Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 5

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 5
Hefmiös gaman af kollóttu fé segir Þórarinn Snorrason, bóndi í Vogsósum II í Selvogi Byggð í Selvoginum í Ölfus- hreppi hefur smátt og smátt verið að gisna. „Þegar ég var að alast upp voru hér um 16 býli og íbúarnir um 100, en þeim hefur farið hratt fækkandi og nú eru aðeins sex íbúar skráðir í sveit- inni en aðeins þrír með fasta búsetu. Þrátt fyrir þetta er mynd- arlegur sauðfjárbúskapur í sveit- inni og fólkinu líður vel,“ segir Þórarinn Snorrason bóndi á Vogs- ósum II en þar býr hann, ásamt konu sinni, Jóhönnu Eiríksdóttur. Þau em með nokkuð stórt ijárbú og ætla sér að halda úti búskapnum eins lengi og þrek og heilsa leyfir en Þórarinn er 67 ára og Jóhanna 70. Blaðamaður Bændablaðsins sótti þau hjón heim á dögunum til að ffæðast um lífið í Selvognum og skoðanir Þórarinns á þjóðmálunum og fleiii. Fimm börn og sex barnabörn Þórarinn var fyrst beðinn um að gera grein fyrir sjálfum sér og íjölskyldu sinni. ,,Eg er fæddur og uppalinn í Vogs- ósum I, þar sem Snoni sonur minn býr nú. Foreldrar mínir vom Kristín Vil- hjálmsdóttir, fædd og uppalin í Vogsósum, og Snorri Þórarinsson, frá Bjamastöðum í Selvogi. Þau byijuðu að búa í Vogsósum árið 1930 og bjuggu þar með fé alla sína ævi. Við vomm fimm alsystkini og ég átti eitt hálfsystkini. Tveir bræður mínir em á lífi, þeir Valur, garðyrkjumaður í Hveragerði, og Gunnar Hafsteinn, starfsmaður hjá Amesi í Þorlákshöfn. Kona mín, Jóhanna Eiríksdóttir, kemur frá Austur-Þýskalandi en hún fluttist í Selvoginn 1952, á bæinn Nes, og eitir það lágu leiðir okkar saman. Við eigum fimm böm og sex bamabörn. Bömin okkar heita: Elísabet, húsmóðir í Hafnarfirði, Snorri Óskar, bóndi á Vogsósum I, Friðrik, tamningamaður í Hveragerði, Eirikur, rafeindavirki í Hafnaifirði, og Kristín Anna, mat- vælaffæðingur í Hafoarfirði.“ Virkur í félagsmálum Þórarinn hefur gert ýmislegt um ævina þó að hann segist fyrst og fremst vera bóndi. Þegar hann var að byija í búskapnum var hann nokkrar vertíðir á sjó. Hann var oddviti og hreppstjóri Selvogshrepps í um 30 ár og mjög virkur í öllum félagsmálum í sveitinni. I dag staifar hann samhliða búskapn- um sem forðagæslumaður í Ölfús- hreppi en Selvogshreppur var sam- einaður Ölfusinu um áramótin 1988- 1989. „Við stofnuðum nýbýli á hálfri jörðinni, Vogsósa II, árið 1954. Bústofninn var ekki stór í fyrstu, ég átti fimm ær og keypti 30 gimbrar. Þegar ég var að byggja vom veitt 60 þúsund króna lán til byggingar íbúaðarhúsa. Ég nýtti mér það en tók ekki önnur lán, hef reynt að forðast það að notafæra mér lánasjóði," segir Þórarinn. Kollótt fé í uppáhaldi „I ljárskiptunum í kjölfar rnæði- veikinnar 1951 fengum við bændur í Selvognum nýtt fé árið 1952, frá Vestijörðum. Það var mjög lítið ræktað og illa gert. Minn tími hefur farið í það að rækta þetta fé upp og árangurinn hefur verið mjög góður, þó að ég segi sjálfur frá. Þetta var kollótt fé að mestu, sem við fengum, og ég var lengi eingöngu með kollótt fé en núna seinni árin er ég farinn að rækta hyrnt fé, en ég held þessum tveimur hópum alveg aðskildum. Ég hef alltaf haft mjög gaman af kollóttu fé en er ekki með því að segja að það sé betra en það hymda. í dag emm við með um 340 ljár á fóðmm eða um 300 ærgildi í framleiðslurétti. Þegar mest var vomm við með um 540 ærgildi í framleiðslurétti, fénu hefur verið að fækka smátt og smátt. Það hefur orðið að mínu mati bylting í Þórarinn Snorrason í Vogsósum II í Selvogi með hluta af ánum sínum. (Ljósm. M.H.H.). FREYR 2/99 - 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.