Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 16

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 16
* að ná góðri uppskeru að meðaltali. Til þess þarf ekki eins mikla og nákvæma áburðargjöf * að auka gæði uppskeru hvað varðar orkuinnihald, prótein og steinefni * að stuðla að góðu eða bættu heilsufari bútjár. Áburðarefnin sjálf mega ekki valda sjúkdómum. Þess í stað eiga þau að stuðla að jöfnuði helstu steinefna og steinefni (snefil- efni) sem vantar í jarðveg eru borin á * að viðhalda frjósemi jarðvegs (ræktunarland) * að bæta frjósemi jarðvegs (uppgræðsla, nýrækt). Áburðarnotkun á Islandi miðast að jafnaði við það að ná góðri uppskeru af túnurn. Ef ekki er fullt tillit tekið til húsdýraáburðar í áburðaráætlunum getur áburðar- notkun orðið rífleg. Þá er einnig hætta á því þar sem of mikið kalí er borið á að hlutfall þess í fóðri verði of hátt rniðað við kalsíum og magnesíum. Hér er ekki ætlunin að fara ítarlega út í notkun áburðar á íslandi eins og hún hefur þróast undanfarna áratugi, heldur líta nánar á jarðvegsefnagreiningar og hvernig megi nota þær til að meta áburðarþörf. Jarðvegsefna- greiningar í þjónustuefnagreiningum fyrir bændur eru kalí (K) og fosfór (P) alltaf mæld auk sýrustigs, og stundum einnig magnesíum (Mg), kalsíum (Ca) og natríum (Na). Á undanfömum árum hefur oft heyrst, að það sé lítið að marka þessar jarðvegsefnagreiningar, eða orðað á fræðilegri hátt að það sé erfitt að nota niðurstöður jarðvegsefna- greininga til að meta áburðarþörf. Til að átta sig á þessari gagnrýni og á möguleikum og takmörkunum jarðvegsefnagreininga er rétt að brjóta þetta mál nokkuð til mergjar. Það er engin aðferð til sem getur nákvæmlega greint það magn næringarefna, sem plöntur geta nýtt sér yfir vaxtartímann. Allar þessar aðferðir eru því nálganir, en ástæður fyrir því að ekki er hægt að greina þetta magn nákvæmlega eru margþættar: * Dreifing næringarefna í jarð- vegi breytist með árunum eins og niðurstöður greininga á jarðvegi út tilraun 299-70 á Hvanneyri sýna (1. og 2. mynd). Rífleg notkun fosfóráburðar leiðir til þess að auðleystur fosfór safnast fyrir í efstu 5 sm jarðvegsins, en einungis sáralítið þar fyrir neðan. Magn leysanlegs kalís hefur einnig aukist, mest í efstu 5 sm jarðvegsins en einnig verulega niður í 10-15 sm dýpt og væntanlega niður á enn meiri dýpt en sýni voru ekki tekin úr dýpri lögum. Sýni til leið- beininga um áburðarnotkun eru tekin úr efstu 5 sm jarðvegsins og gera má ráð fyrir að þau nái allvel til alls aðgengilegs fosfórs. Eftir margra ára áburðargjöf getur nýtan- legt og aðgengilegt kalí einnig verið fyrir hendi á meiri dýpt. Þó ber að hafa í huga að upptaka og umsetning næringarefna er ætíð mest alveg efst í jarðveginum. * Hluti næringarefnanna losnar yfir vaxtartímann við veðrun stein- efna og rotnun lífrænna efna. Þetta á sérstaklega við um fosfór þar sem mjög mikið er bundið í lífrænum efnum. Það á að sjálfsögðu einnig við um köfnunarefni, en um það verður fjallað í annarri grein. * Ymsir jarðvegseiginleikar, svo sem kornastærð, sýrustig, nær- ingarefnabúskapur, loftun, raki og rótardýpt hafa mikil áhrif á það hvernig rætur þrífast í jarðvegi og ná til næringarefnanna. * Veðurfar er einn mikilvægasti vaxtarþátturinn, en það er mjög breytilegt frá ári til árs sem kunnugt er. Aðferðir við greiningar á nýtan- legum næringarefnum eru margar. Jarðvegurinn er skolaður með veikri sýru eða saltupplausn til að ná skiptanlegum jónum og auðleystum samböndum í lausn og síðan er það sem er í lausninni mælt. Hér er verið að nálgast það sem plöntur geta tekið upp yfir vaxtartímann. Það er mikilvægt að það sem mælist sé í einhverju hlutfalli við það magn sem plöntur taka upp eða við heildaruppskeru. Hér á landi er jarðvegur efna- greindur á tveimur stöðum, á Rannsóknastofnun landbúnaðarins Keldnaholti (RALA) og hjá Bændaskólanum á Hvanneyri. Á RALA er kalí greint í skoli með veikri ediksýru, en fosfór í skoli P-AL ~ P-Olsen x 2,3 P-Olsen = P-AL x 0,43 í súrum ísl. jarðvegi [2] P-AL - P-DLx 1,4 P-DL = P-AL x 0,71 í Þýskalandi [10, 11] K-AL = K-ediksýra x 1,03 K-ediksýra = K-AL x 0,97 í ísl. jarðvegi [2] K-AL = K-DLx 1,3 K-DL = K-AL x 0,77 í Þýskalandi [10, 11] Tafla 1. Stuðlar til að umreikna P- og K-tölur í jarðvegi. Þessir stuðlar eru nálganir og ekki nákvœmir. Til að umreikninga milli íslensku aðferðanna eru til aðhvaifslíkingar [2]. Sjá texta og tilvitnanir til útskyringa á aðferðum. 16- FREYR2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.