Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 13

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 13
að fólki fækkar. Hlutverk okkar sem fáumst við rannsóknir og leiðbeiningar er að leita þekkingar svo að bóndinn fái aukinn arð af vinnu sinni án meira erfiðis og geti samt haldið aðföngum í lágmarki. Framlegð er að meðaltali um 41 kr. á kg mjólkur. Hún er þó mjög breytileg og með sundur- liðun Ríkharðs í sex nyt- hæðarflokka má reikna að staðalfrávikið sé um 8,1. Samkvæmt því má telja líklegt að á 6 til 7 þeirra 53 búa, sem Ríkharð vann með í 1. töflu, hafi framlegðin verið yfir 50 kr./kg og á álíka mörgum búum hafi hún ekki náð 31 kr./kg. Mun- urinn á þessum mörkum er gríðarlega mikill, 1,9 milljónir á ári ef framleiðslan er 100.000 1. Astæðan? Bókhaldskúnstir eins og Þórarinn bendir á? Mis- munandi skilyrði? Mennirnir mismunandi? Eflaust á þetta allt sinn hlut í skýringunni. Hvað sem skýringum líður virðist augljóst að margir bændur eigi að geta aukið framlegðina verulega án þess að auka kvótann. Rétt er að minna á að verið að fjalla um niðurstöður eins árs, þetta tiltekna ár getur hafa komið sérstaklega vel eða illa út á einstökum búum. Losna mætti við ýmis truflandi áhrif með því að reikna útkomu búanna í nokkur ár samfellt. Reiknilíkan af kúabúi Hagkvæmni búskapar mótast m.a. af því að markaðurinn er takmarkaður og að í gildi er kvótakerfi. Strax og það var yfir- vofandi spurði formaður Stéttar- sambands bænda, Gunnar Guð- bjartsson, þeirrar spurningar hvort bændur gætu brugðist þannig við takmörkun eða skerðingu fram- leiðslu að nettótekjur minnkuðu ekki að ráði. Hann átti fund með Stefáni Aðalsteinssyni á RALA og Páli Jenssyni á Reiknistofnun Háskóla íslands í ársbyrjun 1979. Stofnaður var starfshópur sem gerði nokkuð gróft líkan af mjólkurframleiðslu á kúabúi og birti um það skýrslu í janúar 1980 (Fjölrit RALA nr. 56). Skemmst er frá því að segja að ein helsta niðurstaða líkansins var að það hefði yfirgnæfandi áhrif á hagkvæmni mjólkur- framleiðslu að slá á kjörtíma og láta hey koma í stað kjarnfóðurs að verulegu leyti þótt hey verði minna að magni (1. mynd). Framleiðslukostnaður fer vax- andi með aukinni framleiðslu á bú. nema unnt sé að stækka tún eða verka betra hey (2. mynd). K0STNAÐUR, millj. kr. JA* 2. mynd. Ahrif framleiðslukvóta á breytilegan kostnað í mjólkur- framleiðslu samkvœmt niðurstöðum líkantilrauna 1979. Miðað var við bú sem framleiddi 110 þús. lítra og að framleiðslan vœri aukin eða minnkuð að óbreyttum heygœðum (SL-15). Fram kemur að breytilegur kostnaður vex ört með aukinni framleiðslu efekki er gert ráðfyrir aukinni túnstœrð eða bœttum heyjum. Gert var ráð fyrir að bóndinn aðlagaði kjamfóður- og áburðarnotkun ogfjölda mjólkurkúa (tölur við punkta á línuritinu) að þörfum framleiðslunnar. Líkanið var gert á þeim tíma að takmarka átti framleiðslu og því var ekki gert ráð fyrir kostnaði við að stœkka fjós, gripum yrði ekki fjölgað nema pláss vœri í fjósi. A þessum tíma var umrœða um kjarnfóðurgjald og efri línan sýnir áhrif þess að tvöfalda kjarnfóðurverð. Efframleiðslugeta búsins erfullnýtt er ekki svigrúm til að bregðast við kjarnfóðurgjaldi með því að draga úr kjarnfóðurgjöf og fjölga þess í stað gripum. Kjarnfóðurgjald œtti því að stuðla að því að framleiðsla minnki. Sé framleiðslugetan hins vegar ekki fullnýtt má bregðast við kjarnfóðurgjaldi með því að fóðra fleiri gripi með minna kjarnfóðri til þess að gjaldið leggist ekki á meðfullum þunga. FREYR 2/99 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.