Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 8

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 8
Samþykkt Fagráðs í lífrænum búskap um áherslusvið og forgangsröðun tilrauna og rannsókna A4. fundi Fagráðs í lífræn- um búskap 27. nóvember 1998 var gerð eftirfarandi samþykkt uni helstu áhersiusvið tilrauna og rannsókna í þágu lífræns landbúnaðar og þeim for- gangsraðað í Ijósi hérlendra aðstæðna. Tekið skal fram að öll þessi svið eru veigamikil. Forgangsröðun í flokka A) B) og C) er fyrst og fremst hugsuð sem leiðbeining um áherslur, bæði fyrir þá sem vinna að athugunum, könnunum, tilraunum og rannsóknum sem varða lífrænan búskap með einum eða öðrum hætti, og fyrir þá sem annast veit- ingu fjármuna úr sjóðum til slíkra verkefna. Fagráð í lífrænum bú- skap er ætíð reiðubúið að gera nánari grein fyrir samþykkt þessari og vera einstaklingum, faghópum og stofnunum til ráðuneytis um efni sem hana varðar. Samþykktin skiptist í skrá yfir áherslusvið sam- kvæmt forgangsröðun og greinar- gerð um þau svið. Áherslusvið A-flokkur 1) Lífrænn áburður, búfjár- áburður o.fl., hráefni til áburðar- eða safnhaugagerðar, hvernig og á hvaða árstímum á að nota áburðinn þannig að hann nýtist sem best. Tekur til allrar lífrænnar ræktunar. 2) Belgjurtarækt fyrir tún, beiti- lönd, akurlendi og garðyrkju úti sem inni, þar með sáðskipti. 3) Endurræktun túna, þar með jarðvinnsla, áburðarnotkun, sáð- skipti, belgjurtir o.tl. B-flokkur 1) Hagrænar rannsóknir, bæði hagkvæmni búrekstrar á lífrænum býlum og markaðsmál sem snerta lífrænt vottaðar afurðir. 2) Fræðsla og upplýsingar, bæði til framleiðenda og neytenda, þar með aðferðir og tækni við miðlun. C-flokkur 1) Nýting engja, einkum tækni við öflun heyja á votlendi. 2) Barátta gegn illgresi og sjúk- dómurn í nytjajurtum, bæði í inni- og útiræktun. 3) Sjúkdómavarnir og heilsu- vernd búfjár, notkun óhefð- bundinna lyfja o.fl. 4) Húsakostur á lífrænum býlum, einkum varðandi gripahús, húsa- gerð, innréttingar o.fl. Greinargerð Fagráð í lífrænum búskap hefur ákveðið að skipta áherslusviðum rannsókna í þrjá aðalflokka og undirflokka þeirra. Þessi skipting í aðalflokka er mikilvæg að mati fag- ráðs þar sem ekki er endilega um sömu aðila að ræða sem munu fást við rannsóknir á og vinna að lausnum þessara viðfangsefna. Aðalflokkarnir skiptast í A) áburðartengd viðfangsefni og endurræktun, B) hagrænar rann- sóknir og fræðslu og loks C) nýtingu engja, vandamál á borð við illgresi, sjúkdómavarnir og húsa- kost. A) Aburðartengd viðfangsefni og endurrœktun Aukin þekking á þessu sviði er undirstaða áframhalds og fram- þróunar lífrænnar ræktunar hér- lendis og eru brýn viðfangsefni geysilega mörg. Síðastliðin ár hafa rannsóknir á búfjáráburði legið að mestu niðri vegna þess að auðleyst áburðarsölt hafa komið að verulegu leyti í stað annars áburðar og bú- fjáráburðurinn er ekki sá megin áburður býlisins sem áður var. I lífrænni ræktun er þessu ekki svo farið. Búfjáráburður fellur til á flestum venjulegum býlum og hann er því nærtækastur fyrir lífræna bændur. 1. Það er mikil nauðsyn að efla þekkingu okkar á notkun búfjárá- burðar. Þótt finna megi mikið rannsóknarefni um búfjáráburð frá fyrri tíð, þá er enn langt í land með að við getum svarað að fullu spurningum sem alltaf koma upp vai'ðandi notkun hans. Þetta á t.d. við um efnainnihald, meðferð, notkun, tíma sem borið er á, lang- tímaáhrif, uppsöfnun lífrænna efna í jarðvegi vegna búfjáráburðar- notkunarinnar og áhrif þeirra á jarðveginn (óbein áhrif). Einnig er mikill skortur á upplýsingum um geymsluaðferðir, dreifingartækni og dreifingartíma. Sá búfjáráburður sem fellur til á hverju býli dugar ekki til að full- nægja áburðarþörfum þess. Af þessum sökum er mikilvægt að kortleggja uppsprettur óhefð- bundinna áburðarefna. Mikið fellur til af hráefni víða um land sem hefur mikið áburðargildi. Telja má upp matvælavinnslu (fiskiðnað, sláturhús), heimili og sveitarfélög svo að eitthvað sé nefnt. Fagráð telur ástæðu til að taka saman yfirlit urn um hvers konar hráefni er að ræða og skoða hver þeirra koma helst til greina sem lífrænn áburður. Kortleggja þarf hvar þau er helst að finna á 8- FREYR 2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.