Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 22

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 22
Ávarp Jóns Helgasonar við setningu Búnaðarþings 1995 Liðin er meira en hálf önnur öld frá stofnun íslenskra búnaðarsamtaka. Á þeim langa tíma hafa orðið miklar breytingar á skipulagi og starfsháttum samtakanna samhliða breyttum aðstœðum. Á einum slíkum tímamótum stöndum við nú. Um síðustu áramót sameinuðust Búnaðarfélag íslands og Stéttar- samband bænda og hér er að hefjast fyrsta Búnaðarþing þeirra samtaka. Fyrsta verkefni nýkjörinna full- trúa er að ganga frá samþykktum samtakanna. Þær munu mynda ramma að skipulagi samtakanna fyrstu starfsárin a.m.k. Okkur sem skipuðum síðustu stjórnir Búnaðar- félags Islands og Stéttarsambands | bænda var falið að undirbúa þessa | róttæku breytingu, sem yfírgnæf- j andi meirihluti bænda hefur lýst yfir stuðningi við. í þessu undirbúningsstarfi höfum við reynt að gera okkur grein fyrir hvernig best væri hægt að sameina bændur um heildarsamtök, svo að þau verði að öflugu þjónustu- og baráttutæki, sem við öll stefnum að. Það er áreiðanlegt að þörfín fyrir það hefur sjaldan eða aldrei verið meiri, svo mörg og erfið viðfangs eru þau verkefni sem við er að glíma. Framundan eru einnig mikl- ar breytingar á aðstæðum, þó að óljóst sé að ýmsu leyti á hvern hátt þær breytast. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að hægt sé að bregðast ! skjótt við af einurð og festu. Með tilliti til þess er æskilegt að kerfið sé einfalt. Það kemur líka til móts við þá eðlilegu kröfu að draga úr kostnaði við það á sama tíma og búvöruframleiðsla dregst saman. Þó má ekki gleyma öðrum og and- stæðum sjónarmiðum. Allir þekkja hve fjölbreytni hefur vaxið í ís- lenskum landbúnaði og sannarlega , vonum við að sú þróun haldi áfram sem örast. Þessi þróun byggist á aukinni þekkingu. Flún heldur því aðeins áfram að þeirri þekkingu sé haldið við og aukin eins og frekast er kostur. Slíkt krefst um leið auk- innar þjónustu og sérhæfingu henn- Jón Helgason. ar. Innan félagskerfisins kallar það á skýra verkaskiptingu til þess að ekki sé fjallað víðar og af fleirum um sama málefni en þörf er á. Treysta þarf samheldni bœndastéttarinnar Það eru því mörg atriði sem skipta máli og þarf að taka tillit til við það flókna starf að finna hinn gullna meðalveg við skipulagningu á öflugu og einföldu félagskerfi bænda. Mikilvægast er þó að gleyma því aldrei að leggja þarf eins traustan grundvöll og hægt er að samheldni og samstarfi bænda- stéttarinnar allrar. Sú samheldni verður þó aldrei tryggð með skipu- lagi einu saman hversu fullkomið sem reynt er að hafa það. Þar reynir meira á hvemig eftir því er unnið. Að allir sem innan þess starfa geri það með jákvæðu hugarfari og gagnkvæmum skilningi og trausti. Ef ekki tekst að skapa það, er hætt við að starfið sem unnið hefur verið j að undirbúningi málsins og það sem afgreitt verður á þessu þingi beri of lítinn árangur. En undir- staðan að náinni samvinnu er að allir bændur sýni það í verki að það sem þeir eiga sameiginlegt, er svo miklu þyngra á metunum, en það sem kann að vera hægt að togast á og keppa um. Það hefur reynsla síðustu ára sannað svo að ekki verður dregið í efa. Út frá því sjónarmiði munu bún- aðarþingsfulltrúar ekki aðeins fjalla um félagskerfi landbúnaðarins heldur einnig önnur þau verkefni sem nú liggja fyrir. Þar er bæði um j að ræða vandamál líðandi stundar og sóknarfæri framtíðarinnar. Ölluni sem þekkja til afkomu bænda er ljóst að erfiðleikar þeirra em miklir um þessar mundir og af- koma margra lakari en verið hefur um langt skeið. Ástæður þess em margþættar. Sumt er á valdi bænda sjálfra að færa til betri vegar. Verður það brýnasta verkefnið innan bænda- j samtakanna á næstu vikum og mán- uðum að vinna að því í samvinnu við aðra eftir því sem þörf er á. Önnur atriði er að litlu eða engu leyti á valdi bænda að leysa og verður því að knýa á aðra til að gera það. I því sambandi fara bændur fram á sanngimi og raunsæi. Það er ekki sanngimi að þjóðfé- lagið skuli að engu bæta þá miklu atvinnuskerðingu, sem orðið hefur í sveitum landsins síðustu árin. Á sama tíma hefur atvinnuleysi á almennum vinnumarkaði marg- faldast og það er sjálfsögð skylda að hlaupa undir bagga með þeim sem verða fyrir því. Sú aðstoð hefur í nokkrum mæli verið fólgin í því að greiða fyrir ákveðin störf. Það er einmitt sá möguleiki sem bændur hafa bent á að henti best t.d. fyrir 150 FREYR - 4. '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.