Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 30

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 30
greiðsla skyldi fara fram um það meðal allra bænda á komandi sumri hvora leiðina ætti að velja. Þess má geta hér til fróðleiks og saman- burðar við skoðanakönnunina sem fór fram á sl. sumri um sameiningu BI og SB að í þessari atkvæða- greiðslu skyldu þeir setja kross við „já“ sem vildu hafa samtökin ein, þ.e. Stéttarsambandið yrði deild í BÍ en hinir krossa við „nei“ sem vildu að SB yrði sjálfstætt. Greidd voru atkvæði hjá 209 búnaðar- félögum af 226 sem starfandi voru. 5716 greiddu atkvæði og sögðu 2519 já en 2029 nei. Þrátt fyrir þennan meirihluta fyrir sambandi félaganna varð niðurstaðan sú með góðri sátt á milli stjórna BÍ og SB, þegar komið var til aðalfundar Stéttarsambands bænda á Hvann- eyri 1946, að samþykkt var sam- hljóða á fundinum að Stéttarsam- bandið yrði sjálfstætt án tengsla við BÍ. Nú geta menn að sjálfsögðu velt því fyrir sér hvað af því sem átti við 1945 eigi við nú 50 árum síðar. Raunar gætir nokkurrar furðu hve litlar, eða öllu heldur nær engar, almennar umræður meðal bænda hafa verið um þá sameiningu sem nú hefur átt sér stað. Menn virðast hafa slegið því föstu að nú sé ekkert því til fyrir- stöðu að samtökin, sem standa í kjarabaráttu fyrir bændur, þiggi verulega fjármuni frá ríkisvaldinu til hluta af starfsemi sinni. Né held- ur hafa menn af því áhyggjur að svo kunni að fara að ríkisvaldið dragi við sig þessar fjárveitingar (til að kosta leiðbeiningaþjónustuna) enn frekar en orðið er og kippi þeim jafnvel alveg burt. Einmitt með þeirri röksemdafærslu að ekki sé eðlilegt að ríkið kosti gildan þátt í starfsemi samtaka sem hafa hags- munagæslu viðkomandi stéttar sem annað meginmarkmið sitt. Skylt er að geta þess að við undir- búning sameiningarinnar var m.a. leitað álits landbúnaðaiTáðherra á þessu efni sem fullvissaði samein- ingarnefndina um að á hans ráð- herradögum væri ekki hætta á slíku. Hér er ekki ætlunin að rifja upp farsæla baráttusögu Stéttarsam- bands bænda í 50 ár en þess má geta að fyrir áhrif þess m.a. hefur tekist fram undir það síðasta að gera lífs- kjör í sveitum svipuð og í þéttbýli þegar á allt er litið. Sumum kann að þykja þetta ofmælt og rétt er það að bændur hafa löngum haft verulega lægri „laun“ en viðmiðnarstéttirnar svonefndu og þeir hafa lagt á sig meiri vinnu en á móti kemur margt annað sem búskapur og líf í sveit- um gefur og ekki má gleyma. Þeim sem stöðugt hafa gagnrýnt þá landbúnaðarstefnu sem fylgt hefur verið á hverjum tíma og Stéttarsamband bænda ber vissu- lega mikla ábyrgð á má benda á að stefnan hér hefur raunar alltaf átt sér hliðstæður og jafnvel beinar fyrirmyndir í landbúnaðarstefnu sambærilegra þjóða (eða flestra ef ekki allra Vesturlanda). Offramleiðslan er sameiginlegt vandamól Það sem skyggir yfir allt í þessum málum, jafnt hér sem annars staðar, er offramleiðsla nær allra matvara. (Hún er auðvitað kornin til fyrir búfræðilegar og tæknilegar fram- farir). Þegar Stéttarsamband bænda var stofnað í lok síðari heimsstyrj- aldarinnar var landbúnaður eðlilega víða í sárum og vörur skorti á mark- að í mörgum löndum. Hér á landi var því síst um offramleiðslu að ræða og þurfti jafnvel að flytja inn sumar búvörur við og við allt fram yfir árið 1960. Þá voru útflutnings- möguleikar einnig allgóðir og eink- um á dilkakjöti og þjóðina munaði um þann gjaldeyri sem þannig fékkst. Allt til ársins 1970 var það langt frá því að vera óraunsætt eða draumórar að hér mætti stunda sauðfjárrækt til útflutnings ineð viðunandi árangri og ekki má geyma því að á þessum áratugum, frá því upp úr 1960, byggðist upp merkilegur og umfangsmikill út- flutningsiðnaður úr ull og gærum sem vart hefur átt sinn líkan og því betur helst hann enn við. Þeir sem svo vilja kenna bænda- samtökunum um að hér var brugð- ist of seint við yfirvofandi offram- leiðslu í byrjun áttunda áratugarins mættu minnast þess að það var samt sem áður Stéttarsamband bænda sem á aðalfundi sínum 1969, fór fram á löggjöf sem nothæf væri við stjórn á framleiðslumálunum. Það strandaði ekki sá bændum að koma slíkri löggjöf á, heldur strandaði það á pólítísku þrasi, m.a. á Al- þingi. Það er einnig fróðlegt að rifja hér upp að sú stað- eða svæðabundna offramleiðsla á matvælum sem „hrjáir“ allar ríku þjóðimar, meðan þær fátækari berjast við sultinn, á sér ekki langa sögu. Hennar gætir fyrst að marki á áttunda áratugnum og mest verður hún á þeim níunda. Það eru fyrst og fremst tvö við- skiptaveldi sem bera ábyrgð á henni, Efnahagsbandalag Evrópu og Bandaríkin. Þau hafa lengst af alla þessa áratugi fylgt styrkja- og verndarstefnu fyrir landbúnaðinn og fylgja enn, hve fagurt og hátt sem galað er um annað. Nú þarf ekki að framleiða meira - heldur betri vörur og með hagkvœmari hœtti I þessum vangaveltum um bændasamtökin og starfssögu þeirra er rétt að vekja athygli á því hve stórfelld viðhoifsbreytingin er orðin. í fyrsta lagi hjá bændum hverjum og einum, í öðru lagi hjá forystumönnum þeirra og í þriðja lagi hjá þjónum þeirra, ráðunaut- unum, þegar stefnan hefur breyst frá því að menn keppast við að beita tækninni og þekkingunni til að framleiða stöðugt meira eftir hverja vinnandi hönd, til þess að takmarka eða draga úr framleiðsl- unni. Að sjálfsögðu voru þetta öllum þessum hópum erfið umskipti og alveg sérstaklega bændunum. En hvemig brást leiðbeiningaþjónustan við þessum umskiptum? Beitti hún kröftum sínum í sömu stefnu og Stéttarsambandsforystan sem stóð í ströngu við framleiðslustjómunina? Eða myndaðist gjá þama á milli? Svarið við síðustu spumingunni er ótvírætt nei. Því til staðfestingar og sem svar við þeim fyrri nægir að geta þess að í reynd hefur kynning á framleiðslustjómuninni, útskýringar á möguleikum og ráðleggingar um það hvemig skynsamlegast er að bregðast við hvílt öðrum fremur héraðsráðunautunum. Þar hafa þeir sem hópur unnið erfitt, vandasamt og oft á tíðum vanþakklátt starf - þessa áttu þeir menn svo sannarlega 158 FREYR - 4. '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.