Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 31
Þreskill
Þreskillinn hefur það hlutverk að
slá kornið úr öxunum og skilja það
frá hálminum. Venjulega er reikn-
að með að 80-90% af kominu náist
í gegnum þreskihvelfuna við
venjulegar aðstæður. Algengt er að
breidd þreskiverksins sé á bilinu
0,8-1,7 m á nútíma þreskivélum.
Til þreskibúnaðarins teljast;
steinafella, þreskivölur, þreski-
hvelfa, hálmvinda og títubrjótar,
auk drifbúnaðar þreskiverksins sem
er í flestum tilfellum reimdrif með
mismunandi hraðastillingum.
Steinafella
Steinafella er skúffa sem er á
milli færistokks og þreskihvelfu.
Henni er ætlað að taka við steinum,
jarðvegi og hörðum hlutum sem
kunna að berast inn í vélina til þess
að þeir fari ekki inn í þreskilinn en
þar myndu þeir vísast valda
skemmdum. Steinafelluna er hægt
að tæma og ber að gera það reglu-
lega, einkum ef mikið af jarðvegi
berst í hana, því að steinafella sem
er full af jarðvegi hleypir ekki
steinum ofan í.
Þreskivölur
Grunnuppbygging þreskivalar er
mjög svipuð á flestum þreskivélum.
Það eru 6-8 rifluð slagstál sem eru
ýmist skrúfuð eða soðin á endaplöt-
urnar. Þvermál valarins er breyti-
legt, oftast á bilinu 44-61 cm.
Dæmi eru þó til um meira
(Fortschritt, 80 cm, John Deere, 66
cm). Þyngd þreskivalar ræðst mjög
af þvermáli hans og þyngri völur
hefur meiri hreyfiorku, heldur jafn-
ari snúningshraða við breytilegt
álag, en er lengur að ná snúnings-
hraðanum upp.
Snúningshraði þreskivalar er
stillanlegur, oftast á bilinu 15-35
m/s, og mikilvægt er að hann sé
réttur miðað við aðstæður hverju
sinni. Heppilegur ferilhraði þreski-
valar fer eftir korntegund og ástandi
hennar (þroska, rakastigi). Norskar
viðmiðanir gera ráð fyrir
ferilhraðanum 28-30 m/s fyrir bygg,
hveiti og rúg við eðlilegar aðstæður.
Sænskar tölur gera ráð fyrir 26-32
m/s í tvíraðabyggi en 20-25 m/s í
sexraðabyggi (24-32 m/s í hveiti og
rúgi) eftir aðstæðum. Eftir því sem
hraðinn eykst þá verður þreskingin
harðari, þ.e.a.s. þreskiverkið nær að
hreinsa fleiri kom úr öxunum, en
jafnframt eykst hættan á því að
kornið verði fyrir skemmdum af
harkalegri meðferð. Val af snún-
ingshraða byggir því á að finna
heppilegt samspil á milli þessara
þátta og lfklegt verður að telja að hér
á landi séu það efri mörkin sem gilda
þar sem undantekningalítið er verið
að skera komið minna þroskað og
með hærra rakastigi en gert er í ná-
grannalöndunum. Einnig getur verið
réttlætanlegt að sætta sig við harka-
legri meðferð á korninu þegar verið
er að framleiða korn til fóðurs en
ekki sáðkom.
Þreskihvelfa
Þreskihvelfan er það land sem
liggur að þreskivelinum og gerir
honum mögulegt að slá kornin úr
öxunum. Venjulega þekur þreski-
hvelfan u.þ.b. 25-30% af yfirborði
þreskivalar (90-120°). Lengdin er
því oftast á bilinu 40-60 cm. Eftir
því sem þvermál þreskivalar er
meira er hægt að hafa lengri þreski-
hvelfu miðað við að hún þeki sama
hlutfall af yfirborði. Löng þreski-
hvelfa hentar betur í korni sem
erfitt er að þreskja, eins og algengt
er hérlendis, því að hún einfaldlega
þreskir betur og minnkar því
korntapið. Hún er hins vegar verri
þegar rakastigið í komi og hálmi er
orðið lágt því að þá kurlast hálmur-
inn meira í þreskiverkinu og meira
af honum lendir í hreinsiverkinu
með tilheyrandi hættu á korntapi
sem því fylgir, auk þess sem meiri
hætta er á að kornið verði fyrir
skemmdum ef hvelfan er löng.
Þreskihvelfan er mikið til opin,
þetta er í rauninni nokkurs konar
rist sem kornið á að falla niður um
en hálmurinn ekki. Afkastageta
þreskihvelfu, og þar með þreski-
verksins alls, er háð heildarflatar-
máli hennar og hversu hátt hlutfall
af því er opið.
Afstaða þreskihvelfu gagnvart
þreskiveli er stillanleg bæði að
framan og aftan. A eldri vélum er
það oft gert vélrænt með stöngum
en á nýrri vélum er það vökvastýrt.
Bilið er haft minna að aftan en
framan, oftast í hlutföllunum 1:2 til
1:3. Ef bilið er t.d. 6 mm að aftan
þarf það að vera 12 mm að framan
til að hlutfallið sé 1:2 og 18 nnn til
að það sé 1:3. Eftir því sem bilið er
minna verður þreskingin harðari og
meiri, en hætta á kornskaða jafn-
framt meiri.
Hálmvinda
Hálmvindan hefur það hlutverk
að taka við hálminum þegar hann
kemur frá þeskivelinum og beina
honum niður á fremsta hluta
hálmhristils, ásamt því að koma í
veg fyrir að hálmur vefjist og sal'n-
ist utan á þreskivölinn. A sumum
vélum er hægt að stilla stöðu hálm-
vindunnar, og á einstaka tegundum
er einnig hægt að stilla snúnings-
hraðann, en algengara er að snún-
ingshraðinn sé háður snúnings-
hraða þreskivalar.
Títubrjótar
Títubrjótar eru í rauninni viðbót-
arbúnaður sem ekki er ætlast til að
sé alltaf hafður á, heldur einungis
bætt við þegar þörf er á. Þetta eru
sérstakar plötur eða listar sem sett
eru í þreskihvelfuna til þess að auka
við þreskigetuna og gera þresking-
una harðari, einkum með það að
markmiði að ná að brjóta títur af
korninu þegar þær vilja sitja sem
fastast. Þegar slíkt vandamál kem-
ur upp er mælt með því að brugðist
sé við á eftirfarandi hátt:
1. Byrja á því að minnka bilið á
milli þreskihvelfu og þreskivalar í
þrepum.
FREYR 2/99 - 31