Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 7

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 7
stuðnings. Það er lagt til í skýrslunni að sauðfjárbóndi með minna en 120 ærgildi njóti ekki beingreiðslna en sá, sem er með meiri en 120 ærgildi, haldi sínum beingreiðslum. Þama finnst mér bændum vera mismunað og ég efast um að þetta standist stjóm- arskrána. A sama tíma og þessar niðurstöður em birtar er verið að hvetja bændur til að fara út í lífræna framleiðslu, sem í mínum huga gerist ekki neina á litlum búum í fyrstunni. Hvað verður um þessa framleiðslu ef hún nýtur ekki beingreiðslna, á að leggja lífsafkomu þessara bænda í rúst með þessum tillögum og af hveiju á að ráðast á minnstu búin, búin sem em með minnstu skuld- imar? Mér finnst það líka skjóta skökku við í skýrslunni að bændur verði sviptir beingreiðslum eftir 70 ára aldur því að búskapur þeirra á lögbýlum er talinn sjálfstæður atvinnurekstur. Það tíðkast ekki í einkarekstri að eigendur megi ekki vinna eftir 70 ára. Það er mín skoðun að bændur eigi að fá að stunda búskap á meðan þeir treysta sér til að framfleyta sér af honum. Ég tel að ef þessar hugmyndir verði að vemleika, að fækka búunum svona mikið, þá geti það reynst þeim bændum, sem halda búskap áfram mjög erfitt með tilliti til smalamennsku og allrar félagsstarfsemi í sveitum," sagði Þórarinn um þetta mál. Ekki farið vestur eða austur á land Þegar blaðamaður fór að spyrja Þórarin um hvort hann hann hafi ferðast mikið um landið sagði hann: „Nei, það get ég ekki sagt, ég hef t.d. aldrei farið um Vesturland eða Austurland en ég hef þó komið á flest aðra staði á landinu. Við reynum að fara einu sinni í viku í útréttingar, annað hvort í Þorláks- höfn, Selfoss eða Hafnarfjörð. Það er ekkert sem lokar okkar af á bænum, nema ef vera skyldi ófærð, en okkur þykir samt best að halda okkur heima. Ég hef einu sinni farið til útlanda, til Þýskalands, en það er svo langt síðan að ég man ekki hvenær það var.“ í framhaldi af þessu var hann spurður um áhugamál sín. „Þau eru nú ekki mörg, en fyrst og fremst hefur það verið þátttaka í kórstarfi í gegnum árin. Það var stofnaður kirkjukór í Selvognum árið 1948, sem um 20 manns sungu í en aðalstarfið fór fram í Strandarkirkju því að eftir að Krísuvíkurvegur kom var messað á næstum hverjum einasta sunnudegi í kirkjunni. Eftir að íbúum sveitar- innar fækkaði lagðist kórstarfið af árið 1957. Þá fór ég að syngja með kirkjukór Þorlákshafnar, ásamt for- eldrum mínum. Þá var Ingimundur Guðjónsson frá Selfoss með kórinn og stýrði honum af miklum dugnaði. Um áramótin 1991-1992 ákvað ég að hætta í kórnum og hef ekki sungið síðan.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra Þórarinn fylgist mjög vel með því sem er efst á baugi í þjóðfélaginu hverju sinni, horfir á fréttir og les blöðin. En hvemig líst honum á það sem er að gerast? „Ég veit ekki hvað skal segja, en ég get ekki verið annað en ánægður með þann stöðugleika, sem ríkir um þessar mundir, verð- bólga er lítil sem engin og hagvöxtur góður. Ég hef alltaf stutt Fram- sóknarflokkinn. Mér líst ekkert á þetta sameiningarbrölt á vinstri væng stjómmálanna, held að það sé bara einhver loftbóla, sem springur.“ En er hann ánægður með þingmenn Suðurlands? „Já, það er ég, þeir vinna gott starf fyrir kjördæmið. Ég gæti vel hugsað mér að sjá Guðna Ágústsson næsta mann í stól land- búnaðarráðherra, hann er uppalinn í sveit og þekkir vel til þessara mála.“ Samvinna sveitarfélaga Nú er komið að því að ræða byggðaþróun og sameiningu sveitarfélaga. „Mér líst ekkert á þá byggðaþróun sem rekin er í landinu. Það er hreint ótrúlegt að á síðustu árum hafi um 12.000 manns flutt af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið. Ég hef heyrt að það kosti 3-5 milljónir króna að byggja upp þjónustu fyrir hvern nýjan íbúa á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar þessarar miklu fjölgunar. Ég hefði haldið að það væri nær að nota þessa peninga til að byggja upp þjónustu og atvinnulíf á lands- byggðinni. Ég gæti ekki hugsað mér að búa í Reykjavík, þar er of mikill ys og þys fyrir mig. Hvað varðar sameiningu sveitarfélaga þá er ég á móti henni, ég vill frekar að sveitarfélögin vinni meira saman. Mér finnst eins og þetta sam- einingartal sé meira tískufyrirbæri heldur en einhvern skynsemi. Það er líka hætta á því þegar þéttbýli og dreifbýli sameinast að það myndist togstreita á milli íbúanna. Ég sé ekki ástæðu til að Ölfus- hreppur sameinist neinu sveitar- félagi, þetta er mjög vel rekið sveitarfélag, sem getur starfað sjálfstætt." Enginn til að taka við búskapnum Nú þegar það er farið að líða að lokum viðtalsins er við hæfi að spyrja Þórarin um framtíðina, hvaða ætla þau hjón að gera næstu ár? "Það er alveg óráðið en það er þó nokkuð ljóst að það fer að styttast í að okkar búskaparferli ljúki enda erum við orðin það gömul og finnum að þreytan er farin að segja til sín. Við ætlum þó að reyna að halda búskapnum óbreyttum næstu 2-3 árin. Ég get ekki séð annað í stöðunni í dag en að jörðin fari í eyði eftir að við hættum, það er enginn til að taka við. Auðvitað er sárt að vita til þess að hér verði ekki búskapur lengur en það er lítið við því að segja", sagði Þórarinn að lokum. FREYR 2/99 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.