Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 6

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 6
ræktunarstarfinu síðustu ár með tilkomu ómsjármælinga, sem ég hef reynt að notfæra mér. Með þessurn mælingum er hægt að sjá vöðvaþykkt og fítulag en það hjálpar mönnum til að rækta upp vöðvameira fé og fituminna, eða að aðlaga ræktunina að kröfum markaðarins." Ósáttur við nýja kjötmatið Á síðasta ári tók gildi nýtt kjötmat, sem Þórarinn er ekki hress með. ,,Nei, mér finnast þetta alltof miklar breytingar. I gamla matinu vom 4 flokkar, sem lömbin gátu flokkast í en meirihlutinn fór í DIA eða II. verðflokk og við fengum ágætis verð fyrir kjötið. í nýja matinu em flokk- amir um 30 og kjötinu skipt niður eftir holdfyllingu og fituflokkum. Ef borinn er saman verðlagsgmnd- völlurinn og nýja kjötmatið kemur í ljós að kjötið færist mjög niður í verðflokki, það fer t.d. ekkert í I. flokk og lítið í II. flokk, sem var aðal flokk- urinn áður. Utkoman verður því verri fýrir sauðijárbændur með tilkomu nýja matsins því að þeir fá minna fyrir dilkana sína. Nýja kjötmatið er samkvæmt Evrópustaðli, sem ég segi að passi ekki fyrir okkar fé.“ Með eigið sauðfjárræktarfélag I flestum sveitum landsins, þar sem fjárbúskapur er stundaður, eru sauðljáiræktarfélög. Þórarinn hefur aldrei verið í slikum félagsskap en segist vera í sínu eigin félagi. „Eg segi þetta vegna þess að við hjónin höfum alltaf lagt mikið upp úr því að skrá allt niður varðandi féð. Við handskrifum þetta niður í sérstakar bækur þannig að við getum séð útkomuna eftir hvem einasta haus. Þetta er mjög mikil- vægur þáttur í ræktunarstarfinu, sem sauðijárbændur ættu að tileinka sér.“ Forðagæslumaður í Ölfushreppi Þórarinn er forðagæslumaður í Ölfushreppi, ásamt Guðmundi Ingvarssyni í Akurgerði, en þann starfa hefur Þórarinn haft með hönd- um í um sjö ár. En hvert er hlutverk forðagæslumanns? „Það er að heimsækja bændur á lögbýlum og aðra, sem eru með skepnur í sveitarfélaginu tvisvar á ári til að fylgjast með heybirgðum og ástandi skepnanna. I lok nóvember tökum við tölur hjá bændum, þ.e. skráum niður ijölda skepna, mælum og metum heybirgðir og reiknum það út í magni fóðu- reininga en hverri skepnu em ætlaðar ákveðið margai' fóðureiningar yfir veturinn. í apríl heimsækjum við síðan bændur aftur til að kanna stöðu mála og athuga hvort skepnurnar hafa ekki haft það gott yfir veturinn. Það em um 100 aðilai' í hreppnum sem við heimsækjum í starfi okkar sem forða- gæslumenn." Suðurstrandarvegur mikilvægur Ýmsir samverkandi þættir urðu þess valdandi að á árabilinu 1940 - 1950 fór fólki að fækka mikið í sveitinni. Árið 1939 kom upp sauð- Ijársjúkdómur, mæðiveiki, sem leiddi til niðurskurðar árið 1951. „Þetta er þróun, sem er staðreynd og maður verður að sætta sig við. Eg veit ekki hver framtíð sveitarinnar verður en ef svonefndur Suður- strandarvegur, verður að vemleika, þá gæti hlutirnir breyst mikið og fólki ijölgað í sveitinni. Eins og staðan í dag er þetta einangmð sveit, þó að það væsi ekkert um okkur, sérstak- lega þegar vetumir eru svona góðir eins og síðustu ár, en ég tel að Suður- strandarvegurinn yrði mikil sam- göngubót fyrir sveitina. Það er ákaflega gott að búa í Selvognum með sauðfé, það er mikið landrými og gróður er góður, hér er engin ofbeit," sagði Þóraiinn. Vítlaus landbúnaðarpólitík Nú berst tal okkar að málefnum landbúnaðarins. Þórarinn liggur ekki á skoðun sinni á nýútkominni skýrslu nefndar landbúnaðarráðuneytisins um afkomu sauðijárbænda. „Mér finnst þessi skýrsla ekki sýna rétta niðurstöðu um sauðfjárræktina og vera furðuleg landbúnaðarpólitík en nefndin kemst að því að það þurfi að fækka sauðfjárbændum um 1000. Ég get ekki verið sammála þessu og vil nefna tvö dæmi máli mínu til Þórarinn og Jóhanna með heimilisbílinn, Land Roverjeppa, á hlaðimt hjá sér. Þessi jeppi er árgerð 1977 og gerir það gott að sögn Þórarins. (Ljósm. M.H.H.). 6- FREYR 2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.