Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 20

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 20
þá hvaða áhrif það hefur á uppskerumagn, kalí í uppskem og fóðri, og síðan á hvem hátt það hefur áhrif á áburðarþörf. Magnús Óskarsson [8] hefúr bent á að líparít í jarðvegi hefur áhrif á kalímagn í grasi. Það má ætla að hluta af því óöryggi sem ríkir um túlkun á niðurstöðum á K-tölum í jarðvegi megi rekja til ákveðinna jarðvegseiginleika sem ekki hafa verið athugaðir sem skyldi. Má þar t.d. nefna komastærðardreif- ingu, magn kalís undir 5 sm dýpt og magn veðranlegs forða. Molar Appelsínurnar frusu Ávaxtaræktendur í Kaliforníu urðu fyrir miklu áfalli um síðustu jól en þá fór hiti langt undir frostmark víða um ríkið. Afleiðingin varð sú að á bilinu helmingur og til tveggja þriðju hluta af sítrusávöxtum í ríkinu, sem náð höfðu þroska og biðu uppskeru, eyðilögðust. Tap framleiðenda einna er gífurlega mikið, eða sem svarar 40-50 milljörðum króna. (Bondebladel nr. 2/'99). Coca Cola hefur áhrif á mjólkurverð í Svíþjóð í söluherferð Coca Cola í Svíþjóð á sl. hausti lækkaði fyrirtækið verð á framleiðslu- vörum sínum um 30%. Sam- kvæmt upplýsingum sem sænska búnaðarblaðið Land, málgagn bændasamtakanna þar í landi, aflaði sér, leiddi það til þess mjólkurfyrirtækið Norr- mejerier lækkaði grunnverð sitt á mjólk um 5 aura sænska, niður í s.kr. 2,93. Árið 1998 dróst mjólkursala fyrirtækisins saman um 2,7% miðað við árið á undan og að sama skapi jókst þurrmjólkurframleiðsla, sem gefur minna tekjur. (Bondebladet nr. 2/'99). Lokaorð Búseta og landnýting hefur frá aldaöðli haft ótrúlega mikil áhrif á jarðveg og efnabúskap hans. Á seinustu áratugum hefur ræktun og þar með talin notkun tilbúins áburðar lagt sitt af mörkum og það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hver þessi áhrif eru og einnig hvort ástæða sé til að endurskoða þann grunn sem unnið hefur verið eftir. Ennfremur þarf að taka tillit til breyttra aðstæðna. Á nýræktar- skeiðinu og hinu mikla uppgangs- skeiði í landbúnaði var e.t.v. eðli- legt að bera ríflega á til að tryggja hámarks uppskeru. Nú þarf hins- vegar að hyggja vel að öllum útgjaldaliðum og leitast við að ná sem bestri nýtingu efna og orku. Eitt af þessum verkefnum er að líta mjög nákvæmlega á ferli næringar- efna á búum, nýtingu þeirra og notkun tilbúins áburðar. Grundvöllur fyrir túlkun á jarðvegsefnagreiningum er fyrst og fremst úttekt á niðurstöðum til- rauna og reynsla bænda. Hér hefur verið bent á nokkur atriði sem benda eindregið til þess að brýn þörf sé á að taka meira tillit til jarð- vegsefnagreininga við áburðar- áætlanir. Nýræktarskeiðið er liðið og það er reyndar löngu vitað að t.d. uppbygging á fosfór í jarðvegi tekur ekki nema nokkur ár og að uppskeruauka fyrir umfram fosfór er ekki að vænta nema undir ákveðnum kringumstæðumn [5]. Markviss nýting næringarefna næst einungis þar sem mikil og staðgóð þekking er fyrir hendi. Það er spurning að hve miklu leyti taka beri tillit til losunar efna í jarðvegi og efnajafnaðar á túnum eða á búum í heild til að ná sem bestri nýtingu næringarefnanna og sem minnstu tapi. Um þetta atriði verður fjallað síðar. Heimildir 1. Finck, Amold, 1992. Diinger und Diingung. Grundlagen und Anleitung zur Diingung der Kulturpflanzen. VCH Verlagsgesellschaft, Weinheim BRD. 488 bls 2. Friðrik Pálmason og Bjarni Helgason, 1990. Samanburður á aðferðum við greiningu á nýtanlegum fosfór og kalí í jarðvegi. Búvísindi 3: 3- 11. 3. Friðrik Pálmason, Ríkharð Brynjólfsson og Árni Snæbjörnsson, 1983. Tilraunir með fosfór og kalíáburð á tún í Borgarfjarðarhéraði. Fjölrit Bændaskólans á Hvanneyri. 32 bls. 4. Hólmgeir Björnsson 1978. Analysis of Responses to long-term P - fertilizer Application when the Errors are Autoregressive. ísl. landbún. 10: 22- 33. 5. Jóhannes Sigvaldason, 1996. Um jarðvegsefnagreiningar. Hvernig þær eru gerðar og hvaða gagn er að þeim? Fjölrit BRT 19, 22 bls. 6. Köster, W. 1991. Nahrstoffeintrage in landwirtschaftlich genutzten Böden und zukúnftiger Bedarf an N-, P- und K- Mineraldúnger bei ordnungs- gemáBer Landbewirtschaftung. I Bachmann, D. o.fl. (Utgefendur) Bod- enschutz Band 2, Erich Sch Schmidt Verlag, Berlin, bls.1-23. 7. Magnús Oskarsson, 1969. Vaxandi skammtar af fosfóráburði á nýræktað tún. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1969, bls. 7-30. 8. Magnús Óskarsson, 1998. Dreifðar áburðar- og kalktilraunir á Vesturlandi. Rit Búvísindadeildar 12, 108 bls. 9. Rfkharð Brynjólfsson, 1990. Áburðartilraunir í Dalasýslu. Búvísindi 4. 77-85. 10. Scheffer/Schachtschabel, 1992. Lehrbuch der Bodenkunde. 13. Auf- lage. Ferdinand Enke Verlag, Stutt- gart. 11. Schlichting, E. o.fl., 1995. Bodenkundliches Praktikum 2. útgáfa. Blackwell Wissenschafts-Verlag, Berlin 12. Þorsteinn Guðmundsson 1988. Dreifing næringarefna í jarðvegi - Tilraun 299-70. Tilraunaskýrsla Bændaskólans á Hvanneyri, Fjölrit 59, 54-55. 13. Þorsteinn Guðmundsson 1998. Næringarefni í jarðvegi. - I Binding, ferli og forði. Freyr 94-9, 20-23. Landbúnaður í ESB veldur miklum skaða á umhverfinu 20- FREYR 2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.