Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 29

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 29
Mynd 1. Sópvinda og skurðarborð. Sópvindu er hœgt að stilla upp og niður, fram og aftur, og auk þess snúningshraðann. Ferilhraði sóp- vindunnar á að vera örlítið meiri en ökuhraðinn þannig að sópvindan leggi stráin mjúklega inn á skurðarborðið með öxin á undan. Kambarnir eiga að snerta stráin rétt neðan við öxin (efri mynd). Algeng mistök við þreskingu er að sópvinda er höfð of neðarlega og látin snúast of hratt (neðri mynd). Það getur valdið miklu korntapi borðin er að ef verið er að skera mjög strástutt þá getur uppskeran safnast fyrir á borðinu framan við færisnigilinn og ýmist stíflað vélina eða farið í haugum inn í þreski- verkið sem veldur afleitri þreskingu með tilheyrandi korntapi. Til að mæta þessu er gott að geta stillt stöðu sópvindunnar fram og aftur innan úr ökumannshúsi. Flestar þreskivélar sem nú eru á markaði hafa lengd skurðarborðs á bilinu 50-60 cm. Hæð skurðarborðs yfir jörðu er hægt að stilla innan úr ökumanns- húsi, og á sumum vélum er sjálfvirk hæðarstilling. Meiðar eru undir borðinu til að verja botninn, hindra að skurðbúnaður gangi of nálægt jörðu (6-12 cm) og hindra að stein- ar og jarðvegur safnist framan við borðið og fari inn á borðið. Léttibúnaður er til að minnka álag á meiða borðsins og til að það fljóti betur yfír ójöfnur ef slegið er mjög nærri jörðu eins og þarf að gera þegar akurinn er í legu. Léttibún- aðurinn á að taka það mikinn þunga af skurðarborðinu að hægt sé að lyfta því með hendinni með því að taka í stráskilju borðsins. Það má þó ekki vera svo létt að það fari að sveiflast upp og niður þegar ekið er á ójöfnu landi. Skurðbúnaður Til skurðbúnaðar teljast; greiðu- fingur, ljár, axlyftur og drifbúnaður ljásins. Ljárinn gengur venjulega um 500 tvöföld slög (fram og til baka) á mínútu (8,33 á slög á sek- úndu), sem þýðir að ef bil á milli fingra er 76 mm er ferilhraði ljásins að meðaltali um 1,2-1,3 m/s. Al- gengt er að eggjar ljáblaða séu riflaðar en slík blöð endast lengur og "halda" betur stráinu meðan sko- rið er. Fingur eiga að vera nægi- lega oddlivassir til að það safnist ekki á þá, og þeir eiga að vera í beinni línu til að lágmarka álag á skurðbúnaðinn. Hægt er að rétta þá með því að beygja þá til. Axlyftur eru hjálparbúnaður framan á fingur sem er ætlað að fara undir plöntur sem liggja og lyfta þeim upp fyrir ljáinn þannig að sópvinda nái að ýta þeim inn á skurðarborðið. Nýjar vélar eru venjulega afgreiddar með eina axlyftu á hvert "fet" vinnslubreidd- ar (4. til 5. hvem fingur), en við erfiðar aðstæður getur þurft að nota fleiri axlyftur (2. til 3. hvern fingur). Með axlyftum og rétt stilltri sópvindu á að vera hægt að skera liggjandi akur án þess að korntap verði verulegt. Fyrir kem- ur að axlyfturnar taki upp jarðveg og steina en með réttri notkun á þó ekki að vera hætta á því og þess vegna í lagi að hafa þær alltaf á vél- inni. Ekki er ráðlagt að hafa ax- lyftu nær enda en á þriðja eða fjórða fingri, annars er hætta á að uppskeran safnist þar fyrir. Sópvinda Hlutverk sópvindu er að stýra uppskerunni mjúklega inn á skurð- arborðið, oftast þannig að öxin komi FREYR 2/99 - 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.