Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 38

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 38
Tafla 6. Upptekið köfnunarefni eftir notkun á sláttuþyrlu, sláttutætara eða sláttuþyrlu, tilraun nr. 154-64. Meðaltal 4 ára, 1964-1967. Upptekið N, Upptekið N kg/ha % fbornu a. Slegið nærri með greiðusláttuvél 124 103 b. Slegið fjarri með greiðusláttuvél ll7 98 c. Slegið nærri með sláttutætara ll5 96 d. Slegið tjarri með sláttutætara M4 95 Tafla 7. Áhrif legu heyflekkja á túni í mislangan tíma 1969-1972. Hey, hkg/ha Meðaltal 1972 1969-1972 a. Grasið hirt strax eftir slátt 78,3 54,7 b. Heyið lá í 2 daga á túninu 81,3 54,8 c. Heyið lá í 10 daga á túninu 85,0 54,8 d. Heyið lá í 30 daga á túninu 91,3 58,6 ingarinnar hefur dregið úr því að heyflekkir liggi dögum eða jafnvel vikum saman flatir á túnum. Niðurstöður úr tilraun nr. 235-69 geta bent til að við ákveðnar aðstæður, þ.e. mikið úrfelli, geti næringarefni skolast úr heyinu og nýst plöntunum næsta ár. Efnin sem eru líklegust til að skolast út eru kalí, magnesíum og köfnunarefni. Örurn tæknibreytingum á hey- verkun hefði þurft að fylgja eftir með ítarlegri rannsóknum á því hvað áhrif vinnsluaðferðir og þungi véla og verkfæra hefðu á uppskeru túna. I framtíðinni þarf að fylgjast með áhrifúm nýrrar tækni á túnin. Heimildir: Árni G. Eylands, 1950: Búvélar og ræktun. Menningarsjóður, 476 bls. Ólafur Guðmundsson, 1961: Prófun véla og verkfæra. Handbók bænda 11: 212-218. Ólafur Guðmundsson, 1974: Stjörnu- múgavélar. Handbók bænda 24 : 321- 325. Óttar Geirsson og Magnús Óskarsson, 1968: Frá Tilraunastöðinni á Hvanneyri. Handbók bænda 18: 202-209. Kreppa í bandarískum landbúnaði Bandarískir bændur takast nú á við lægsta verð á afurðum sínum sem þeir hafa upplifað alla búskapartíð sína. Gildir það um flestar afurðir þeirra. Nokkurdæmi: Verð fyrir sláturgrís er hið lægsta í 46 ár, eða um 1.250 kr. fyrir grísinn. Fyrir ári fengust hins vegar um kr. 8.200 fyrir grísinn. Verð á maís um nýliðin áramót var um 5.500 kr. á tonnið en var um 3.000 kr. hærra ári áður, og er nú hið lægsta á annan áratug. Tap var á framleiðslu nautakjöts annað árið í röð. Meðalverð á hveiti er um 7.800 kr. á tonn, sem er 1.500 kr. lægra en í janúar 1998 sem þá þegar var afar lágt. Sojabaunir fara á 15.000 kr. tonnið sem er 7.500 kr. lægra verð en árið 1997 og 3.700 kr. lægra en í janúar 1998. Verð á baðmull er einnig lágt. Mjólkurverðið er nánast eina Ijósglætan, en aukin eftirspum eftir smjöri og osturn hefur lyft grunnverði á rnjólk þannig að það hefur slegið nýtt met. Ekki óvænt Segja má að það sem hér hefur verið rakið hafi ekki komið alveg á óvart. Metuppskera af sojabaunum, næstum metuppskera af hveiti, næstmesta uppskera af maís fyrr og síðar og metframleiðsla á svínakjöti hlaut að leiða til þess að verð á búvömm fór í algjört lágmark. Áföll sem útflutningur búvara varð fyrir á sarna tíma gerðu ástandið enn verra. Þar ber hæst efnahagskreppuna í austanverðri Asíu en einnig aukin samkeppni frá m.a. Kanada og Ástralíu og ESB á hveitimarkaðnum, frá Kína á maísmarkaðnum og frá Suður-Ameríku á sojamarkaðnum. Áframhaldandi erfiðleikar Erfiðleikar bandarískra bænda rnunu halda áfram á þessu ári. Ástandið á svínakjötsmarkaðnum leiðir til þess að slátmn mun aukast framan af árinu. Það þrýstir enn niður verðinu, og í kjölfar þess mun einnig lækka verð á samkeppnisvörum, svo sem nauta- og fuglakjöti. Þetta þrýstir jafnframt niður verði á maís í Bandaríkjunum, þar sem um 60% af maís sem ræktaður er þar í landi fer til fóðrunar innlands. Samdráttur í búfjárrækt leiðir þannig til þess að auka enn á birgðir maíss sem em miklar fyrir. Hið sarna á við um sojamjöl. Sarnt búast fáir við því að kom- og sojabaunaræktendur muni hvíla teljandi hluta af ökmrn sínum. 38- FREYR 2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.