Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 15

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 15
Nœringarefni í jarðvegi - II. Uppskera, áburður og jarðvegsefnagreiningar - Inngangur Frá fyrstu skeiðum ræktunar hefur verið þekkt að áveituvatn, úrgangur eða viðbót annars jarð- vegs eða jarðefna, t.d. kalkríks jarðvegs úr neðri lögum eða lífræn efstu Iög skógarjarðvegs, hafi bætandi áhrif á ræktunarjörð og jákvæð áhrif á uppskeru. Þar sem jarðvegur er að upplagi frjór og næringarefni berast reglulega með árvatni yfír landið getur örugg og þokkaleg uppskera náðst í þúsu- ndir ára eins og þekkt er úr Nflar- dalnum. Örugg og þokkaleg upp- skera í þúsundir ára getur einnig náðst þar sem öllum úrgangi er safnað, hann látinn rotna og síðan borinn á ræktunarlandið. Dæmi um slíka langa og árangursríka ræktun er helst að finna í Kína og víðar í Suðaustur-Asíu. Dæmi um neikvæð áhrif rækt- unar á frjósemi jarðvegs eru einnig mörg. Víða um Norður-Evrópu er jarðvegur sendinn og að upplagi ófrjór. Þegar þetta land var numið, skógur höggvinn og landið tekið í rækt, þá jókst útskolun næringar- efna úr jarðvegi og frjósemi lands- ins rýrnaði. Til að vega upp á móti þessu var margt reynt; kalk grafið upp úr neðri lögum, lífrænn úr- gangur nýttur og efni sótt úr skóg- lendi. Asókn í lauf og efsta jarð- vegslag skóg- og kjarrlendis var víða mikil og varð þannig tilfærsla á næringarefnum frá skóg- og mólendi til akranna. Þekktast er e.t.v. ör rýrnun frjósemi jarðvegs víða í hitabeltinu þegar regnskógar eru ruddir. Jarð- vegur þar er oft mjög gamall, öll bergefni eru veðruð og forði næringarefna er sáralítill. Frum- skógurinn heldur næringarefnunum í hringrás, sem rofnar þegar þegar eftir Þorstein Guðmundsson jarðvegs- \_Jw fræðing rJL dk hann er ruddur. Útskolun eykst verulega og uppskera af landinu er rýr og fæst einungis í örfá ár. Tap á næringarefnum er einungis eitt af mörgum vandamálum sem koma upp við landnýtingu og ræktun. Mjög víða er jarðvegs- eyðing aðalorsök rýrnunar land- gæða eins og Islendingum er vel kunnugt. Eins má geta uppsöfnunar á salti í jarðvegi á þurrum lands- svæðum, og víða koma fleiri en eitt þessara vandamála saman. Allt fram á 19. öld var það skoðun manna að jurtir nærðust á lífrænum efnum og því væri lífrænn úrgangur og moldarefni eini raunverulegi áburðurinn. Þessar hugmyndir má rekja til Aristótelesar en hann orðaði þær eitthvað á þessa leið: „Plantan nærist á moldarefnum, sem rætur hennar taka upp úr jarðveginum. Þegar plantan deyr verður hún aftur að mold og moldarefnin eru því áburður" [1]. Um miðja 19. öld víkja þessar hugmyndir fyrir nýrri kenningum um að aðalnæringarefni jarðvegsins séu ýmis sölt og brátt er farið að bera þau á; fyrst kalí síðan fosfór og um aldamótin þróuðust aðferðir til að framleiða köfnunar- efnisáburð. Það er athyglisvert í þessu sambandi að líta á þróun uppskeru seinustu tveggja alda og hér er meðaluppskera vetrarhveitis í Þýskalandi tekið sem dæmi [1]. Það er álitið að uppskera vetrarhveitis hafi verið 5 - 10 hkg/ha, að meðaltali 8 hkg/ha, vel fram á 19. öld. Nærri helmings aukningu á uppskeru frá 1840 til 1880 í 14 hkg/ha má rekja til bættra ræktunaraðferða; sáðskipta og sáningu smára og annarra plantna sem binda köfnunarefni til að bæta köfnunarefnisbúskap jarðvegsins. Síðan hefur meðaluppskeran stöðugt aukist með smáaftur- kippum vegna styrjalda og kreppu, en frá 1950 hefur meðaluppskera vetrarhveitis í Þýskalandi aukist mjög hratt og náði 65 hkg/ha árið 1990. Það er rúmlega 8 sinnum meiri uppskera en var 150 árum áður. Það er erfitt að spá fyrir um hver þróunin verður á næstu árum. Hámarksuppskera vetrarhveitis í Þýskalandi er nú um 100 og jafnvel allt að 120 hkg/ha, en það eru við bestu vaxtarskilyrði þar í landi og næst einungis með mikilli ná- kvæmni í ræktun þar á meðal í áburðargjöf. Uppskeruaukinn hefur að sjálfsögðu ekki einungis náðst vegna aukinnar og markvissrar áburðargjafar heldur einnig vegna sáðskipta plöntukynbóta, efna- notkunar (illgresis- og skordýra- eyðar, plöntulyf) og nýjunga í tækni. Það hefur verið áætlað [1] að uppskeruaukann megi til helminga skýra með notkun tilbúins áburðar og betri nýtingu lífræns áburðar og til helmingi vegna ofangreindra atriða. Markmið áburðargjafar Áburður er borinn á í margs konar tilgangi og helstu markmið áburðargjafar eru: * að ná hámarksuppskeru, en það krefst mikillar og nákvæmnar áburðargjafar FREYR 2/99 - 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.