Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Síða 23

Freyr - 01.04.1995, Síða 23
sauðfjárbændur, ekki aðeins fyrir þá sjálfa heldur einnig vegna þeirrar staðreyndar að hvert það starf sem skapar það verðmæti veit- ir öðrum tækifæri til að vinna að margþættri þjónustu í ríkara mæli en á öðrum sviðum. Starfsskilyrði eftir gildistöku alþjóðlegra viðskipta- samninga Það er ekki heldur sanngirni að bændur skuli ekki ennþá vita hvern- ig starfskilyrði nýgerðir alþjóðavið- skiptasamningar muni skapa þeim, þó að þeir séu þegar gengnir í gildi. Bændum er þannig haldið í spenni- treyju óvissu, ekki síst vegna þess viðhorfs, sem fram hefur komið að lítt skuli tekið tillit til hagsmuna landbúnaðarins við framkvæmdir þrátt fyrir stefnumörkun Alþingis. Meðan íslensk lög hafa ekki verið sett svífa starfsskilyrði landbún- aðarins næstu árin í lausi lofti. Það er ekki raunsæi að ætla að staða landbúnaðarins sé einkamál bændastéttarinnar. Það á ekki að- eins við um líðandi stund, heldur ennþá frekar vegna framtíðarinnar. Skilningur á því fer vaxandi að forsendan fyrir framtíð mannkyns- ins er sú að maðurinn lifi í sátt við umhverfi sitt. Río-ráðstefnan mark- aði þar þáttaskil þar sem lögð var áhersla á sjálfbæra þróun. Sú þróun felst í að viðhalda hringrás nátt- úrunnar þannig að ekki sé meira frá henni tekið en hún fær og það án notkunar skaðlegra efna, sem valda mengun. Það er því óhætt að fullyrða að hreinn jarðvegur, vatn og loft er verðmætasta auðlind jarðarinnar. Þessa íslensku auðlind ber okkur skylda til að nýta og varðveita eins og við höfum vit og þekkingu til, vegna okkar sjálfra en þó ennþá frekar vegna komandi kynbóta. Við höfum ekki efni á því að láta heil- ræði horfinna hugsuða sem vind um eyru þjóta, þar sem svo mörg varn- aðarorð er að finna. Margir kannast enn við að -,,sú þjóð sem í gœfu og gengi vill búa á guð sinn og land sitt skal trúa.“ Ekki má með sjálfbyrgingshætti og hroka hafna slíkri áminningu vegna blindrar trúar á hagkerfi sam- tímans. Sagan sýnir að slík kerfi geta verið fljót að hrynja til grunna. Því verður að leggja áherslu á að varðveita sveitir landsins, þar með talið hinn dýrmæta menningararf. Það gerum við best með því að láta einskis ófrestað til að nýta alla hina fjölbreyttu kosti landsins. Ekki má þó ganga til þess verks með því hugarfari að þar séu skyndilegar töfralausnir að finna. En það er líka fjarstæða að vanmeta nokkuð, hvorki vegna þess að það sé svo smátt né að árangur sé ekki strax í hendi. Heilnœmar afurðir Sem betur fer náðist samstaða á Alþingi milli allra þingflokka um stuðning við þróun og markaðs- færslu heilnæmra íslenskra afurða. Verða bændasamtökin að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að styðja þetta verkefni, svo að sem fyrst megi fá vísbendingar um hvers sé að vænta. Við ættum að standa betur að vígi en löndin í menguðu umhverfi meginlands Evrópu, sem leggja ofurkapp á að fara inn á þessa braut og telja það helsta haldreipi sitt. Það er mikilvægt að Búnaðarþing, sem nú er að hefja störf, setji fram í skýrum ályktunum sjónarmið sín um málefnin sem brenna á íslenskum landbúnaði. Alyktanirnar verða veganesti fyrir nýja stjórn. Þær verða stuðningur og hvatning til að hrynda því í framkvæmd, sem er á valdi stjómarinnar og léttir henni róðurinn við að sækja það sem þarf til annarra. Þeim verður komið á framfæri við frambjóðendur stjóm- málaflokkanna fyrir Alþingiskosn- ingar og koma þar vafalaust eitthvað inn í umræður. Miklu máli skiptir að staðreynd- irnar séu ljósar öllum stjórnmála- flokkum að loknum kosningum þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjómar. Það er afar áríðandi að inn í þær viðræður takist að koma vel til skila réttmætum kröfum landbúnaðarins, hvaða flokkar sem standa að þeirri ríkisstjórn. Bændur verða þó fyrst og fremst að treysta á eigið fmmkvæði og samstöðu stétt- arinnar til að komast upp úr nú- verandi lægð, enda líklegra að fá aðra til liðs við sig ef þeir standa þar sjálfir vel að verki. Jj Við sameiningu bændasamtakanna munu verða breytingar á skipan stjómar þeirra, margir hverfa úr þeim hópi en nýir menn koma til starfa. Eg kom inn í stjóm Búnaðarfélags íslands fyrir fjórum ámm. Vil ég þakka öllum sem ég hef þar unnið með og einnig þeim er voru í stjóm Stéttarsambands bænda fyrir sam- starfið. Sérstaklega vil ég þakka þeim, sem með mér hafa verið, fyrst í sameiningamefnd Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda og síðar samstarfsnefndinni. Þar hafa allir lagt sig fram við að komast sam- eiginlega að þeirri niðurstöðu, sem líklegt er að farsælust megi verða. Síðast en ekki síst vil ég þakka Bún- aðarmálastjóra og öðru starfsfólki samtakanna fyrir samstarfið og vel unnin störf. A starfsliði hvílir sú þjónusta, sem samtökin veita bænd- um. Það hefur verið ómetanlegt að vita að þar er fyrir hendi einlægur áhugi á að inna hana af hendi eins vel og kostur hefur verið. Sjálfsagt hefði verið æskilegt að stjómin veitti þar meiri stuðning og væri öflugri baídi- jarl. En það verður nú hlutverk Búnaðarþings og nýrrar stjómar að standa hér vel að verki, svo að áran- gur megi verða sem bestur. Segja má að oft er þörf en nú er nauðsyn í þeim lífróðri, sem er framundan hjá íslen- skum landbúnaði. Ég vil bera fram þá óska að bændasamtökunum megi þar vel famast eins og á öðmm sviðum á komandi ámm. Búnaðarþing er sett. MOlflR Búskapur lagöur niður á 200 þúsund býlum í fyrrverandi Vestur-Þýskalandi hefur að meðaltali verið hætt bú- skap á 70 býlum á dag síðastliðin átta ár. Alls eru það um 200 þúsund býli sem búskapur hefur verið lagð- ur niður á á þessum tíma. Astæða þessa em lágar tekjur í landbúnaði og óviss framtíð bænda. (Landsbladet) 4. '95- FREYR 151

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.