Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 18

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 18
ekki verið fylgt, það hefur meira verið borið á en mælt var með og fosfór hefur safnast fyrir í þýskum jarðvegi eins og í íslensku ræktunarlandi. A seinustu árum er meiri áhersla lögð á að ekki sé meira borið á en þörf krefur. Borið saman við hinar eldri íslensku viðmiðanirnar eru þær upphaflegu þýsku lágar, en í ótrúlega góðu samræmi við nýjustu viðmiðanir Jóhannesar Sigvaldasonar [5]. í nýrækt (venjulega lágar eða mjög lágar P-tölur) er mælt með mjög mikilli fosfórgjöf til að byggja upp forða af frekar aðgengilegum fosfór. Tilraunir frá nýræktar- tímabilinu [7,8] sýndu mikla uppskeruaukningu við aukinn fosfór, en það skýrir að hluta að mælt er með mikilli fosfórgjöf. Eftir nokkurra ára eða áratuga ræktun eru fosfórtölur í jarðvegi oft milli 10 og 30 mg/lOOg og þar yfir og þá er spurning hvort 15 - 30 kg af fosfóráburði á hektara séu nauð- synlegur eða réttlætanlegur frá hagkvæmnis og umhverfissjónar- miðum. Kalíum (K) í Þýskalandi fer kalíábuðargjöf eftir því hvernig landið er [1,6]. Það er mikið tillit tekið til magns leirs og lífrænna efna í jarðvegi, en hér er þetta sett fram í mjög einfaldaðri mynd (3. tafla). Fyrir sandjörð með mikið af lífrænum efnum og móajörð með lágt leirmagn og lítið af lífrænum efnum. Grunnáburður (100 kg/ha) er ráðlagður ef K-talan er u.þ.b. 0,3 - 0,4 mj/lOOg en það samsvarar um það bil 11 - 15 mg/lOOg. Síðan er mælt með mikilli viðbót þegar kalítölurnar lækka enn meira en jafnframt að það sé dregið mjög ört úr kalíáburði þegar kalítölurnar hækka þannig að þegar þær eru komnar yfir 0,55 mj/lOOg (21 mg/lOOg) er ekki mælt með að kalí sé borið á. I upphaflegu við- miðunum [6] var mælt með grunnáburði þegar K-tölurnar voru milli 0,2 og 0,4 mj/lOOg. Það er athyglisvert að kalíáburður og ráðleggingar um notkun kalís á Islandi eru hóflegri en það sem mælt væri með samkvæmt þýskum viðmiðunum fyrir lágar K-tölur og það þrátt fyrir að kalíforði í jarðvegi sé oft sáralítill [13]. Hins vegar er mun meiri kalíáburður ráðlagður þegar K-tölurnar hækka en ráðlagt væri samkvæmt þýsku viðmiðunum. Kalí binst ekki í íslenskum jarðvegi og nýtist áburður því væntanlega vel. Við áburðaráætlanir ber að hafa í huga að of mikið nýtanlegt kalí í jarðvegi dregur úr upptöku á öðrum steinefnum (Ca, Mg) þannig að svo kann að virðast að þessi efni skorti. Of mikið kalí í fóðri dregur úr upptöku sömu steinefna í skepnum, sem getur haft alvarleg áhrif á heilsufar þeirra. Umræður Það má spyrja hvor það sé mögulegt eða skynsamlegt að taka viðmiðanir jarðvegsefnagreininga annars lands og færa þær beint yfir á íslenskar aðstæður. Það er margt sem bendir til að slíkt geti ekki gengið: * Þýsku viðmiðanirnar eru fyrst og fremst þróaðar fyrir akuryrkju, þótt þær séu líka notaðar fyrir graslendi. A akurlendi dreifast næringarefnin nokkuð jafnt í plægða laginu ca. 20 sm. í gömlum íslenskum túnum er dreifing næringarefna ekki jöfn (1. og 2. mynd) og má gera ráð fyrir að það fari nokkuð eftir jarðvegi (móajörð, mýrajörð eða sandjörð) hvernig dreifingin er. * I Þýskalandi er miðað við góðan jarðveg og hagstæðar aðstæður. Þar sem jörð er köld eða blaut og loftlítil er losun næringarefna hægari og það getur þurft að leiðrétta áburðarskammta í samræmi við það. Það er spuming hvaða áhrif þetta hefur á mat á áburðarþörf á Islandi. * Utan Islands er venjulega gert ráð fyrir steinefnajarðvegi með 0-5 £ 10 fc 5-10 Q 10-15 0 10 20 30 40 50 Leysanlegt kalí kg/ha Taflci 3 Kalí í tilraun 299-70 á Hvanneyri. Meðaltal reita með (100 kg K/ha) og án (0 kg K/ha) kalí áburðar [12] eftir 18 ára meðferð. Annar áburður 0 og 100 kg N og 30 kg P/ha. AL-aðferð, sjá texta. Kalí 18- FREYR 2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.