Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 21

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 21
Ráðunautafundur 1999 Hagkvæmni kornræktar á íslandi Inngangur Hér á eftir fer útdráttur úr skýrslu sem unnin var hjá Hagþjónustu landbúnaðarins á árinu 1998 að beiðni land- búnaðarráðuneytisins. Við- fangsefni þeirrar skýrslu var greining á stöðu og framtíðar- möguleikum kornræktar hér á landi miðað við aðstæður í árslok 1997. Vegna takmark- ana á lengd þessa útdráttar er mörgum efnisþáttum sem fram koma í þeirri skýrslu sleppt og öðrum ekki gerð fullnægandi skil. Má þar til dæmis nefna úttekt á hag- kvænmi skiptiræktunar, um- fjöllun um ræktunarskilyrði og rannsóknir á korni, reynslu bænda af kornrækt, áhrif kornræktar á tekjur kúabúa og umfjöllun um korn- ræktarstyrki hjá öðrum þjóð- um. Á undanförnum árum hafa bændur í auknum mæli tekið upp ræktun á korni sem aukabúgrein; jafnan sem þátt í fóðuröflun á eigin búi og er sá háttur hér lagður til grundvallar. Ólíkt því sem gerist í öðrum löndum hefur kornræktin ekki notið teljandi opinberra styrkja hér á landi um árabil. Samkeppnis- staða íslenska kornsins gagnvart innfluttu korni er því erfiðari en ella og mikilvægt fyrir bændur að leita leiða til að halda kostnaði við fram- leiðslu og verkun í lágmarki. I skýrslunni er leitast við að greina þennan kostnað með það að mark- miði að upplýsingamar getið nýst við áfranthaldandi uppbyggingu greinarinnar. eftir Jónas Bjarnason og fj i Sigurð Inga 0K Leifsson, Hagþjónustu . v landbún- aðarins Umfang framleiðslunnar Sú korntegund sem hérlendis hefur nær eingöngu verið ræktuð er bygg. Þar sem aðstæður eru hvað bestar hefur einnig verið ræktað lítilsháttar af hveiti og höfrum. Um- fang kornræktar hefur aukist mikið það sem af er þessum áratug, sér- staklega frá árinu 1995. Á árinu 1990 var korn ræktað á 200 ha lands, á árunum 1993-1995 á 500- 600 ha og á árinu 1996 á 900 ha lands. Talið er að 1.100 ha lands hafi verið skomir til koms á árinu 1997 og að uppskeran hafi numið allt að 4.200 tonnum.1 (Neðan- málsgreinar, sjá bls. 26). Helstu kornræktarsvæðin Kjöraðstæður hér á landi til korn- ræktar eru þar sem vorar snemma, meðalhiti sumars er hár og lítil hætta á næturfrostum síðsumars. Möguleikar til kornræktar ráðast því að stórum hluta af veðurfari. 1 góðurn árum er hægt að stunda kornrækt um nær allt Iand, en ein- stök svæði eru betur fallin til rækt- unar en önnur. Mest reynsla er komin á kornrækt í Rangárvalla- sýslu, Skaftafellssýslum og á Fljótsdalshéraði. Korn er nú einnig ræktað með góðum árangri í innan- verðum Eyjafirði, Skagafirði, Borgarfirði og í ofanverðri Árnes- sýslu. Fleiri staðir em taldir koma til greina þar sem jarðvegur þykir hentugur.2 Gæðasamanburður á íslensku og innfluttu korni Hér á landi hafa verið gerðar að minnsta kosti tvær tilraunir þar sem íslenskt ræktað bygg er borið saman við innflutt.3 Markmið til- raunanna var að bera saman fóður- virði og hvaða áhrif byggið hefur á prótín. orkujafnvægi, orkunýtingu og þunga mjólkurkúa og hvort mis- munur væri á afurðatekjum eftir mjólkurkú. í báðum tilraununum var gerður samanburður á þurrkuðu íslensku byggi, votverkuðu ís- lensku byggi og innfluttu þurrkuðu byggi. Niðurstöður beggja tilrauna sýna að nær enginn munur kom í ljós hvort sem um var að ræða inn- flutt bygg eða íslenskt; hvort heldur það íslenska var þurrkað eða vot- verkað. Verkun byggsins hefur þó áhrif á eiginleika prótíns í bygginu og er nýting þess háð því fóðri sem gefið er með. Það sem athyglisvert er við þessar tilraunir er að þær staðfesta annars vegar að fóðurvirði íslenska komsins er það sama, óháð verkunaraðferð, og hins vegar að íslenskt bygg stenst fyllilega gæða- samanburð við innflutt. Nýlegar rannsóknir frá Noregi á norsku byggi sýna mjög svipaðar niður- stöður hvað varðar samanburð á fóðurgildi votverkaðs og þurrkaðs byggs.4 FREYR 2/99 - 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.