Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 10

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 10
fyrstu árin og því geta lífrænir bændur staðið frammi fyrir fóðurskorti. Vegna þessa er þeim mikilvægt að nýta til fullnustu allt það sem jörð þeirra býður upp á. Mörgum býlum fylgja víðáttumikil engi sem ekki hafa verið nýtt áratugum saman vegna þeirra búskaparhátta sem tíðkast hafa. Þau eru gjaman uppskerumikil og áður iyir var fóður af slíkum úthaga mikilvægasta vetrarhey bóndans. Það er full ástæða til að gefa þessum uppskemmiklu engjum og útjörð gaum. T.d. þarf að taka sarnan upp- lýsingar um slíkar nytjar frá fyrri árum og yfirfara gögn er varða lystug- leika eða fóðurgildi slíks fóðurs. Sérstaklega þarf að huga að véltækni við heyskap á engjum sem í mörgum tilvikum em á votlendi. Einnig mætti nefna áveitur sem geta aukið upp- skem. 2. Eitt þeirra skilyrða sem sett er í lífrænum búskap er að ekki séu notuð hefðbundin lyf og eiturefni. Vegna þess hvað endurræktun er ríkur þáttur slíks búskapar, þá getur illgresi orðið illviðráðanlegt vandamál - bæði í inni- og útiræktun. Kanna þarf hvaða ráðum er beitt til að beijast gegn þessu vanda-máli með því að afla upplýsinga frá erlendum þjóðum. Þau þarf síðan að reyna hér og prófa. Sama þarf að gera vegna plöntusjúkdóma, þar þarf að afla upplýsinga um líf-rænar vamir og notkun óhefðbundinna vamarefna. Hér er um að ræða viðfangsefni sem hefúr beina hagræna þýðingu fyrir alla lífræna framleiðendur. 3. Þessi liður þarfnast ekki skýringa umfram það sem getið er í 2. lið hér að ofan. 4. Lífrænn búskapur gerir nokkuð aðrar kröfur til húsakosts en hefðbundinn. Eftir því sem þekking okkar á sviði húsagerðar og bútækni eykst, verður það æ ljósara hversu mikilvægur þessi þáttur er, bæði vegna starfsumhverfis bóndans og aðbúnaðar búfjárins. Gott starfs- umhverfi og annar aðbúnaður er mikilvægur hagræðingarþáttur og því telur fagráðið mikilvægt að þessi þáttur verði athugaður. Takmörkun bússtœrðar í Danmörku Landbúnaðarráðherra Dana, Henrik Dam Kristensen, hefur lagt fram lagafrumvarp um hámarks- stærð bújarða. Með því vill hann tempra stórrekstur í landbúnaði og tryggja að ungir bændur ráði við það í framtíðinni að eignast jörð. Altalað á kaffistofunni Afdráttur Einhver erfiðasta rímþraut í íslenskum kveðskap er afdráttar- háttur. Vísur undir afdráttar- hætti eru þannig að af hverju orði í fyrra hluta vísunnar er tek- inn fyrsti stafurinn og kemur þá seinni hlutinn í Ijós. Afdráttar- vísur eru varla nema á annan tuginn og surnar ekki hnökra- lausar. Ein hin kunnasta og jafn- framt gallalaus er eftirfarandi vísa eftir Gísla Konráðsson á Akureyri. Skulda stceröir höldurn há, hárum skallar gróa. Kulda tœrðir öldum á árum hallar róa. Danskir bændur hafa tekið þessum hugmyndum allvel, að svínabændum undanskildum. Samkvæmt frum- varpinu skulu jarðir ekki vera stærri en 100 hektarar ræktaðs lands, en nú eru mörkin 150 ha. Hins vegar má hver bóndi eiga þijár jarðir og þá með alls 300 ha ræktarland. Stærð áhafnar á einnig að takmarka, eða við 250 nautgripi á jörð, eða 750 á þremur jörðum. Stærð svínabúa á einnig að takmarkast við 7.500 slátursvín á jörð eða 22.500 á þremur jörðum eftir að reglumar hafa gengið í gildi. Gagmýnendur þessara hugmynda kalla þær afturhvarf til fortíðarinnar og rómantíska draumóra. Henrik Dam Kristensen bendir á að styrkja þurfi meðalstórar jarðir sem reknar séu sem fjölskyldubú og þar sé einnig auðveldara að hafa stjórn á umhverfismálum. Hann vekur jafnframt athygli á að það séu innan við eittþúsund jarðir í Danmörku af um 60 þúsund, eða innan við 2% býla í landinu. þar sem áhöfnin eru meira en 250 nautgripir. Hörðustu andstæðingar þessara hugmynda eru svínabændur, en þeir búa nú við kreppuástand vegna verðfalls á svínakjöti. Talsmaður danskra svínabænda, Jörgen Laursen Vig, telur þessar hugmyndir ógna búgreininni. Ef lagafmmvarpið nær fram að ganga munu framsæknir danskir svínabændur flytja rekstur sinn til annarra landa, svo sem Póllands, Þýskalands og Tékklands, þar sem reglumar em rýmri, heldur hann fram sem, og fleiri talsmenn svínabænda. Málflutningur þeirra fær þó ekki mikinn hljómgrunn meðal talmanna annarra búgreina. Dönsku bændasamtökin, De Danske Landboforeninger, hafa látið í ljós að það sé mikilvægt að ungt fólk eigi möguleika á að eignast jarðir til að reka búskap og að með rekstri fjölskyldubúa séu enn miklir vaxtarmöguleikar í dönskum landbúnaði. Samtökin Dansk Familielandbmg telja jafnframt að lagafrumvarpið gangi of skammt. Setja hefði átt mörkin við 250 kýr í stað 750, segir talsmaður þeirra, Peter Thomsen. Þó að hér sé sett á dálítil bremsa, munu stórbýlin halda áfram að ná undir sig meira landi. (Þýtt og eudursagt úr Landsbydens Folk, nr. 3/'99). 10- FREYR 2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.