Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 12

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 12
1. mynd. Áhrif sláttutíma eða heygœða áframlegð á kúabúi, niðurstöður úr líkantilraunum með reiknilíkan af kúabúi 1979. Dœmið á við bú sem hefur framleitt 110 þús lítra afmjólk (FR=110) en gœti þuift að minnka framleiðsluna ( 100 eða 90 þús lítra. Myndin sýnir að bændur, sem ekki hafa aflað eins góðs fóðurs og frekast er kostur, eiga að geta mœtt nokkrum samdrœtti á framleiðslu án þess að arður minnki með því að slá fyrr og/eða bœta heyverkun, og þvífremur sem kjamfóðurverð er hœrra, þ.e. 150 í stað 100 kr./kg. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að áhrif sláttutímans eru töluvert minni en gert var ráð fyrir 1979, þó ekki svo að meginniðurstaðan raskist. niðurstöður af öllum búum, þar með talin 49 sk. blönduð bú. Saman fer að nokkru aukin bústærð og aukin nyt á bú- reikningabúum, en einfalt sam- hengi milli nythæðar og fram- legðar, finnst samt ekki. Hlutdeild mjólkur í búgreinatekjum er óháð nythæð. Að baki þessum tölum liggur margt og ekki sjá allir hið sama. Vel má reyndar leiða að því rök að þessi gögn séu allsendis ónothæf til að draga af nokkrar ályktanir um tengsl búskaparhátta og afkomu, einkum vegna þess að upplýsingar vantar um ýmsa þætti, eins og frjósemi túns, sem geta verið ráðandi um hag- kvæmni búskapar. Vanti slíkar breytur, sem má ætla að geti ráðið miklu um hagkvæmni, verða allar niðurstöður aðhvarfs- greiningar einfaldlega rangar nema sérstaklega standi á. Oft treysta menn þó á að niður- stöðurnar séu varla nema pínu- lítið vitlausar. Þórarinn Lárusson telur skýringanna að leita í bókhaldinu, þeir sem fái arð af búinu með því að fóðra til afurða leiti að kostnaðarliðum til að draga frá skattskyldum tekjum. Ekki skal það dregið í efa, en Þórarinn tiltekur þó aðallega fasta kostnaðarliði og þeir ættu ekki að raska útreikningum á framlegð. Það sem við mér blasir er að sambærilegur árangur geti náðst með ólíkum búskapar- háttum, einkum ef menn eru ekki nálægt því að fullnýta afkasta- getu búsins vegna þess að fram- leiðslurétturinn er takmarkaður. Af tölum um ærgildi á ha í 2. töflu má ráða að mjólkin er framleidd á minna túni þar sem nytin er hæst. Þetta er það sem við mátti búast, kýrnar verða færri og viðhaldsfóður því minna. Ef tún er stórt má slá snemma þótt það verði á kostnað magns, áburð má nota heldur í hófi, og það getur borgað sig að fóðra fleiri gripi ef viðhaldsfóðrið er ódýrt og húsrými leyfir. Bændur búa við ólík skilyrði og með mismunandi hætti. Viðfangs- efni leiðbeinenda hlýtur að vera hvernig þeir geti hver um sig bætt hag sinn. Augljósasta leiðin, og sú sem virðist helst farin, er að stækka búin með því að kaupa framleiðslurétt. Afleiðingin er að byggðin dregst saman. Þetta er aðferð sem byggist á fjármagni og orku fremur en þekkingu og eykur erfiði bænda. Atvinnutekjur af landbúnaði minnka hins vegar því 12- FREYR 2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.