fjölmörgum sauð- fjárbúum. Því er nauðsynlegt að staðið verði við bókun Búvörusamn- ings um að Jarðasjóður verði efldur svo hann geti keypt jarðir bænda þeirra sem hætta vilja búskap eða aðstoðar sveitarfélög við slík kaup. Næstu aðgerðir: Á verðlagsárinu 1996/1997 og 1997/1998 verði heildarbeingreiðsl- ur vegna sauðfjárframleiðslu sem nema a.m.k. 50% grundvallarverðs 8150 tonna af kindakjöti. Þingið felur stjórn samtakanna að skoða sérstaklega fyrirkomulag á stuðningi ríkisins við sauðfjárfram- leiðsluna, m.a. með eftirfarandi að leiðarljósi: a) Ná sem flestu fé í sláturhús. b) Skapa aukinn sveigjanleika í framleiðslu. c) Skapa möguleika á störfum greiðslumarkshafa að land- græðslu og skógrækt o. fl., sbr. bókun 6. d) Að kanna með hvaða hætti er hægt að beina stuðningi til þeirra sveita og jaðarbyggða sem standa sérstakiega höllum fæti og hvernig að því er staðið í nágrannalöndum okkar. Þessar aðgerðir verði þó ekki til þess að greiðslum vegna greiðslu- marks kjöts seinki né þær minnki frá því sem verið hefði að óbreyttu, miðað við heildargreiðslumark, eins og það hefur verið reiknað og samkomulag hefur verið um, sam- kvæmt óbreyttum búvörusamningi. Aðgerðir gegn heimaslátrun og framhjásölu. Þingið felur stjórn bændasam- takanna að beita sér fyrir því að heimaslátrun verði takmörkuð svo sem kostur er og verði meðal ann- ars skoðaðar eftirfarandi aðgerðir: a) Gera samanburð á ásetningi og afurðum. b) Koma á leyfisveitingum og skráningu á heimaslátrun. c) Meta möguleika á að taka upp merkingakerfi á gripum sam- kvæmt stöðlum ESB. Heildarheimtökuréttur greiðslu- markshafa án skerðingar á inn- leggsheimildum verði aukinn í 80 kg á hvern heimilismann. Aðrar aðgerðir: Þróunarsjóður. Stofnaður verði þróunarsjóður sem hafi það hlutverk að stuðla að vöruþróun fyrir innlendan og er- lendan markað og endurbótum á aðstöðu til slátrunar og vinnslu kindakjöts samkvæmt ESB stöðl- um. Stefnt verði að 100 millj. kr. framlagi til sjóðsins á ári. Leitað verði samkomulags við ríkisvald, Byggðastofnun, Framleiðnisjóð o.fl. uin fjármögnun sjóðsins. Markaðs og sölumál. Komið verði á fót markaðsráði kindakjöts sem hafi forgöngu um eftirfarandi verkefni: Vöruþróun kindakjötsafurða, bæði fyrir innlenda og erlenda markaði. Úrbætur í aðstöðu til slátrunar og vinnslu fyrir innlenda og erlenda markaði, menntun og þjálfun starfs- fólks. 4.'95- FREYR 171 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.