Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 27

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 27
Ráðunautafundur 1999 Kornskurðarvélar Inngangur Kornrækt á Islandi hefur farið nijög vaxandi undanfarin ár og verður að líta svo á að hún sé komin til að vera. Arið 1995 var ræktað korn á um 500 hekturum, 1998 hafði sú landsstærð þrefaldast og verður líklega a.m.k. fjórföld árið 1999, þ.e.a.s. 2000 ha. Ef miðað er við að uppskera sé 3,5 tonn/ha (85% þe.) verða skorin 7.000 tonn haustið 1999. í skýrslu Hagþjón- ustu landbúnaðarins um hag- kvæmni kornræktar á Islandi, sem út kom á dögunum, kemur fram að á Hagþjónustunni er talið varlega áætlað að árið 2000 verði skorið allt að 12.000 tonnum af korni. Eitt af vandasömustu verkum við kornrækt er þreskingin. Þreskivélar eru nokkuð flókin og vandmeðfarin tæki sem mikilvægt er að beitt sé af kunnáttu til þess að lágmarka kom- tap og komskaða. Erlendis er oft miðað við að ásættanlegt korntap við þreskingu sé um 3-5%. Vegna þess hversu hátt rakastig er í komi hér á landi við skurð er hæpið að ætla að við náum því marki en tap á bilinu 6-10% ætti að geta verið verðugt markmið. Rannsóknir vantar á því hver raunveruleikinn er hér á landi hvað korntap við þresk- ingu varðar en athuganir Bjama Guðmundssonar benda til að um mun meira tap geti verið að ræða en venjulegt er í nágrannalöndum okkar. Það er því full ástæða til að rannsaka þetta atriði nánar og leita leiða til að bregðast við ef það sannast að hér séum við að missa af meiri verðmætum en efni standa til. Framleiðendur þreskivéla láta fylgja með vélunum upplýsingar um hvemig haga skuli akstri og stillingu vélanna miðað við aðstæður, t.d. eftir Lárus Pétursson, Rannsókna- stofnun landbún- aðarins, bú- tæknideild, Hvanneyri eftir korntegund, rakastigi koms og kormhálm hlutfalli. Þegar framleið- andi gefur upp afkastagetu vélar- innar er yfirleitt miðað við að verið sé að þreskja fullþroskað hveiti með korn:hálm hlutfallinu 1:1 og að korntap í þreskivélinni sjálfri (þ.e.a.s. það sem tapast aftur úr vél- inni) sé ekki yfir 2%. Nútíma þreskivél byggir á mjög gömlum grunnaðferðum við þresk- ingu og hreinsun kornsins. Sú að- ferð að skilja sundur korn og hálm með því að láta þreskivöl snúast mót þreskihvelfu er rakin allt aftur til 1785 þegar Skotinn Andreas Meikles kom fram með slíkan búnað sem var á þeim tíma mikil bylting í þróun á tækni við þresk- ingu. Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan heldur grunnhugmynd Meikles enn velli og flestar vélar í dag eru með þreskibúnaði sem byggir á hug- mynd hans þó að ýmsar mismun- andi útfærslur og endurbætur hafi vissulega komið til sögunnar. Hér á eftir verður farið í gegnum hvern- ig venjuleg þreskivél af algengri gerð er uppbyggð og hvernig hún fer að því að skilja að kornið og hálminn. Þreskivélin Fremst á þreskivélinni er ljár sem klippir stönglana og sópvinda sem leggur uppskeruna inn á skurðar- borðið. Færisnigill skurðarborðs- ins flytur uppskeruna að færistokki sem flytur hana upp í vélina að þreskibúnaði. Þreskillinn slær kornin úr öxunum þannig að þau falla niður í gegnum þreskihvelfuna og skiljast þannig frá hálminum. Hálmurinn heldur áfram um hálmvindu aftur á hálmhristil en honum er ætlað að hrista úr hálm- inum þau korn sem ekki náðu að falla niður um þreskihvelfuna og slæddust með hálminum í gegn. Hálmurinn hristist síðan aftur eftir hálmhristlinum þar til hann fellur aftur af vélinni og leggst þar í streng á jörðina. Hægt er að velja hvort hálmurinn fer heill aftur úr vélinni eða hvort hálmsaxari kurlar hálminn og jafnvel dreifir úr hon- um aftan við vélina. Kornið sem fellur niður um þreskihvelfuna og það korn sem fellur niður úr hálm- hristlinum safnast á kornplötu og flyst af henni aftur á hreinsiverk. Þar þarf kornið að falla niður um efra og neðra sáld gegn loftstreymi frá viftunni sem blæs aftur úr vé- linni hálmleifum, rusli og kuski sem kann að hafa fylgt með korn- inu. Það korn sem telst fullhreinsað er svo flutt með snigli í komgeymi en sá hluti kornsins sem ekki telst fullhreinsaður fer með öðrum snigli (hratsnigli) aftur upp á þreskilinn eða hreinsiverkið til frekari hreins- unar. A mynd 1 eru sýndir helstu hlutar einfaldrar þreskivélar af al- gengri gerð. Skurðarborð Til skurðarborðs teljast sópvinda, skurðbúnaður, snigill og færistokk- ur, þ.e.a.s. þeir hlutar sem eru framan á þreskivélinni. Skurðar- borð geta verið af nokkrum gerðum en það sem er allsráðandi í dag er svokölluð T-gerð þar sem skurðar- FREYR 2/99 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.