Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 14

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 14
Ef túnstærð er rífleg má draga verulega úr kjarnfóðurkaupum (3. mynd). Gott hey kemur að nokkru í stað kjarnfóðurs og því má nýta afurðagetu kúnna nokkuð vel þótt lítið kjarnfóður sé notað. Því er ekki nema eðlilegt að lítið samhengi sé milli framlegðar og nythæðar í búreikningum, einkum þegar þess er líka gætt að náttúruleg frjósemi túns er mjög breyt- ileg, jafnvel milli bæja í sömu sveit. í líkantilraunum fæst m.a. sk. skuggagildi framleiðsluþátta, þ.e. hvað þeir mega vera dýrir til að það geti svarað kostnaði að nota meira. Hámark þess verðs, sem tiltekinn bóndi gæti leyft sér að greiða fyrir mjólkurkvóta, mætti finna sem skuggagildi í reiknilíkani. Okkur, sem vorum í vinnu- hópnum, var ljóst að ýmsar forsendur voru veikar og að öflun gróffóðurs, bæði beit og heyöflun, var meira einfölduð og óvissari en fóðrunarhluti þess. Unnt var að bregðast við óviss- unni að hluta með því að breyta stuðlum líkansins og komast með því móti nær aðstæðum á tilteknu búi í stað þess að notast eingöngu við meðalstuðla. Mikilvægast var að gera ráð fyrir mismunandi frjósemi lands (forsendur "A" og "B", sjá 4. mynd). Árið 1984 var sótt um fé til að þróa líkanið áfram, en það fékkst ekki. Hins vegar er óhætt að segja að niðurstöður þess hafi haft veruleg áhrif á val rann- sóknar- og tilraunaverkefna, a.m.k. næsta áratuginn. Til dæmis þekkjum við miklu betur nú en áður hvernig þörfin á endurvinnslu eykst ef snemma er slegið eins og Ríkharð leggur áherslu á. Nú eru því skilyrði til að gera raunhæfara líkan en fyrir 20 árum og kveðja til þess nýja menn með ný viðhorf. 3. mynd. Áhrif túnstœrðar á breytilegan kostnað á kúabúi samkvœmt niðurstöðum líkantilrauna 1979. Hagkvœmasti fjöldi kúa er skrifaður inn á línuritið. Upphafleg túnstœrð var 30 ha. Gert var ráð fyrir jöfnum kostnaði á hektara við að viðhalda eða stœkka tún. Það var því ekkert tillit tekið til mismunandi landgæða eða kostnaðar við að sœkja heyskap langt. Reiknað varfyrir 90 þús. (FR=90) og 110 þús. (FR=110) lítra framleiðslu á ári. Reiknað var með tvennum forsendum umfrjósemi túns. íforsendum "A" voru notaðar niðurstöður langtímatilrauna tilraunastöðvanna. Þar hefur umferð véla verið í lágmarki, engin beit búfjár ogframrœsla yfirleitt góð. Því voru einnig notaðar forsendur "B" þar sem gert var ráð fyrir minni áburðarsvörun og að minni uppskera fáist án áburðar. Hagkvæmni þess að hafa stórt tún verður meiri ef reiknað er með forsendum "B". Niðurstöður á 1. og 2. mynd voru fengnar með forsendum "B". 14- FREYR 2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.