Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 35

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 35
Valdimar Tryggvason forritari hjá B1 og Ketill A. Hannesson, hagfrœðiráðunautur BI, bera saman bœkur sínar. (Freysmynd). mönnum á þessum sviðum svo sem æðarræktendum, selabændum, bændum á rekajörðum, þeim er sölvatöku stunda o.s.frv. I mörgum tilfellum hefur starfið að miklu leyti beinst að markaðsmálum, þ.e. að finna þessum afurðum aftur sess í samfélaginu. A árinu sem leið var svo Árna Snæbjörnssyni hlunn- indaráðunaut, falið að taka við því starfi sem atvinnumálafulltrúi hjá Stéttarsambandi bænda gegndi og er það metið sem hálft starf, en mjög hefur dregð úr viðfangsefni Árna sem jarðræktarráðunautar. En störfin að þessu tvennu; hlunn- indamálum og að hlúa að ýmsum tilraunum til atvinnusköpunar í smærri eða stærri stíl, fara mjög vel saman. Svonefndur smáverkefna- sjóður Framleiðnisjóðs er svo bak- hjarl þessarar starfsemi og er Árni jafnframt í stjórn hans. Ekki má láta hjá líða að geta þess að mörg af þeim rannsókna- og þróunarverkefnum sem ég hef gert að umtalsefni hér að framan hafa beinlínis verið borin uppi af fjár- munum úr Framleiðnisjóði land- búnaðarins. Spyrja mætti, og hefur reyndar oft verið gert, hvort Framleiðni- sjóður landbúnaðarins, sem vissu- lega fer með fjármuni bænda, eigi að kosta rannsóknir og leiðbeining- ar sem ríkinu er ætlað að kosta? Þessu má svara með annarri spum- ingu; væri það rétt að verja fjár- munum í nýjar greinar eins og til dæmis loðdýrarækt, fiskeldi eða annað án þess að stunda viðhlítandi rannsóknir og veita leiðbeiningar til að tryggja besta árangur? Peningar Framleiðnisjóðs hafa að hluta til gengið til þess að skapa viðfangs- efni fyrir Framleiðnisjóð svo að hann hefði eitthvað gott að styrkja. Möguleikar á lífrœnni og vistvœnni framleiðslu Að lokum skal hér minnt örfáum orðum á það sem nú er mönnum hvað efst í huga en það em mögu- leikar til lífrænnar búvörufram- leiðslu og/eða framleiðslu á vist- vænum afurðum undir merkjum gæða, hollustu og hreinleika. Feiðbeiningaþjónustan hefur um nokkurt skeið haft það á dagskrá að styðja við bakið á þeim vísi sem hér er kominn að lífrænni búvörufram- leiðslu og vekja athygli á henni. Málið var fyrst tekið formlega fyrir á Ráðunautafundi 1993 og síðan hafa ráðunautar BÍ, bæði garðyrkju- ráðunautarnir og landnýtingaráðu- nauturinn Ólafur R. Dýrmundsson, fylgt þessum málum en Ólafur hefur nú skilað mjög mikilvægum verk- efnum á þessum sviðum fyrir land- búnaðarráðuneytið. Mesta athygli hafa þó vakið störf Baldvins Jónssonar sem bænda- samtökin fengu til liðs við sig haustið 1993 og verið hefur óþreyt- andi við að kynna sér einkum erlendis möguleika lífræns búskap- ar og kynna þá hér innanlands. Fyrir dugnað og hæfileika Bald- vins til að kynna málið og vinna því fylgi er nú svo komið að fá mál landbúnaðinum tengd hafa hlotið jafn góðar undirtektir. Með þessum pistli vil ég freista þess að vekja athygli á mikilvægum störfum bændasamtakanna frá upp- hafi og til þessa dags. Ég hef að langmestu leyti dvalist við hlut leiðbeiningaþjónustunnar og að sama skapi lítið við mikilvæga bar- áttu Búnaðarþings og síðan Stétt- arsambands bænda að löggjafar- málum, kjaramálum og öðrum beinum réttindamálum sem að sjálfsögðu eiga sinn ríka þátt í því að hér hefur þróast nútímalegur landbúnaður sem lengst af hefur boðið upp á þolanleg kjör bænda og fólksins í sveitunum. Ég á þá ósk besta til handa hinum nýju sameinuðu samtökum að þeim auðnist að þjóna báðum þessum mikilvægu sviðum, kjarabaráttunni og leiðbeiningaþjónustunni, jafn vel. Á hvorugt má halla. Að þau verði enn sterkari og enn samstillt- ari eftir sameiningu en áður. „Að fortíð skal hyggja ef frum- legt skal byggja. Án fræðslu um það liðna sést ei hvað er nýtt.“ AAOLflR Danskir bœndur hafa lágt kaup Danskir bændur hafa allt of lágt kaup, að því er Landsbladet hermir, og greinir frá því að danskur bóndi sem lifir eingöngu af landbúnaði hafi a.m.t. 1.330.000 ísl. kr. upp úr sér. Þetta er of lítið miðað við hina miklu vinnu sem bóndinn innir af hendi og allt eigið fé sem helst þarf að skila vöxtum. 4.'95- FREYR 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.