Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1999, Side 22

Freyr - 01.03.1999, Side 22
Kostnaðargreining í þeirri kostnaðargreiningu sem hér er fram sett gefa skýrslu- höfundar sér það sem grundvallar- forsendu að bændur sem stunda komrækt hafi það að markmiði að nýta betur jarðnæði, byggingar og vélakost sem fyrir hendi er á búinu. Ekki er því reiknað með að sér- staklega þurfi að kaupa (eða leigja) land til ræktunar. I annan stað er reiknað með að dráttarvélar, plógur, herfi, áburðardreifari og valtari séu til á búinu (eða aðgengi- legt á annan hátt). Sömuleiðis er reiknað með að flutningavagn og viðeigandi húsnæði til geymslu á korni sé fyrirhendi. Kostnaðarhlut- deild véla og tækja sem þörf er á við kornræktina er metin sem hlut- fall af heildarnotkun jafnhliða öðrum rekstrarþáttum. Tekið er til- lit til þess að vinnuþörf, vélbúnaður og tilkostnaður er mismunandi eftir verkunaraðferð og eru tvær aðferðir metnar, þ.e. votverkun í stór- sekkjum og þurrverkun á korni. Við mat á kostnaði og fjárfestingum er leitast við að sýna þann kostnað sem meðalbúið þarf að bera vegna kornræktar á u.þ.b. 5 ha lands.5 Kostnaður við jarðvinnslu og sáningu Hér er settur fram reiknaður kostnaður vegna jarðvinnslu og sáningar á korni. Útreikningar mið- ast við meðalkostnað fyrir 1 ha lands, samanber 1. töflu. Miðað er við að ekki þurfi að frumvinna landið, þ.e. að hægt sé að plægja það og ekki þurfi framræslu og grófvinnslu (t.d. með jarðýtu). Einnig er miðað við að stunduð sé hrein kornrækt, þ.e. að kornið sé ekki notað sem skjólsáning (t.d. fyrir sáðgresi). * Miðað er við að olíunotkun dráttarvéla sé mismunandi og í hlutfalli við orkuþörf. * Við plægingu er miðað við þrí- skera plóg sem tengdur er á þn'tengi dráttarvélar. Afköst við plægingu miðast við 0,7 ha/klst. * Afköst við herfingu miðast við 0,6 ha/klst. Við kölkun og áburðar- dreifingu er miðað við að unnið sé með búnaði sem afkastar 4,6 ha/klst. * Breytilegur kostnaður er sam- kvæmt búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins (1996) og er sú fjárhæð sem fellur að meðaltali á dráttarvél fyrir hvern ha af túni. * Hlutdeild í föstum kostnaði véla og dráttarvéla miðast við 7 klst. notkun/ha. * Vinnulaun miðast við launalið í verðlagsgrundvelli kúabúa hinn 1. mars 1998. * Verð á áburði og skeljasandi er samkvæmt gildandi verðskrá Aburðarverksmiðju ríkisins í aprfl 1998. Miðað er við Græði la; 430 kg/ha, sem gefa 51,6 kg N, 35 kg P og 67 kg K á hvern ha. Miðað er 1. tafla. Kostnaður við jarðvinnslu og sáningu Dráttarvéla- og vélakostnaður Verð á ein., kr Einingar Kr/ha Olíukostnaður dráttarvéla 22,80 34,47 ltr 786 Annar breytilegur kostnaður dráttarvéla, kr/klst 1.004,00 5,22 klst 5.241 Breytilegur kostnaður véla, kr/klst 110,00 5,22 klst 574 Hlutdeild í föstum kostnaði véla og dráttarvéla 826,00 1 ha 826 Vinnulaun, kr/klst 568,00 10,4 klst 5.953 Vélakostnaður samtals - - 13.379 Áburður og fræ Verð á ein., kr Samtals kg kr/ha Harpaður skeljasandur, kg/haa) 0,82 450 369 Sáðkorn, kg/ha (Filippa) 48,00 200 9.600 Áburður [Græðir la], kg/ha 26,52 430 11.404 Flutningur á skeljasandi, sáðkorni og áburði, kr/kg 2,50 1.080 2.700 Áburður og fræ samtals - - 24.073 Jarðvinnsla og sáning samtals 37.452 a) Gert er ráð fyrir u.þ.b. 10 ára ræktunarferli í kornakri. Talið er að 3 tonn þurfi á ha á þeim tíma, nema ef jarðvegur er mjög súr þá þurfi að kalka tvisvar sinnum. Hér er farin millileið (4,5 tonn) og kostnaði vegna skeljasands jafnað niður á ræktunartímabilið. 22- FREYR 2/99

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.