Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 39

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 39
Landbúnaður í ESB Hin mikla notkun aðfanga í landbúnaði í löndum ESB leiðir til margvíslegs skaða á umhvertinu. Þess vegna er brýnt að breyta styrkjakedi Iandbúnað- arins í ESB í grundvallaratriðum. Þetta er niðurstaða skýrslu sem nýlega var lögð fram í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Við viljum að framlögin skili okkur betra umhverfi, er haft eftir Ritt Bjenegaard, stjómanda umhverfis- mála innan ESB. Hún, ásamt Franz Fischler, landbúnaðarstjóra samband- sins, kynntu skýrsluna. Embættismannanefnd ESB leggur til að stuðningur við landbúnað innan sambandsins gangi beint til hvers bónda, en verði ekki greiddur út á framleiðsluna. I stað stefnu sem verð- launar stórrekstrur og hefur leitt til mikils skaða á umhverfinu, eigum við að halda á lofti verðmætum náttúrunnar og umhverfisvænum landbúnaði, segir Ritt Bjerregaard. Skaddað land I áðurnefndri skýrslu lýsir em- bættismannanefnd ESB því í fyrsta sinn hvernig sá búrekstur sem kenndur hefur verið við verksmiðju- búskap veldur skaða á umhverfinu. Óeðlilega hátt verð á búvörum hefur ýtt undir bændur að auka notkun jurt- arvamarefna, áburðar og annarra vaxtaraukandi efna til að ná sem mestri framleiðslu. Afleiðingin hefur orðið að jarðvegur og grunnvatn hef- ur spillst. Nú er svo komið að í 87% af ræktunarlandi í löndum ESB er inni- hald óæskilegra efna meira en reglur segja til um. A.m.k. 157 milljón hektarar af ræktunarlandi eru að spillast vegna þess að reynt er að pína það til að gefa sem mesta uppskeru. Þetta á einkum við um Miðjarðar- hafslöndin. Við emm neydd til að skilgreina upp á nýtt samband landbúnaðar og umhverfis, segir Franz Fischler. Þetta útspil Bjerregaards og Fischlers kemur á þeim tíma þegar lokahrina í stefnumótun ESB í land- búnaðarmálum sendur yfir, en niður- staða hennar á að liggja fyrir í mars á þessu ári. Gerð verður krafa um að tekið verði tillit til tillagna Embættismanna- nefndar ESB í umhverfismálum þegar landbúnaðarstefnan verður ákveðin. Ef það verður ekki gert mun krafa hinna pólitísku þjóðarleiðtoga um að umhverfismál eigi að vera þáttur í stefnu ESB í landbúnaðarmálum hljóma sem innantóm glamuryrði, segir Ritt Bjerregaard. Skiptar skoðanir Margir áhrifamiklir stjórnmála- menn og framámenn í landbúnaði innan ESB eru tortryggnir á umtalsverðar breytingar á land- búnaðarstefnunni. Þeir óttast að þær leiði til þess að margar jarðir leggist í eyði og að verksmiðjubúskapur muni mæta auknum andbyr. Miklir hags- munir eru þannig í húfi. Talsmenn lífræns og vistvæns land- búnaðar gagnrýna einnig tillögumar og telja þær útvatnaðar og án nokkuna skuldbindinga. (Bondebladet nr. 5/1999) Ritt Bjerregaard, stjórnandi umhvetfismála innan ESB. FREYR 2/99 - 39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.