Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 11

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 11
Merkilegur uppvakningur Ríkharð Brynjólfsson vakti áhugaverða umræðu með greininni "Góð hey, hvað sem það kostar?" í Bænda- blaðinu 10. des. 1996. Greinin hefur vakið andsvör og umræðu þar sem m.a. kemur fram að draugur ("Móri") hafi verið vakinn upp. í umræðunni hafa tekið þátt Þórarinn Lárusson (Freyr, 1. tbl. 1998) og Þóroddur Sveinsson (Bbl., 17. mars 1998), og Ríkharð á ný (Bbl., 2. júní 1998). Fagleg umræða á prenti um heyskap og áhrif hans á hagkvæmni búskapar er svo sjaldséð að ég tel rétt að halda uppvakningnum á sveimi enn um sinn. Ríkharð hefur veitt því athygli að framlegð á lítra mjólkur, kr./kg, er að heita má óháð nythæð kúa á kúabúum sem framleiða jafnmikið, þó heldur lægri þar sem nytin er hærri. Nokkur helstu atriði þeirrar töflu, sem Ríkharð vann úr niðurstöðum búreikninga 1996, eru í 1. töflu. Ríkharð valdi úr þau kúabú, sem eru nálægt meðalbúi samkvæmt greiðslu- eftir Hólmgeir Björnsson Rannsókna- stofnun landbún- aðarins marki, og flokkaði eftir nythæð kúa. I 1. töflu er látið nægja að sýna skiptingu búanna í tvo flokka. Tekjur, aðrar en af sölu mjólkur, eru heldur meiri í þeim flokknum sem nythæðin er minni, 8,2% í stað 6,5%, og virðist það skýringin á að framlegð, reiknuð á kg mjólkur, skuli heldur meiri í þeim flokki. í 2. töflu eru 1. tafla. Framlegð kúabúa með 501-600 ærgilda greiðslumark árið 1996. Unnið úr gögnum Hagþjónustu landbúnaðarins. Nythæðarflokkur <3500 >3500 Fjöldi búa 25 28 Kýr 28 24 Hey, þús. F.E. 126 109 Tún, ha 42 38 Meðalnyt, kg 3219 4033 Breytilegur kostnaður, kr./kg: Aðkeypt fóður 6,32 7,55 Aburður og sáðvara 5,65 5,08 Alls 26,58 24,79 Framlegð, kr./kg 41,39 39,81 2. tafla. Áhrif nythæðar á framlegð eftir mjólkurkú, öll kúabú (210) og blönduð bú (49). Úr Niðurstöðum búreikninga 1996. Nythæðarflokkar <2751 2751- 3000 3001- 3250 3251- 3500 3501- 3750 3751- 4000 >4000 Öll bú Fjöldi búa 31 31 31 44 39 32 51 259 Mjólkurkýr 22 23 24 28 23 26 24 24 Tún, ha 34 39 37 47 41 41 41 40 Mjólk, % af búgreinatekjum 87 86 88 86 87 87 88 87 Greiðslumark: Ærgildi 401 443 465 609 664 608 648 548 Ærgildi/ha 11,8 11,4 12,6 13,0 13,8 14,8 15,8 13,7 Framlegð, kr./kg 36,6 38,7 37,5 39,3 38,0 40,7 38,3 38,6 FREYR 2/99 - 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.