Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 29

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 29
Aður en tæknibyltingin hófst í íslenskum landbúnaði voru tún víða óslétt og heyiðflutt heim á hestum. sjóði í gegnum samtökin og til bún- aðarfélaga sem deildu út verðlaun- um fyrir jarðabætur. Þegar á heildina er litið hefur búnaðarfélagsskapurinn notið mik- ils trausts hjá meiri hluta löggjafar- valdsins á hverjum tíma. A því varð þó ein undantekning því að við setningu jarðræktarlag- anna 1923 var það gert að skilyrði, vegna þeirra miklu fjármuna sem Búnaðarfélaginu var þá trúað fyrir, að atvinnumálaráðherra skyldi skipa tvo menn í stjóm félagsins og þar með meirihluta hennar. Þá þótti mörgum orðið tvísýnt um sjáfstæði félagsins, sem félags bændanna, og var reyndar talað um að eins gott væri að leggja það niður eins og að það hyrfi til ríkisins. En því má skjóta inn hér að sú varð einmitt þróun hliðstæðra félaga á sumum hinna Norðurlandanna. Félagið endurheimti þó sjálfstæði sitt full- komlega þegar kom fram á fjórða áratuginn, en starfaði þó stöðugt að langmestu leyti fyrir fjármuni frá ríkinu. Það gat einnig á þessum árum komið því svo fyrir að bún- aðarsamböndin fengu verulegan stuðning til leiðbeiningastarfsemi sinnar, svo og verulegan stuðning til búfjárræktarstarfseminnar, sem byggð var upp fyrir aðalbúgrein- amar þrjár. En sá stuðningur réð miklu um að búfjárræktarráðunaut- unum tókst, í samvinnu við bændur og forystumenn í héruðum, að byggja upp kerfi búfjárræktarfé- laga, þar sem bændur sjálfir mynda grunninn með áhuga sínum og dugnaði. Þetta félagsstarf og for- ysta ráðunautanna skilað búfjár- ræktinni fram á veginn þannig að hún stenst nú samanburð við það sem best gerist meðal annarra þjóða. Enn má nefna, sem stóráfanga í framfarasögu búskapar í landinu, setningu laga um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum 1945 sem leiddu til stofnunar rækt- unarsambanda um landið allt. Þá fóm hjólin að snúast í ræktun og vélvæðingu. Skurðgröfurnar og jarðýturnar komu og breyttu heilum sveitum og héruðum á svipstundu og fljótlega komu heimilisdrátt- arvélarnar til sögunnar og eftir það ríkti vélvæðingin í íslenskum bú- skap. Á þessum sviðum eins og svo mörgum öðram var forysta Bún- aðarþings og Búnaðarfélagsins ótvíræð. Stofnun Stéttarsambands bœnda Það skipulag á verðlags- og sölumálum bænda sem komið var á með afurðasölulögunum frá 1934 gafst vel hvað söluhliðina varðaði, en í öllu umróti efnahags- dýr- tíðarmála komu fljótlega upp erfiðir hlutir hvað verðlagsmálin varðaði. Nefna má eftirgjöfina frægu 1944 þegar Búnaðarþing féllst á fyrir hönd bænda að gefa eftir 9,4% hækkun búvara, sem koma átti til framkvæmda, gegn því að aðrar stéttir gæfu samsvarandi eftir af sínum hlut. En svo fór vitanlega að bændur einir báru skerðinguna. Þetta ýtti undir þá menn sem töldu óeðlilegt hve Búnaðarfélag íslands væri „háð“ ríkinu með starfsemi sína að beita sér fyrir stofnun Stéttarsambands bænda sem fór fram á Laugarvatni 7.-9. sept 1945. Það athyglisverða við stofnun Stéttarsambandsins er það að tvær fylkingar tókust á sumarið 1945, önnur, Sunnlendingamir, sem boð- uðu til Laugarvatnsfundarins vildi Stéttarsamband ótengt BÍ en hin Búnaðarfélagsmennirnir, sem boð- uðu til auka-Búnaðarþings í ágúst um sumarið vildi Stéttarsamband sem yrði deild í Bl. Álit auka-Bún- aðarþingsins varð ofan á á Laugar- vatni, með þeirri viðbót til sam- komulags við þá sem vildu hafa sambandið sjálfstætt að atkvæða- 4.’95- FREYR 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.