Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 26

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 26
því hversu sendinn jarðvegurinn er. Einnig hefur gerð jarðvegs áhrif á vaxtarhraða og þroska kornsins. Vextir eru breytilegir frá einum tíma til annars. Heimsmarkaðsverð á komi ræður í raun mestu um hvenær íslensk komrækt telst hag- kvæm, þar sem innflutt korn er sú afurð sem íslenska kornræktin þarf í raun að bera sig saman við. Gengi íslensku krónunnar er einnig áhrifa- valdur hvað varðar innflutt korn. Sala á hálmi getur aukið hag- kvæmni hjá hluta kornræktenda. Þar er einnig sóknarfæri ef það tekst að þróa nýja notkunarmögu- leika. Skiptiræktun getur aukið hagkvæmni kornræktarinnar, jafn- framt því sem þar opnast leið til að endurrækta tún með hagkvæmum hætti. Reynsla kornræktenda getur skipt máli, því að aukin þekking leiðir jafnan til betri árangurs. Loks getur veðurfar valdið því að upp- skera bregðist, vegna óhagstæðra veðurskilyrða á afmörkuðum svæð- um eða jafnvel um landið allt. Niðurstöður Það er niðurstaða Hagþjónustu landbúnaðarins að hagkvæmt sé að stunda komrækt hér á landi sem aukabúgrein miðað við votverkun, enda stuðli ræktunin að bættri nýt- ingu fyrirliggjandi jarðnæðis, bygginga og vélakosts. Með skírskotun til áður skil- greindrar lágmarkseignar tækja og búnaðar, og kostnaðarhlutdeildar þeirra, var metinn kostnaður við kornrækt á búum, sem hafa u.þ.b. 5 ha ræktun, út frá tveimur verkunar- aðferðum, þ.e. votverkun í stór- sekkjum og þurrverkun miðað við aðkeypta þurrkun. Með hliðsjón af þeim forsendum og miðað við 3.500 kg/ha meðaluppskeru (85% þurrefni, hreinsað korn) reiknast kostnaðarverð á íslensku vot- verkuðu byggi 17,60 kr/kg saman- borið við 20,20 kr/kg á innfluttu byggi. Miðað er við að hvoru tveggja sé komið í hús og tilbúið til gjafar. Kostnaðarverð á íslensku votverkuðu byggi reiknast því 26- FREYR 2/99 12,8% lægra en á innfluttu byggi. Samkvæmt sömu forsendum reikn- ast kostnaðarverð á íslensku þurrk- uðu byggi 22,12 kr/kg samanborið við 20,20 kr/kg á innfluttu. Kostn- aðarverð á íslensku þurrkuðu byggi er því 9,5% hærra en á innfluttu byggi- Nær allur kostnaður (m.v. að- keypta þreskingu) er breytilegur, eða 98%; þar af er 87% beinn breytilegur kostnaður. Af þeim sökum er bæði auðvelt fyrir bænd- ur að hefja kornrækt og að hætta kornrækt án mikillar fjárhagslegrar áhættu. Hagkvæmni kornræktar ræðst einkum af uppskerumagni, verk- unaraðferð og nýtingu fjármagns. Hérlendis er algengast að korn- bændur sái í minna en 5 ha lands. Svo lítil framleiðsla stendur ekki undir fjárfestingu í þreskivél og er ekki hagkvæmt að fjárfesta í eigin vél nema skornir séu a.m.k. 64 ha. Hagkvæmni votverkaðs korns greinist jákvæð við 3.050 kg/ha uppskeru. Flestir bændur ná upp- skerumagni yfir þessum mörkum og er meðaltalsuppskeran, sem notuð er í skýrslunni, 3.500 kg/ha. Þeir bændur sem á annað borð hafa möguleika til kornræktar eiga því að geta aukið hagkvæmni á búum sínum með því að rækta korn og votverka til eigin nota. Ef þurrka á kornið þarf uppskera hins vegar að ná a.m.k. 3.800 kg/ha. I mörgum tilvikum er þurrkun óhagkvæm, því að aðeins hluti bænda nær nauðsyn- legri uppskeru á hektara til þess að þurrkun reiknist hagkvæm. Það skal þó tekið fram að óvissuþættir í rekstrarumhverfinu, svo sem heimsmarkaðsverð á korni, gengi íslensku krónunnar og veðurfar geta hver um sig haft mikil áhrif á núverandi stöðu komræktarinnar. Neðanmálsgreinar 1. Miðað er við meðaluppskeru (85% þurrefni). 2. Freyr. 5/1997, bls. 182. Kom og kornrækt. Jónatan Hermannsson. 3. Bygg í fóðri mjólkurkúa af íslensku kyni, Gunnar Ríkharðsson og Einar Gestsson; Ráðanautafundur 1998 og íslenskt bygg í fóðri mjólkurkúa, Sigríður Bjarnadóttir; Ráðunauta- fundur 1997. 4. Propionsyrekonservert eller tprt korn til mjplkeku, Ashild T. Randby, Institutt for husdyrfag, NLH. 5. Hvað snertir forsendur kostnaðar- greiningar vilja skýrsluhöfundar taka fram að komrækt ber reiknaða hlutdeild í föstum kostnaði sem endurspeglar aukna hagkvæmni í nýtingu fastafjármuna. Því má færa rök fyrir þeirri skoðun að aukin nýting véla vegna kornræktar auki hagkvæmni búrekstrarins, enda fræðilega séð rétt að kostnaður sé gjaldfærður á þeim stað sem hann fellur til. 6. Staðkvæmdarvara = staðgengils- vara. Molar Ósáttir bændur Bandaríska landbúnaðar- ráðuneytið áætlar að tekjur bænda þar í landi verði enn lægri í ár en í fyrra. Þar er m.a. haft í huga að opinber framlög tii landbúnaðar muni dragast saman um 4%. Þá er ekki búist við að ástand á mörkuðum í Suðaustur-Asíu fyrir búvörur muni batna. Margir bændur eru afar ósáttir með þetta ástand. Landbúnaðarráðherranum, Dan Glichman, er það full- ljóst. Um miðjan desember si. ákvað hann að ráðuneytið kannaði möguleika á að veita styrki til að taka land úr notkun árið 2000. Þessi hugmynd er andstæð landbúnaðarstefnu USA um styrki til landbúnaðarins sem þingið samþykkti fyrir þrem- ur árum. Staða bænda er hins vegar það alvarieg að nauðsyn getur brotið lög. (Bondebladet nr. 2/'99).

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.