Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 37

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 37
hvers vegna það virtist auka uppskeru árið 1972 að heyið lá lengi á túninu, gæti verið að heyið hafi veitt túngrösunum skjól í rysjóttu tíðarfari eða nær- ingarefni hafi skolast úr heyinu og komið grösunum að notum næsta ár. Það sem mælir gegn síðari hugmyndinni er að vel var borið á af þremur algengustu áburðarefnunum, eða 120 kg/ha N, 25 kg/ha P og 75 kg/ha K. Umræða Niðurstöður þeirra tilrauna sem hér er fjallað um hafa ekki leitt í ljós að notkun heyvinnuvéla hafi dragi verulega úr uppskeru. Þó minnkaði uppskeran um 12% í tilraun nr. 153- 64, vegna notkunar á hjólmúgavél, miðað við að raka með hrífu eins og gert var áður fyrr. Hins vegar var enginn munur á því í tilraun nr. 237- 68 hvor aðferðin var notuð. Ekki skal leitt getum að því hvemig stendur á þessum misvísandi niðurstöðum, en aðeins bent á að báðar tilraunimar voru gerðar á hinum svokölluðu kal- ámm 1966-1970. Hjólmúgavélarnar rifu upp tölu- vert af plöntum, ef þeim var beitt harkalega. Þetta kom best í ljós þegar yfirborð túnsins hafði orðið ósléttara eftir klaufir kúa. Það virðist því standa óhaggað sem Olafur Guðmundsson (1974) skrif- aði: „Þrátt fyrir marga góða kosti hjólmúgavéla, er því ekki að leyna, að ókostir eru einnig til í fari þeirra og má þá nefna óvægna meðferð lands, þar sem tindar rakstra- hjólanna rífa grassvörðinn, einkum á nýrækt og annars staðar , þar sem hann er veikur fyrir.“ Bjarni Guðmundsson (1998, persónulegar heimildir) hefur veitt því athygli að hjólmúgavélar róta mismiklu upp af gróðri og mold eftir því hvernig þeim er beitt. Ef rakað er inni í flekk, t.d. verið að garða, liggja tindarnir undan- tekningalítið á þunnum "heypúða", sem þeir draga með sér og endurnýja. Þá er ekki unnt að sjá að vélarnar valdi miklu tjóni á gróðri. Þegar verið er að raka dreif róta vélarnar mun meiru upp. Það væri ofmælt að afgerandi niðurstaða hefði fengist í tilraun nr. 154-64, um sláttunánd. Þó benda niðurstöðurnar til að það orsakaði fleiri eyður þegar sláttutætara eða sláttuþyrlu var beitt nærri sverðinum, en þegar slegið var með greiðusláttuvél. Þetta er vísbending um að það beri að varast að beita sláttuþyrlum a. Slegið nærri með greiðusláttuvél b. Slegið tjarri með greiðusláttuvél c. Slegið nærri með sláttu- tætara og sláttuþyrlu d. Slegið fjarri með sláttu- tætara og sláttuþyrlu óhæfilega nálægt grasrótinni, einkum ef túnið er ekki vel slétt. Bjarni Guðmundsson (1998, persónulegar heimildir) bendir á að sláttuvélar fara mismunandi með grösin sem slegin eru. Averkana á grösunum má flokka þannig: a) Greiðusláttuvélar klippa, sárið á grösunum verður hreint. b) Sláttutætari tætir, slítur og rífur, sár verða "óhrein". c) Sláttuþyrla heggur, sár verða fremur hrein. Með tilkomu rúllubaggavæð- Tafla 4. Áhrif greiðusláttuvéla, sláttutætara og sláttuþyrlu á uppskeru, tilraun nr. 154-64. Hey hkg/ha Meðalstubbhæð, cm 63,5 5,2 (4,4- 6,3) 59,9 9,8 (5,2-11,2) Landið, sem tilraunin var á, var ræst fram árið 1960 og plægt og kýft næsta ár. Árið 1963 var flagið tætt og sáð í það A-blöndu SÍS. Uppskera eftir notkun á greiðusláttuvél, sláttutætara eða sláttuþyrlu, tilraun nr. 154-64. Meðaltal 6 ára, 1964-1969. Tafla 5. Gróðurathugun gerð með oddamælingu 8. júlí, 1969, % Slegið nærri með greiðu- sláttuvél Slegið fjarri með greiðu- sláttuvél Slegið nærri með sláttu- tætara og sláttuþyrlu Slegið fjarri með sláttu- tætara og sláttuþyrlu Vallarfoxgras 60 46 53 48 Túnvingull 23 29 15 27 Vallarsveifgras 4 8 2 6 Língresi 1 1 1 Snarrótarpuntur 1 1 Varpasveifgras 1 Eyður 11 16 27 19 64,3 9,0 (7,8-10,4) 59,9 4,9 (3,4- 7,2) FREYR 2/99 - 37

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.