Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 47

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 47
Umhverfisnefnd Erindi landbúnaðarhóps Gæðastjórnunarfélags íslands um átak í gæðastjórnun í landbúnaði. Alyktun. Búnaðarþing 1995 felur stjóm að koma á fót starfshópi sem falið verði að vinna að framgangi gæða- stjórnunar í landbúnaði. Greinargerð Islenskur landbúnaður verður á nœstu árum að takast á við um- fangsmiklar breytingar á rekstr- arumhverfi sínu. Með gildistöku og framkvœmd nýs GATT-samnings verður flestum takmörkunum aflétt á innflutningi erlendra samkeppnis- vara á innlenda búvörumarkaðnum og í þeirra stað heimiluð tak- mörkuð verðstýring á markaðnum með beitingu stiglœkkandi tolla á samningstímanum. Vœnta má auk- innar samkeppni á búvörumark- aðnum, bœði milli erlendra og inn- lendra búvara, sem og á milli inn- lendra búvöruframleiðenda. Hvoru tveggja mun ef að líkum lœtur þrýsta á um aukinn útflutning ís- lenskrar búvöru. Gild rök erufyrirþví að með að- ferðum gœðastjórnunar megi veru- lega auðvelda íslenskum bœndum að aðlagast þessum fyrirsjáanlegu breytingum. I fyrsta lagi hefur reynsla bœði hér á landi og erlendis sýnt óyggjándi fram á að með gœðastjórnun í frumframleiðslu landbúnaðar megi bœta rekstr- arafkomu í bæði frumframleiðslu og úrvinnslu og um leið samkeppn- isstöðu beggja greina. Bússtjórn verður markvissari, afköst batna, rekstrarkostnaður lœkkar, gœði framleiðslunnar aukast og/eða jafiiast án þess að miklu sé kostað til. / öðru lagi má með gœðastjórn- un bœta samkeppnisstöðu ís- lenskrar búvöru á erlendum mörk- uðum; sumir mikilvœgir markaðir gera í sumum greinum þegar kröfur um gœðavottun og bendir flest til að sú krafa verði meginreglan í milliríkjaviðskiptum á nœstunni. Aðferðir gœðastjómunar eru ekki flóknar íframkvœmd; byggja í megi- natriðum á öguðum vinnubrögðum og virku eftirliti á öllum stigum framleiðslunnar. Meginvandinn felst ískilgreiningu „gœðanna", þ.e. skil- greiningunni á því hvers konar vöru gœðastjómuninni er œtlað að skila. Hvað íslenskan landbúnað snertir er brýnt að athugað sé sem fyrst hvort setja beri skilgreiningu um gœði fyrir landbúnaðinn í heiid og/eða hvort framleiðendum eða félögum þeirra verði falið að taka slíkar ákvarðanir. Tillaga umhverfisnefndar um átak í umhverfismálum. Alyktun. Búnaðarþing 1995 telur að góð umgengni og hreint og ómengað umhverfi séu grundvallarforsendur þess að íslenskur landbúnaður geti þróast og haldið uppi sterkri ímynd heilnæmrar matvælaframleiðslu. Ferðaþjónusta bænda og önnur þjónusta við ferðamenn á héreinnig mikið undir. Þingið beinir því til stjórnar Bændasamtakanna að hún hafi for- göngu um átak í umhverfismálum. Bændur, sveitarfélög og heilbrigð- isyfirvöld þurfa að standa saman að úrbótum, sem beinast m.a. að: * Frárennsli í þéttbýli og dreif- býli. * Hreinsun á fjörum landsins og að stöðva losun sorps og ónýtra veiðarfæra í sjó. * Vistvænni aðferðum við eyð- ingu sorps og spilliefna. * Bílflökum, ónýtum vélum og öðru rusli, sem víða liggur fyrir allra augum. * Ofbeit og annarri áníðslu lands. Þingið bendir á að slæm afkoma bænda eykur líkur á versnandi umgengni. Nauðsynlegt er að ís- lenskum bændum séu búin þau rekstrarskilyrði að þeir hafi getu til að bæta umgengnina og umhverfið svo að þeir geti skilað komandi kynslóðum betra landi. Lög um lífræna landbúnaðar- framleiðslu ásamt drögum að ályktun um lífrænan/vistvænan landbúnað. Alyktun. Búnaðarþing 1995 hvetur til að gert verði átak til að koma á alhliða gæðavottun fyrir afurðir sem ekki eru framleiddar samkvæmt lífræn- um reglum en eru þó vistvænni en almennt gerist í hefðbundnum land- búnaði. Þar með verði stefnt að markvissri gæðastýringu við fram- leiðslu sem flestra landbúnaðar- afurða þannig að íslenskar búvörur fái notið þeirrar gæðaímyndar sem þeim ber með réttu. Hafa þarf að leiðarljósi að reglur um vistvæna framleiðslu verði það viðráðanlegar að verulegur hluti íslenskra bænda geti nýtt þetta tækifæri til þess að bæta framleiðslu sína. Þá fagnar Búnaðarþing setningu laga um lífræna landbúnaðarfram- leiðslu, nr. 162/1994, og hvetur til þess að lífrænn landbúnaður verði efldur á Islandi með svipuðum hætti og gert hefur verið í mörgum nágrannalöndum. Að þessum viðfangsefnum verði unnið með markvissum rannsókn- um, kennslu og leiðbeiningum og með markaðssókn bæði innanlands og utan. Greinargerð Ýmis fordœmi eru frá öðrum löndum um gœðavottun landbún- aðarafurða sem uppfylla að hluta kröfur lífrœnna framleiðsluhátta og teljast því vistvœnni en almennt gerist í landbúnaði. Dœmi hér um er framleiðsla og markaðssetning gœðavottaðra landbúnaðarvara undir merkinu „Godt norsk" í Noregi. Ataki eins og hér er um að rœða hlýtur alltaf að fylgja allmikill kostn- aður t.d. vegna vottunar framleiðslu. I því sambandi er eðlilegt að líta til búnaðarsambandanna sem hafa í þjónustu sinni sérmenntaða starfs- menn á sviði landbúnaðar. Þar sem gera má ráð fyrir að kröfur um hreinleika og fram- leiðsluhœtti séu all breytilegar eftir afurðum þarf að fjalla um hverja búgrein fyrir sig, t.d. í hinum ýmsu búgreinafélögum og fagráðum landbúnaðarins. Siíkar umrœður má einnig skoða sem lið í eflingu gœðastýringar sem er ofarlega á baugi í landbúnaði um þessar mundir. 4.'95- FREYR 1 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.