Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 32

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 32
sjöunda áratugnum með tilkomu fóðurkálstegundanna og rýgresis enda gátu menn stuðst við niður- stöður tilrauna bæði með bötun sláturlamba og haustfóðrun mjólk- urkúa. Frá síðari árum má m.a. nefna tilkomu ómsjár sem nú er notuð til ýmissa hluta; fangskoðunar á hross- um, kynþroskagreiningar á fiskum og síðast en ekki síst til að mæla vöðvaþykkt og fitu í líflömbum sem er mikilvægur þáttur sauðfjár- kynbótanna. Það eru nú aðeins fimm ár síðan BI og Rala fengu fyrstu ómsjána. Þegar hafa öll bún- aðarsamböndin fengið slík tæki til að nota í sauðfjárkynbótastarfinu. Tölvuvæðing leiðbeiningaþjón- ustunnar er annað dæmi um það hvaða árangur hefur náðst fyrir samvinnu BI við búnaðarsam- böndin. Tölvunotkun hjá BI hófst þegar fyrir tæpum þrem áratugum með uppgjöri á búreikningum og kúa- skýrslum en hjá einstökum bún- aðarsamböndum um 1980. Nú eru öll búnaðarsamböndin með beina tengingu við tölvur og tölvunet BI og Framleiðsluráðs og hægt er jafnt að skrá inn upplýsingar úr skýrslu- haldi sem og að fletta upp í mið- lægum skrám og skýrslum hjá hvaða búnaðarsambandi sem er. Meira er þó um það vert hvað tekist hefur að smíða af forritum fyrir búfjárræktarstarfsemina, í naut- griparækt, sauðfjárrækt og hrossa- rækt og fleiri greinar og einnig fyrir búreikningahaldið sem margfaldast hefur. Það ætti öllum að vera ljóst að hefðu búnaðarsamböndin sem vissu- lega annast meirihlutann af leið- beiningaþjónustunni eins og ég hef þegar getið, ekki haft með sér tiltölulega öflug heildarsamtök Bún- aðarfélags íslands, hefði ekki sami árangur náðst á þessu sviði á svo skömmum tíma. En nú heyrast þær raddir og hafa við og við heyrst að undanfömu að „báknið í Bænda- höllinni" þurfi, ef ekki burt þá þurfi a.m.k. að skera það hressilega niður. Þróunin síðustu árin Áður en ég vík að sterkustu rök- semdunum fyrir því að hér sé haldið uppi öflugri leiðbeininga- þjónustu um landið allt og að hún | þurfi að hafa tiltölulega öflugar miðstöðvar er rétt að lýsa þróuninni hin síðari ár og virða fyrir sér báknið. Búnaðarfélag Islands hefur nú í nær áratug búið við stöðugt minnk- andi fjárveitingar að raungildi. Því hefur starfsfólki sem hægt er að launa af framlagi ríkisins fækkað J um nálægt því þriðjung síðustu árin. Þessu hefur annars vegar verið j mætt með því að afla sértekna sem j voru sáralitlar fyrir svo sem tíu árum en nema nú allnokkru, og hins vegar með því að ráða yfirleitt ekki í stöður ráðunauta sem hætt hafa. Á liðnu ári voru aðeins setnar um 13 eða 14 stöður landsráðunauta en j fyrir aðeins sex eða sjö árum mátti telja að samsvarandi stöðugildi hafi j verið 18 eða 19 en þá höfðu einmitt bæst við tvö ný fagsvið, fiskeldið og ferðaþjónustan og fólk verið ráðið í þær stöður. (Eg reikna hér ekki með þær breytingar sem urðu þegar Búreikningastofan var flutt frá BÍ). Auðvitað hefur starfsemi BÍ liðið fyrir þetta. Ég hef getið þess að aukning á mannafla í leiðbeiningaþjónustunni á sjötta, sjöunda og áttunda ára- tugnum varð allnokkur en nær öll hjá búnaðarsamböndunum. Þegar árið 1966 voru héraðsráðunautar orðnir um 30, tíu árum síðar voru þeir flestir 42 en 38 árið 1986 og hafa verið um það bil síð- an.Verkefni ráðunauta hafa mjög breyst á þessum tíma, sum hafa dregist mjög saman svo sem allt er varðar jarðræktina, en ný svið og viðfangsefni hafa komið í staðinn. Fljá Búnaðarfélagi íslands hefur þróunin meðvitað orðið sú að þeim ráðunautum hefur fækkað sem sinna fagsviðum í þágu hins hefð- bundna búskapar, einkum á þetta við um jarðræktargreinar en einnig búfjárræktina, þar sem tölvutæknin hefur gjörbylt störfunum og sparað stórkostlega vinnu. I staðinn hefur verið leitast við að fá til starfa sérhæft fólk til að sinna þeim nýju greinum, eða sprotum að nýjum greinum, sem menn töldu sig geta bundið vonir við. Dæmi um það eru leiðbeiningar í loðdýrarækt, í ferðaþjónustu, í nýtingu hlunn- inda, þar með talin t.d. æðarrækt, selveiði, reki, söl o.fl., kanínueldi, fiskeldi og svo almennar atvinnu- leiðbeiningar um t.d. handiðnir o.fl. Mikilvægt er að geta sinnt á ein- hvem hátt um slíka sprota enda eru þeir nú sumir orðnir að gildum greinum. Dæmi um nýbreytni í upplýsingamiðlun eru leiðbeiningar vegna uppbyggingar lífræns og vistvæns landbúnaðar. Hvar stöndum við? Búfjárræktarstarfsemin er gott dæmi um árangur í leiðbeininga- þjónustu en þar vinna saman ein- stakir bændur hver á sínu búi og í búfjárræktarfélögunum, ráðunautar búnaðarsambandanna og svo við- komandi landsráðunautur. I búfjárræktarstarfinu er líka e.t.v. auðveldara en á öðrum sviðum að bera árangur okkar saman við ár- angur annarra þjóða. I nautgriparæktinni miðar jafnt og þétt áfram, sennilega eru erfða- framfarir í stofninum, sem svara til þess að nytin geti aukist um tæp- lega eitt prósent á ári. Allt bendir til þess að þær séu örari einmitt núna síðustu árin. Skýrslufærðum kúm fjölgar heldur þrátt fyrir allt og nú fara um 2/3 mjólkurframleiðslunnar fram á búum með skýrsluhald. Skýrsluhöldurum þyrfti þó enn að fjölga verulega, því að eins og Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur bendir á í starfsskýrslu sinni nú, eins og hann hefur gert oft áður, þá er það ekki aðeins að afurða- skýrsluhald bændanna sé það sem allt ræktunarstarfið byggir á, heldur það að það er aðeins með almennu búfjárskýrsluhaldi sem góðar grunnupplýsingar fást um faglegan styrk greinarinnar. Einnig það að skýrsluhald um framleiðslu eftir hvern grip og um þrif þeirra hlýtur að vera einn af grunnþáttum í nú- tímalegum búskap hjá hverjum bónda. I nautgriparæktinni var gerð grundvallarbreyting á frumskýrslu- haldinu og er nú orðið ljóst að hún hefur tekist mjög vel og orðið því til eflingar enda miðaði hún að því að auðvelda störf bóndans, jafn- framt því sem hann fær nú meiri upplýsingar til baka svo sem um frjósemi kúnna og frumutölur. Þá var frá og með árinu 1993 tekið upp 160 FREYR - 4. '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.