Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 33

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 33
* Rakastig kornsins og hlutfall korns og hálms. * Mötun uppskerunnar í vélina. * Ferilhraði þreskivalar og bil milli valarins og þreskihvelfunnar. * Loftmagn og stillingar sálda í hreinsiverkinu. Til þess að fylgjast með vinnu- brögðunum getur ökumaður skoðað kom sem kemur í komgeymi og oft- ast kom sem kemur með hratsnigli líka, án þess að stíga af vélinni. En hann verður jafnffamt að gæta að því sem kemur aftur úr vélinni til þess að geta lagað stillingar eða ökulag ef of mikið kom fylgir með hálminum. Hálmstrengurinn frá vélinni er góður mælikvarði á vinnubrögðin. Ef hálmurinn kemur í haugunt aftur úr vélinni en ekki í jöfnum streng þá er klárlega eitthvað að vinnubrögðun- um og örugglega rnikið korntap sem fylgir því. Helstu ástæður geta verið þessar: * Akurinn er lagstur óreglulega í allar áttir, eða af einhverjum öðrum ástæðum gengur ekki að mata jafnt í vélina. * Lágvaxinn gróður en langt skurðarborð, ekki hefur tekist að stilla sópvinduna þannig að hún fylgi uppskerunni eftir inn í snigil- inn, uppskeran safnast fyrir á skurðarborðinu framan við snigil- inn og fer inn í þreskiverkið í haug- um. * Hálmurinn safnast upp í hrúgur á hálmhristlinum, framan við hálm- spjaldið, aftan við hálmvindu. Hálmhristillinn vinnur þá ekki sem skyldi og kornið fylgir með hálm- inum aftur af vélinni. Stafar oftast af rangri stillingu hálmspjalds eða of miklum ökuhraða. Hallandi land Þreskivélar eru afar viðkvæntar fyrir halla. Ef ekið er í hliðarhalla þá safnast uppskeran út í aðra hlið- ina á háimhristli og í hreinsiverki og afkastagetan minnkar mjög hratt. Við 10% halla minnkar af- kastagetan um 1/3 og í 20% halla minnkar hún um 2/3. Fram- leiðendur hafa reynt að bregðast við þessu, t.d. nteð því að láta vélina rétta sig af sjálfa, eða að bara hreinsiverkið rétti sig af þegar ekið er í halla. Einnig er reynt að skipta hreinsiverki og hristli í nokkur hólf eftir endilöngu með þilplötum. Þegar ekið er niður halla gengur hálmurinn hægar aftur eftir hálmhristlinum og hálm- lagið verður þykkara, og þegar ekið er upp halla gengur hálmur- inn hraðar aftur af og hálmhristill- inn fær því minni tíma til að hrista kornið úr hálminum. Almennt má því segja að þegar ekið er í hall- andi landi þá er ástæða til að draga nokkuð úr ökuhraðanum til þess að forðast aukið korntap. Axgreiður Til kornskurðar hefur verið þróaður búnaður sem settur er í stað skurðarborðs á hefðbundna þreskivél og kallast axgreiða (enska: stripper). Axgreiðan sker ekki á stöngulinn heldur eru fíngerðir plastfingur sem strjúka kornin úr öxunum og sópa þeim inn í vélina. Þetta þýðir það að hálmmagnið sem kemur inn í vélina minnkar niður í u.þ.b. fjórðung af því sem kemur með venjulegu skurðarborði. Afköst þreskibúnaðarins aukast í sam- ræmi við það, enda kormhálm hlutfallið mjög stór áhrifaþáttur í afkastagetu þreskivéla. Axgreiðu- hugmyndin er mjög gömul (meira en 2.000 ára) en það er fyrst nú á síðustu árum sem fundin hefur verið upp tækni sem gerir þetta mögulegt án þess að korntapið verði óásættanlegt. Jafnvel virðist vera sem korntap geti verið minna en með hefðbundinni aðferð þegar kornið er illa þroskað og með hátt rakastig. Það er því athugunarefni hvort þetta sé eitthvað sem vert væri að reyna hérlendis. Galli við þessa aðferð er að hálmurinn stendur eftir á akrinum og þarf að slá hann sérstaklega ef á að nýta hann. Að Iokum Þó að hér hafi verið týnd til nokk- ur atriði um þreskivélina þá vantar mikið á að um tæmandi umfjöllun sé að ræða. Ekkert hefur t.d. verið talað um hreyfilinn, drifrásina, stjórnbúnað, aðbúnað í ökumanns- húsi, tæmingu geymis, aksturs- tækni, viðhald og eftirlit, heldur hefur einungis verið fjallað um þá hluta vélarinnar sem snúa að ferða- lagi kornsins í gegnurn vélina, í þeirri von að það verði einhverjum að gagni til betri skilnings á því með hvaða hætti kornskurður og kornþresking fer fram. Heimildir Bjarni Guðmundsson, 1997. Verkun og geymsla korns. Bændaskólinn á Hvanneyri, Búvfsindadeild, 27 s. Bjarni Guðmundsson, 1999. Munn- legar upplýsingar. Claesson, S., Svedsáter, S.Á. & Áberg, E., 1972. Skördetröskning. JTI Medd. 344, 115 s. Culpin, C., 1992. Farm Machinery. Blackwell Sci. Publ., 444 s. Hagþjónusta Landbúnaðarins, 1998. Úttekt á hagkvæmni kornræktar á íslandi, ásamt samantekt um stuðning við kornrækt í þekktum kornræktar- löndum, 49 s. + fylgiskjöl. Heir, J.A., 1998. Skurtreskere og skurtresking. Landbruksforlaget, 172 s. Heir, J.A. & Widnes, O.I., 1994. Skurtreskeren og skurtresking. ITF Melding 9-1994, 19 s. Ingvar Björnsson, 1998. Axgreiðu- tækni í kornrækt. Námsv. við Bændask. á Hvanneyri, Búvísindad., 11 s. (óbirt). Lundin, G„ 1989. Skördetröskning með reparbord. Tekn. f. lantbruket 17. JTI, 11 s. Lundin, G„ 1993. Skördetröskning með reparbord. JTI Medd. 443, 48 s. Lundin, G. & Claesson, S„ 1985. Skördetröskning. JTI Medd. 409, 105 s. Páll E. Ólafsson & Þorsteinn Jóhannsson, 1998. Þreskivélar. Náms- verkefni við Bændask. á Hvanneyri, 7 s. (óbirt). Witney, B„ 1988. Choosing & Using Farm Machines. Longman Sci. & Technical. 412 s.________________ FREYR 2/99 - 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.