Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 35

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 35
Oftar en ekki voru vagnarnir heimasmíðaðir. Það var ekki fyrr en 1965 að farið var að aka hey- hleðsluvögnum um íslensk tún. Gullöld þeirra var 1970-1990 og þeir eru enn á markaði. Um svipað leyti jókst innflutningur á heybindivélum, sem mikið voru notaðar 1970-1990. Þær fást raunar enn og eru notaðar þegar binda á hey sem flytja á um langan veg, t.d. við sölu. Síðasta stórbyltingin í heyvinnunni á Islandi er notkun rúllubindivélanna, sem fóru að flytjast til landsins upp úr 1980, en sala þeirra jókst mikið eftir 1986. Nú mun meira en helmingi heyfengs bænda vera rúllað í bagga og pakkað í plast með rúllupökkunar- vélum. Til að ráða við rúllubagga er algengt að dráttarvélar séu nú 70-90 hestöfl og meira en 4 tonn að þyngd. Hjólin undir þeim eru 24-30 tommur á breidd. Um 1960 fóru margir bændur að óttast að vélvæðing heyskapar leiddi til að dráttarvélar, nýju hey- vinnuvélamar og þungir dreifarar fyrir búfjáráburð skemmdu jarðveg og gróður á túnum. Það var að tillögu þessara bænda að farið var að gera tilraunir á Hvanneyri með áhrif heyvinnuvéla á uppskeru og gróður á túnum á árunum 1964- 1972. Nú aldarfjórðungi síðar eru að hluta til sams konar heyvinnu- véla enn í notkun, þó að nýju tækin séu þó yfirleitt þungbyggðari. Ný tækni, svo sem rúllubaggavélar, hafa krafist þyngri og aflmeiri dráttarvéla við heyskapinn. Allar tilraunirnar, sem hér er fjallað um, voru gerðar á Hvanneyri á túnum við Bárustaðavatn. Það kann að skekkja niðurstöðurnar að sumar vélamar rifu upp svörðinn, einkum ef þeim var beitt harkalega og torfusneplar mældust sem uppskera. Þetta gerðist ekki þegar uppskeran var rökuð saman með hrífum. Þessi skekkja hefur þó varla verið mjög mikil. Áhrif múgavéla á uppskeru túna. Tilraun nr. 153-64. Hjólmúgavélar voru fyrst reyndar hjá Verkfæranefnd ríkisins á Hvanneyri árið 1958 (Ólafur Guð- mundsson, 1961), en þá veittu bændur þeint ekki mikla athygli. Eftir að þær voru endurbættar var þeim tekið tveim höndum vegna þess að þær reyndust raka mun hreinna en kambmúgavélarnar sem áður voru notaðar. Hjólmúga- vélarnar voru einnig einfaldari og ódýrari. Tilraun nr. 153-64 var gerð á landi, sem ræst var fram árið 1960, kýft árið 1961 og tætt og sáð í það árið 1963. Sáð var 20 kg/ha af A- blöndu SIS, en í henni var 50% vallarfoxgras (Engmo), 30% tún- vingull og 20% vallarsveifgras. Notaðar vora Heuma og Vicon- Lely Acrobat hjólmúgavélar. Hvor tilraunameðferð var endurtekin á fjórum reitum. Niðurstöðumar má sjá í töflu 1. Meiri uppskera var þar sem rakað var með hrífu upp á gamla móðinn. Það er ekki auðvelt að átta sig á því hvort það var þungi á dráttarvélinni eða skemmdir á gróðri af völdum múgavélanna sem ollu uppskeru- rýrnun. Arið 1969 var gerð gróður- athugun með oddamælingu á til- rauninni. I töflu 2 má sjá niður- stöður þeirrar athugunar. Notkun hjólmúgavélanna virðist hafa orðið til þess að ógrónum blettum í túninu fjölgaði. Um niðurstöðu þessarar tilraunar skrifuðu Óttar Geirsson og Magnús Óskarsson (1968): „Múgavélin virðist fara einna verst með vallarfoxgrasið, enda hefur það hnúð þrútinn af forðanæringu ofanjarðar, sem harkaleg meðferð getur auð- veldlega skemmt. Hluti af upp- skerumuninum getur stafað af því að dráttarvélin, sem rakað er með, þjappar jarðveginum saman.“ Áhrif heyvinnuvéla á uppskeru túna. Tilraun nr. 237-68. Tilraunin var gerð á vel þurra mýrartúni, sem unnið var 1967 og sáð í árið eftir 25 kg/ha af A-blöndu SIS. Hver meðferð var endurtekin á 25 20 3 «o 3 C </> o E a> </> <o c 4-* c ro a Íö :0 iT 15 -■ 10 -■ 5 -■ □ Rakað með 6 kg þunga ■ Rakað með 18 kg þunga Ekki beitt Beitt Ahrif heyvinnuvéla á uppskeru túna. Fjölda plantna sem rifnuðu upp úr grassverðinum á 1 m2. FREYR 2/99 - 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.