Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 32
2. Ef það hjálpar ekki þá skal
auka ferilhraða þreskivalar, þó helst
ekki upp fyrir 32 m/s.
3. Ef títurnar láta enn ekki segjast
verður að grípa til títubrjótanna.
Það á sem sagt helst ekki að nota
títubrjótana nema brýna nauðsyn
beri til og önnur ráð dugi ekki.
Gera má ráð fyrir talsverðum skaða
á korninu, það verði varla nothæft
sem sáðkorn og að það verði við-
kvæmara fyrir skemmdum í
geymslu. Ekki er ólíklegt að vegna
aðstæðna hérlendis sé þörf á að
nota þennan búnað meira en venjan
er í nágrannalöndunum.
Hálmhristill
Hlutverk hálmhristilsins er að
skilja laust kom frá hálminum, flytja
hálminn aftur af vélinni og flytja
komið sem skilst ffá til komplötu.
Um 10-20% af kominu berst í gegn-
um þreskilinn og inn á hálm-
hristilinn. Hafi þreskingin tekist vel
er þetta kom að langmestu leyti laust
í hálminum og þarf aðeins að hrista
það úr. Langstærstur hluti þess
koms sem kemur frá hálmhristlinum
kemur frá fremsta hluta hans og
aukin lengd hálmhristils hefur því
takmarkaða þýðingu, en lengdin er
oft á bilinu 3-5 m. Virkni hálm-
hristilsins ræðst mjög af því hversu
þykkt hálmlag er á honum. Ef
ökuhraði er of mikill í hlutfalli við
uppskeru verður hálmlagið á
hristlinum of þykkt og þá eykst korn-
tapið vemlega. Hálmhristillinn er
festur á sveifarása sem snúast og
skapa þannig hristing upp og niður
og fram og aftur. Snúningshraðann
er yfirleitt ekki hægt að stilla og er
hann oftast á bilinu 170-280 sn/mín.
A mörgum vélum er búnaður til að
róta í hálminum á hristlinum til þess
að jafna hann og lemja úr honum
lausu komin. Þetta geta verið armar
eða gaffalhjól sem snúast.
Hálmspjald er fest ofan við hrist-
ilinn og hefur það hlutverk að draga
úr hraða hálmsins ásamt því að
hindra að laus korn kastist aftur úr
vélinni. Hálmspjaldið er stillanlegt
og getur verið erfitt að finna rétta
stillingu, ekki síst þegar ekið er ým-
ist upp eða niður halla.
Hreinsiverk
Hlutverk hreinsiverksins er að
hreinsa kornið áður en það fer í
komgeyminn. Uppbygging hreinsi-
verks er í aðalatriðum eins í flestum
þreskivélum. Hreinsunin fer fram
með því að stillanlegum loftstraumi
er beint í gegnum stillanlegar
sáldplötur sem kornið hristist niður
í gegnum en hálmleifar og rusl
fýkur aftur úr vélinni. Til
hreinsiverks teljast; kornplata, for-
sáld, sáldkassi með efra sáldi, neðra
sáldi og baksáldi, vifta, kornsnigill
og hratsnigill.
Kornplatan hristir kornið aftur á
sáldin og um leið flokkast massinn
þannig að kornin sem eru þyngri
lenda undir, en lausar agnir og
hálmleifar sem eru léttari lenda of-
an á, sem auðveldar loftstreyminu
að blása þeim burt þegar massinn
kemur aftur á sáldin. Forsáldinu,
sem er bara nokkurs konar lenging
á kornplötunni, er ætlað að hjálpa
til við þennan aðskilnað korns og
hismis og þar tekur loftstraumurinn
að leika um kornið.
Efra sáldið (agnsáldið) er til að
grófhreinsa massann. Það er til af
nokkrum gerðum en algengast er í
dag að bæði efra og neðra sáldið
séu plötusáld (norska: lamellsáld)
sem hægt er að stilla eftir korna-
stærð og aðstæðum. Neðra sáldið
(kornsáldið) liggur undir efra sáld-
inu, og því er ætlað að fínhreinsa
massann sem kemur frá efra sáld-
inu. Það sem ekki nær að komast í
gegnum neðra sáldið, t.d. þegar
títur eru fastar á korninu, þarf að
fara aftur í gegnum hreinsiverkið,
og fellur aftur af neðra sáldinu og
niður í aftara hólf sáldkassans.
Þangað fellur líka það sem kemur á
baksáldið, en baksáldið er bara
gróf framlenging á efra sáldinu,
ætlað til að hleypa niður kornum
sem hafa þvælst eftir öllu efra
sáldinu án þess að falla í gegn, oft-
ast vegna þess að eitthvað hangir
við þau.
Það sem hafnar í aftara hólfi sáld-
kassans er flutt með hratsnigli ým-
ist upp í þreskiverkið, og fer þá
bæði í gegnum þreski- og hreinsi-
verkið aftur, eða upp á kornplötuna
og fer þá bara í gegnum hreinsi-
verkið aftur. Það sem hafnar í
fremra hólfi sáldkassans er flutt
með kornsnigli til korngeymis.
Viftur geta verið af ýmsum gerð-
um, en loftstreymið þarf að vera
hægt að stilla að aðstæðum hverju
sinni til þess að hreinsunin verði
sem best án þess að um korntap
verði að ræða. Loftstreymið er ým-
ist stillt með snúningshraða viftu,
loftspjöldum eða hvoru tveggja.
Nokkur almenn atriði
Þau atriði sem mest áhrif hafa á
vinnubrögð þreskivélar eru:
Mynd 3. Hreinsiverk. Loftmagninu má stjórna bœði með snúningshraða
viftunnar og með loftspjöldum. Lofthraðinn má hvorki vera ofmikill né of
lítill, hvort tveggja veldur óþarfa korntapi. Sáldin eru stillanleg og mikil-
vœgt að þau séu rétt stillt til þess að korntap verði sem minnst.
32- FREYR 2/99