Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 17

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 17
Fosfór 0-5 E c/> 5-10 4^ Q. Q 10-15 — ^30 kg/ha E 0 kg/ha 10 15 20 25 30 Leysanlegur fosfór kg/ha Tafla 2. Fosfór í tilraun 299-70 á Hvanneyri. Meðaltal reita með (30 kg P/ha) og án (0 kg P/ha) fosfóráburðar [12] eftir 18 ára meðferð. Annar áburður 50 og 100 kg N og 100 kg K/ha. AL-aðferð, sjá texta. með natríumbíkarbónati sem er basískt skol. Aðferðin er oft kennd við Olsen og talað um Olsen-P, en hún er notuð í Englandi og í Danmörku. A Hvanneyri eru öll næringarefnin (P, K, Ca, Mg og Na) greind í ammóníumlaktatskoli (AL-skol), en það er súrt skol og er einnig notað í Noregi og Svíþjóð. Það er góð fylgni milli niðurstaðna á kalígreiningum með þessum tveimur aðferðum og eru K-tölur úr þessum tveimur aðferðum fyllilega sambærilegar, en það er nokkur munur á fosfórmagni. I veiksúrum jarðvegi (pH yfir 5,5) er lítil fylgni milli greininga á fosfór með þessum tveim aðferðum, en fylgnin er allgóð í súrum jarðvegi (pH 4,75 - 5.05) [2]. Jarðvegsefnagreiningar og áburðarleiðbeiningar Á Islandi eru jarðvegsefna- greiningar hafðar til hliðsjónar við áburðarleiðbeiningar, en sums- staðar annars staðar eru þær grund- völlur áburðaráætlana. Þetta á t.d. við um Þýskaland og er ætlunin að bera saman viðmiðanir þaðan við greiningar og ráðleggingar frá Hvanneyri og frá Ræktunarfélagi Norðurlands áður en það var lagt niður. í Þýskalandi er jarðvegur ekki greindur með ammóníumlaktati (AL-aðferðin) eins og á Hvanneyri heldur með öðrum laktat aðferðum. Með svokallaðri DL-aðferð (kalsíumlaktati og þynntri saltsýru) eða með svokallaðri CAL-aðferð (kalsíumlaktati, kalsíumacetati og ediksýru). Milli niðurstaðna úr þessum mismunandi greiningum er ákveðið samband [2,10,11] eins og fram kemur í 1. töflu. Grunnhugsun áburðarleiðbein- inga í Þýskalandi er sú, að ef magn kalís og fosfórs í jarðvegi er í meðallagi þá miðast áburðargjöfin við að jafnmikið sé borið á og fjarlægt er með uppskeru. Þetta áburðarmagn er kallað grunn- áburður eða viðhaldsáburður og miðast við að það sé hvorki gengið á forða jarðvegs né heldur bætt við. Þá þarf einnig að áætla fyrirfram hversu mikillar uppskeru er vænst og er þá litið til reynslu fyrri ára og staðhátta. í þessari grein er þetta yfirfært á íslensk tún með 60hkg/ha uppskeru sem fjarlægir árlega 100 kg af kalí og 15 kg af fosfór á hektara. Ef uppskeran er minni er áburðarþörfin (grunnáburður) einnig minni. Þar sem mikill skortur ríkir (lágar eða mjög lágar K- eða P- tölur) er bætt við grunn- áburðinn 25-50% og allt upp í 100% til að byggja upp næringar- efnaforða og frjósemi jarðvegsins. Þar sem P- eða K- tölur eru háar er ráðlagt, að minnsta kosti tíma- bundið, að draga úr grunnáburði um 25-50% og 100% (þ.e. áburði er sleppt) þar sem tölurnar eru mjög háar. Vandamálið er þá að ákvarða hvað séu meðal P- og K- tölur í jarðvegi og einnig hvaða áhrif ýmsir jarðvegseiginleikar (t.d. kornastærðardreifing, magn líf- rænna efna, rúmþyngd, rótardýpt) hafa þar á. Upphaflegu viðmiðan- irnar í Þýskalandi gerðu ráð fyrir að "meðal" P- og K- tölur væru lægri en síðar var ákveðið [6]. Þar að auki hefur víða verið borið ríflega á þannig að áburðarefnin hafa safnast upp í jarðveginum. Skoðum þá hvemig þetta kemur út. Fosfór (P) Samkvæmt þýskum viðmiðunum [1] er grunnáburður (15 kg/ha) gefinn þar sem P-töIur í jarðvegi eru milli 12 og 20 mgP/lOOg (2. tafla). Meiri áburður er ráðlagður ef tölurnar eru lægri en minni séu þær hærri. Fari P-tölur yfir 28 mg/lOOg má sleppa fosfóráburði þar til gengið hefur á forðann og tölurnar lækka. I upphaflegu tillögunum frá 1963 [6] var mælt með að grunnáburður væri gefinn ef P- tölurnar 5-11 mg/lOOg fengjust í jarðvegi og viðbót eða frádráttur í samræmi við það. Nú hefur þessu FREYR 2/99 - 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.