Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 46

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 46
ræktarframlaga. Þarna er um að ræða 177 rnillj. króna án verðupp- færslu og er gjörsamlega óþolandi að ákvæðum jarðræktarlaga um greiðslu þessara framlaga sé með tilstilli fjárlaga haldið óvirkum ár eftir ár. Þingið skorar á landbúnaðarráð- herra að beita sér fyrir því að ógreidd framlög til jarðabóta sem teknar voru út árin 1992-1994 verði greidd svo fljótt sem kostur er. Jafnframt beiti landbúnaðarráð- herra sér fyrir því að jarðabótafram- lög þessa árs verði greidd á árinu eins og lög kveða á um. Minnt er á að við gerð búvöru- samnings var litið svo á að greiðsla frantlags til nauðsynlegra fram- kvæmda á bújörðum samkvæmt jarðræktarlögum væri ein af þeim forsendum sem miðað var við þegar hann var gerður. Greinargerð Ovissa sú, er verið hefur um greiðslu framlaga til jarðabóta undanfarín ár, hefur valdið því m.a. að mikið er um að bœndur hafa ekki treyst sér til þess að láta vinna kostnaðarsamar framkvœmdir sem m.a. eru undirstaða búskapar á við- komandi býli. Er þar um að rœða t.d. viðhald framrœslu og rœktunar, hús, sem hœfa kröfum tímans, vatnsveitur, lýsingar og tœknibúnað í gróðurliús, skjólbelti o.fl. atriði sem ráða úrslitum um framtíð býl- anna og atvinnu fólksins. Bent er á að við lánveitingar til bœnda er gert ráð fyrir styrk sem lœkkar lánsmöguleika út á viðkom- andi framkvœmd þannig að vaxta- kostnaður eykst verulega ef dráttur verður á greiðslu jarðabóta. Vakin er athygli á því að í ná- grannalöndunum, t.d. í Danmörku, er verulega mikið ríkisframlag til margs konar jarðabóta og fram- kvœmda á bœndabýlum, þrátt fyrir augljósan aðstöðumun vegna legu landanna. Brýnt er að íslenskir bœndur þurfi ekki að búa við lakari stöðu í þessum efnum en bœndur ná- grannalandanna. Fylgiskjöl: Yfirlit yfir ógreidd jarðabótaframlög 1992-1994 Yfirlit yfir fjárveitingar og greidd framlög 1986-1996. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um landgræðslu nr. 17/1965 með síðari breytingum. Alyktun. Búnaðarþing telur fyllilega tíma- bært að taka til heildarendurskoð- unar lög nr. 17/1965 um land- græðslu. Miklar breytingar hafa orðið á aðstæðum og viðhorfi á þeim 30 árunt sem liðin eru frá setningu þeirra. Nefndin telur rétt að efnisatriði þessa frumvarps verði tekin til athugunar þegar að þeirri endur- skoðun kemur. Markaðs- og kjaranefnd Erindi Búnaðarsambands Borgargjarðar um athugun á töxtum Rafmagnsveitna ríkisins. Alyktun. Búnaðarþing felur stjórn Bænda- samtakanna að kanna möguleika á samningum við Rafmagnsveitur ríkisins um hagkvæmari orkukaup bændum til handa. Erindi Landssantbands kúa- bænda um beitingu jöfnunar- gjalda og Erindi Sambands garðyrkjubænda um rekstrar- skilyrði garðyrkjunnar. Alyktun. Búnaðai'þing leggur áherslu á að heimildum í aðildarsamningi Is- lands að WTO (GATT) um álagn- ingu tollaígilda verði beitt til fulls við innflutning búvara. Þingið bendir á að í 9. grein Stefnumörkunar í mjólkurfram- leiðslu og sauðfjárrækt (Búvöru- samningi) kemur fram að samning- urinn byggir á að ekki verði teknar ákvarðanir um innflutning búvara umfram það sem krafist er í al- þjóðasamningum. Öll tilslökun varðandi álagningu gjalda á innflutning landbúnaðar- vara samkvæmt WTO (GATT) samningnum sem leiðir til sam- dráttar í neyslu innlendra búvara hlýtur að teljast brot á búvörusamn- ingum og leiða til þess að flytja verði út búvörur í auknum mæli í stað þeirra sem inn eru fluttar án hámarksgjalda. Einnig krefst þingið þess að álögð gjöld við innflutning sam- kvæmt ákvæðum WTO (GATT) samningsins og annarra viðskipta- samninga verði nýtt viðkomandi búgreinum til að bæta samkeppnis- stöðu þeirra á innlendum og erlend- um mörkuðum. Erindi Svínaræktarfélags íslands um endurskoðun á samkcppnis- lögum ásamt erindum Landssambands kúabænda og Sambands garðyrkjubænda sama efnis. Alyktun. Búnaðarþing felur stjórn bænda- samtakanna að leita hið allra fyrst eftir endurskoðun á samkeppnis- lögum þannig að sérstaða búvöru- framleiðenda verði virt. Greinargerð Samkeppnisstofnun hefur hafnað beiðni Svínarœktarfélags Islands um að fá að gefa út viðmiðunar- verðskrá. Kannað hefur verið að samkeppnislög nágrannalandanna og grundvallarsamþykktir Evrópu- sambandsins heimila slíkt. Þá hefur ennfremur komið í Ijós að Samkeppnisstofnun telur það ekki í sínum verkahring að taka á undirboðum og því að búvara er seld undir kostnaðarverði. 1 báðum þessum atriðum virðist íslensk búvöruframleiðsla búa við þrengri lög og lagatúlkanir en búvöruframleiðsla í samkeppnis- löndunum. Slíkt er með öllu óviðunandi. Heildarsölusamtök kjötframleiðenda. Búnaðarþing 1995 samþykkir að fela stjóm Bændasamtaka Islands að leita allra leiða til að stofnuð verði heildarsölusamtök allra kjöt- framleiðenda í landinu. Lög um orkugjald. Aðalfundur Bændasamtakanna leggur áherslu á að samtökin eigi fulltrúa í samráðsnefnd um undir- búning og framkvæmd laga um vörugjald af olíu, svo sent gert er ráð fyrir í nefndaráliti með laga- frumvarpinu. Þeint fulltrúa verði falið að gæta þess eftir föngum að vörugjald af olíu íþyngi ekki landbúnaðinum umfram það sem áður var. 174 FREYR - 4. ’95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.