Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 9

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 9
landinu og gera áætlanir um nýtingartilraunir á þeim. Út frá slíkri kortlagningu mætti hugsan- lega grófflokka landsvæði m.t.t. þess hversu vel þau henta til hverar tegundar lífræns búskapar að þessu leyti. Fagráð í lífrænum búskap tekur hins vegar enga afstöðu til niðurstöðu slíkrar flokkunar. Þessu til viðbótar er geysilega mikilvægt að hefja rannsóknir á efnaferlum innan ræktunarkerfis (býlis). Þó að hver bóndi reyni að haga búskap sínum þannig að sem minnst tapist af næringa-r-efnum þá er mikilvægi þessa þáttar enn meiri hjá lífrænum bændum sökum þess hversu takmarkaða möguleika þeir hafa á að afla sér áburðar samanborið við hina hefðbundnu. Þess vegna er áríð- andi að átta sig á hvernig t.d. nítur berst um ræktunarkerfið, hvar það safnast upp og hvernig það tapast helst. Þessu má ná með rann- sóknum á einstökum býlum, líkanareikningi og einnig með því að hag-nýta erlendar rannsóknir sem mikið er til af. Fagráðið leggur áherslu á að skoða þarf önnur næringarefni og efna- sambönd með sama hætti. Það er mikilvægt að ítreka að áhrif búfjáráburðar, og annars líf- ræns áburðar, eru langtímaáhrif. Tilraunir á þessu sviði verða því að vera langtímatilraunir. 2. Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi belgjurta í líf- rænum ræktunarkerfum. Nú þegar er verið að vinna að rannsóknum á þessu sviði, verið er að gera stofna- prófanir, prófa nýjar tegundir og mæla N-bindingu þeirra og upp- skeru svo að dæmi séu nefnd. Það er ástæða til að styðja við allar þessar rannsóknir og jafnframt að skoða fleiri nýtingarleiðir, t.d. óbeina notkun þeirra sem áburð (grænn áburður, lúpína o.fl.) og jafnframt vinna markvisst að því að kynna notkun þeirra fyrir bændum. Einnig mætti huga að rannsóknum á áburðarþörfum mismunandi belg- jurtategunda. 3. Bændur hafa öðast töluverða reynslu í endurræktun og sáð- skiptum. Þessari reynslu þarf að safna saman og þennan ræktunar- þátt þarf að efla og styðja með til- raunum og rannsóknum. Islend- inga skortir mikið á að hafa yfir sömu jarðræktarþekkingu að ráða og nágrannaþjóðir okkar. Kanna þarf með hvaða hætti best er að koma belgjurtum inn í slíka endur- ræktun og hvaða svarðamauta á að nota þannig að langtímaáhrif verði sem best og rannsaka þarf áburðar- þarfir við endurræktun. Jafnframt þarf að skoða við hvaða aðstæður endurræktunar er þörf. B) Hagrœnar rannsóknir Góð þekking á markaðinum er nauðsyn hverjum framleiðanda. Litlar sem engar rannsóknir eða at- huganir hafa farið fram á þessu sviði hérlendis og því að mestu um óplægðan akur að ræða. Þess vegna leggur fagráðið rnikla áherslu á þennan flokk rannsóknaviðfangsefha. 1. Lítið hefur verið tekið saman af fyrirliggjandi upplýsingum um hagkvæmni lífræns búrekstrar þó að skýrsluhald þessara býla sé að jafnaði mjög gott. Fagráð leggur því áherslu á að slfkum upplýs- ingum verði safnað saman og við þær aukið með athugunum og rannsóknum á lífrænum býlum. Þær rannsóknir yrðu grunnur að hagræðingu og þar með aukinni framleiðni innan greinarinnar. Eitt allra mikilvægasta rannsóknar- efnið á þessu sviði er um- hverfiskostnaðurinn sem fylgir landbúnaði og hversu miklu munar þar á lífrænum og hefðbundnum. Umhverfiskostnaður er m.a. skil- greindur sem efnatap úr einhverju ákveðnu landbúnaðarkerfi, það er í raun hinn duldi kostnaður við ffam- leiðsluna. Með efnatapi getur verið átt við efni á borð við næringarefni, en einnig jarðveg eða annað slíkt, sem vissulega er auðlind. 2. Fagráð í lífrænum búskap leggur áherslu á mikilvægi þess að markaðskönnun verði gerð svo að framleiðendur fái grunnupplýsingar um þann markað sem þeir selja sínar afurðir á. Slík rannsókn þyrffi að beinast að því t.d. hveijir kaupa lífrænar vörur, af hverju, hve oft, hvaða þekkingu þeir hafa á lífrænum ffamleiðsluaðferðum og hvað það er sem þeir telja sig vera að kaupa með því að kaupa lífrænar vörur. Fyrir slíkri könnun má færa ýmis rök, en til að telja einhver upp þá má benda á að íslenski markaðurinn er heimamarkaður íslenskra lífrænna vara og er þannig sá markaður sem ffamleiðendur þurfa að treysta fyrst og fremst á. Þó eru að koma í ljós sóknarfæri í útflutningi, t.d. varðandi dilkakjöt. Erlendir markaðir eru hins vegar ótryggir vegna mikillar samkeppni og viðskiptahindrana sem geta risið. Þá hefur komið í ljós erlendis að neytendur vilja fyrst og fremst kaupa innlendar lífrænar vörur. Innfluttar vörur njóta því trúlega mun minni velvildar en innlendar. Vegna þessa þarf að rækta heima-markaðinn vel og afla þekk- ingar á honum. 3. I ljósi þess sem sagt er hér á undan, er full ástæða til að efla fræðslu meðal almennings á því hvað er lífræn ræktun og í hveiju hún er frábrugðin hefðbundnum búskap. Slík ffæðsla gæti einnig tryggt stöðu innlendra vara á heimamarkaði, komi til innflutnings erlendra lífrænna vara sem kepptu við íslenska ffamleiðslu. Nú þegar er um nokkum innflutning lífrænt vottaðra vara að ræða. C) Ýmislegt (nýting engja, illgresi, sjúkdómavarndir og húsakostur) I þessum flokki em ýmis við- fangsefni sem falla ekki undir þá sem að framan greinir. Mikilvægi þeirra er þó síst minna. 1.1 lífrænum búskap eykst landþörf frá því sem er í hefðbundnum búskap jafn stórra býla. Þetta stafar fyrst og fremst af því að uppskera á flatareiningu minnkar að jafnaði FREYR 2/99 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.