Freyr - 01.07.1995, Side 26
landbúnaðar, bæði í framleiðslu og
úrvinnslu (leiðbeiningaþjónusta og
afurðastöðvar). Þetta hefur leitt til
þess að flutningur á gögnum milli
aðila hefur verið einfaldur. Það
hefur verið eðlilegt viðhorf afurða-
stöðvanna að útvega einstaklings-
upplýsingar um sláturgripi og koma
þeim til úrvinnslu hjá skýrsluhaldi
búfjárræktarinnar. Fyrst og síðast
eru þetta fyrirtæki sem eiga að
þjóna hagsmunum bóndans og það
eru augljósir hagsmunir hans að
gífurlegar breytingar á síðari árum í
skýrsluhaldi nautgriparæktar um
allan heim. I Danmörku hefur verið
lögð gífurlega mikil áhersla á að
halda upp öflugum sameiginlegum
gagnagrunni þar sem allar upp-
lýsingar sé ætíð að finna og þangað
séu þær sóttar til dreifðra nota. Þetta
hygg ég að fullyrða megi að sé
lykilþáttur fyrir víðtæk not upp-
lýsinganna. I þessum upplýsinga-
grunni er að finna allar upplýsingar
um afurðir gripanna, bæði magn og
Verðlaunakýr afkyninu Rauðar danskar mjólkurkýr.
þessir aðilar starfi saman að þessari
upplýsingaöflun. Sé einhver alvara
hér á landi í umræðu um að gera
gæðaátak í nautakjötsframleiðslu er
fyllilega tímabært að gera sér grein
fyrir að grunnur að slíkum kerfum í
dag er trygg og örugg upp-
lýsingaöflun og því þarf að byggja
þann grunn. Fyrirmyndirnar að því
á hvern veg það er best gert höfum
við.
Tölvuvœðing
skýrsluhaldsins.
Tölvuvæðingin hefur skapað
efnainnihald mjólkur ásamt frumu-
tölumælingum á síðustu árum. Auk
þess upplýsingar um ættemi grip-
anna, örlög þeirra, sjúkdómasögu
sem og upplýsingar um kjötfram-
leiðslu eins og að framan er rætt. í
samanburði við upplýsingaöflun
hér á landi vantar okkur upplýsingar
sem lúta að kjötframleiðslu og
einnig skortir enn á jafn góðar upp-
lýsingar um sjúkdóma hjá gripum
og unnið er með í nágrannalönd-
unum. A það má benda að Danir
tóku ekki upp próteinmælingar í
mjólk fyrr en um líkt leyti og hér á
landi og mælingar á frumutölu úr
einstökum kúm hófu þeir nokkru
síðar en hér á landi.
Ef til vill gera ekki allir sér fulla
grein fyrir hve mikið upplýsinga-
flæði er um að ræða í skýrsluhaldi
nautgriparæktarinnar. Umfang upp-
lýsinga á hverju ári hér á landi er um
það bil 220-250 þúsund mælingar
fyrir einstaka gripi á afurðum og
fyrir um 70% af þessum mælingum
fylgja auk þess upplýsingar um
kjarnfóðurgjöf einstakra gripa.
Fjöldi efnamælinganiðurstaðana
mun vera um 80 þúsund. Fjöldi
skráðra sæðinga er tæp 50 þúsund á
ári. Þá eru upplýsingar um ættemi
og förgun gripa, en láta mun nærri
að 6-8 þúsund nýir gripir komi á
skýrslu á hverju ári. Auk þess eru
ýmsar aðrar upplýsingar úr skoðun
gripa og spurningalistum sem eru
minni að umfangi.
í áðurnefndu riti er gerð grein
fyrir því hvernig á því stóð að
upplýsingar um fóðrun einstakra
gripa féllu út í skýrsluhaldi í
Danmörku. I upphafi var slík skrán-
ing fyrir hendi. A fjórða áratugnum,
þegar fóðrun samkvæmt þekktum
fóðurnormum varð almenn, gerðist
það meira og meira að farið var að
skrá reiknaðar fóðurþarfir gripanna
í stað upplýsinga um gefið fóður, og
grunni þannig kippt undan gildi
þeirra upplýsinga. Hins vegar býðst
dönskum bændum í tengslum við
skýrsluhaldið einhver öflugast áætl-
anagerð um fóðrun sem þekkist í
heiminum. Öll sú áætlangerð er
byggð á þeim grunni að nýta upp-
lýsingar um einstaka gripi úr
skýrsluhaldinu en skrá vegna
áætlunargerðarinnar hverju sinni
upplýsingar um fóður.
Upplýsingar um tœknileg
atriði í fjósum.
Þess má geta að í umræðu um
framtíðarþróun er lögð áhersla á að
næsta svið sem gera verði átak í
upplýsingaöflun um séu upplýs-
ingar um tæknileg atriði sem
tengjast fjósbyggingum. Þetta segj-
ast þeir verða að takast á við til að
geta verið í forystu í þessum efnum.
Þess má til gamans geta að nú er
liðið á annað ár síðan við Torfi
Jóhannesson kynntum slíkar hug-
myndir hér á landi og mörg
298 FREYR - 7. ’95