Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 19

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 19
rúmþyngd á bilinu 1,2 - 1,4 kg/1 sem samsvarar um 2500 tonnum jarðvegs á hektara í plægða laginu. A Islandi er rúmþyngdin mun minni í ræktuðu landi; oft 0,3 - 0,4 kg/1 í mýrajörð, 0,4 - 0,8 kg/1 í móajörð og um eða yfir 1,0 kg/1 í sandjörð. Þetta samsvarar 300 - 1000 tonnum af jarðvegi á hektara í 10 sm jarðvegslagi. Fleira mætti til telja sem gerir þennan beina samanburð óraun- hæfan, þó að það sé vissulega fróð- legt og oft gagnlegt að líta út fyrir garðshornið. Athyglisvert er að kanna niðurstöður úr íslenskum rannsóknum og athugunum seinni ára. Fosfór I athugunum á túnum í Borgar- firði á árunum 1978-1981 [3] fékkst svörun við minnsta skammti af fosfóráburði (15 kg/ha) þar sem P-tölurnar voru á bilinu 6 - 8, en ekki þar sem þær voru hærri. í Dalasýslu [9] fannst svörun við fosfóráburði þar sem P-AL tölumar voru undir 5 mg/lOOg, en ekki þar sem þær voru hærri. Þetta er í allgóðu samræmi við niðurstöður Jóhannesar Sigvaldasonar [5], en hann kemst að því að uppskeruauka fyrir fosfóráburð sé ekki að vænta þar sem P-AL tölurnar fara yfir 4 mg/kg. Þessu ber einnig saman við niðurstöður tilrauna á þýsku akur- lendi, en þar er uppskeruauki fyrir fosfórgjöf sáralítill þegar P-AL tölur í jarðvegi fara yfir 5 mgP/lOOg [10, bls. 255]. Þá er spuming hvort fosfórmagn í fóðri sé nægilegt og samkvæmt niður- stöðunum úr Borgarfirði og Dala- sýslu er því náð með lægsta áburðarskammtinum, 15 kgP/ha. Ef þessar hugleiðingar eru réttar má vissulega hafa mikil not af fosfórgreiningunum og væntanlega draga nokkuð úr notkun fosfór- áburðar. Jarðvegsefnagreiningar geta gefið upplýsingar um hvort fosfór skorti í jarðvegi, en þá þarf að bera ríflega á til að byggja upp fosfórforðann. Þar sem P-tölurnar (AL-aðferð) eru komnar upp í 4 - 6 ætti viðhaldsáburður (15 kg P/ha miðað við 60 hkg/ha uppskeru) að nægja. Það er reyndar löngu vitað að uppskeruauka er ekki endilega að vænta við stóra áburðar- skammta. Hólmgeir Bjömsson [4] fann í tilraun á Skriðuklaustri engan uppskeruauka fyrir fosfór- áburð umfram 13,1 kg/ha, en það var minnsti skammturinn í tilrauninni og í raun má segja að að fráskildum nýræktum hafi upp- skeruauki fyrir fosfóráburð umfram 15 kg/ha aldrei náðst. í samantekt á niðurstöðum áburðartilrauna á Vesturlandi kemur fram að uppskeruauki fyrir fosfóráburð var meiri fram til ársins 1965 en úr síðari tilraunum [8]. Leiða má líkur að því að yngri tilraunir hafi verið gerðar á eldri túnum þar sem fosfór hefur safnast fyrir. Það er spurning hvenær megi draga meira úr eða sleppa fosfóráburði. Þessari spurn- ingu verður ekki svarað að sinni vegna þess að niðurstöður úr tilraunum með litla skammta af fosfór liggja ekki fyrir. Samt geri ég ráð fyrir að það sé þegar fosfórtölurnar fara yfir 10 - 15 mg/lOOg, en þá þarf að fylgjast með að nægilegur fosfór sé í fóðri og einnig að fosfórmagn lækki ekki of mikið í jarðvegi. Kalí Það reynist afar erfitt að finna samband milli K - talna í jarðvegi og uppskerumagns, bæði í gras- ræktinni hér [5,9] og eins í korn- og annarri rækt í Þýskalandi [10]. 1 sumum tilfellum er lítil svörun við kalíáburði jafnvel þó að K - tölur séu lágar og í öðrum tilfellum fæst marktækur uppskeruauki við veru- lega kalígjöf jafnvel þó að K-tölur jarðvegs séu í meðallagi. Eins og fyrir fosfór þá er rétt að reyna að átta sig á hvað séu í raun lágar K - tölur. Samkvæmt þýskum við- miðunum teljast K - tölur lægri en 0,3 lágar (3. tafla). í eldri við- miðunum er miðað við 0,2. Víðar, t.d. í Hollandi, er miðað við mjög lágar tölur. Þetta eru mun lægri tölur en voru í fyrrnefndum athug- unum í Dalasýslu [9] og einnig lægri en K-tölumar sem Jóhannes Sigvaldason vitnar til [5]. Ef sú tilgáta að nýting á kalí í íslenskum jarðvegi sé mjög góð reynist rétt, og ef eitthvert mark má taka á þessum erlendu viðmiðunum, má færa viss rök fyrir því að ofan- greindar athuganir hafi verið gerðar á jarðvegi þar sem uppskeruauka fyrir kalíáburð var ekki endilega að vænta. Kalí binst ekki fast í íslenskum jai'ðvegi og nýting þess sem losnar virðist mjög góð þannig að ekki virðist þurfa að bera meira á en fjarlægt er með uppskeru. Að hve miklu leyti það getur verið skyn- samlegt að bera meira á en fjarlægt er þar sem K-tölur eru mjög lágar (undir 0,2 til 0,3 mj/lOOg) til að bæta frjósemi jarðvegsins er ekki hægt að svara út frá þeim niðurstöðum sem fyrir liggja. Spurningin er þá sú hversu mikið megi draga úr kalíáburði þegar K- tölur jarðvegsins hækka. Höfundi er ekki kunnugt um neinar íslenskar rannsóknir sem gefa ákveðið svar við þeirri spurningu, en það er ástæða til að ætla að þegar K-tölur ná 0,5 mj/lOOg megi oft draga verulega út kalíáburði. Ennfremur er brýn nauðsyn að kanna hvort kalíáburður á tún og garða með háum K-tölum geti valdið tjóni vegna rýrari uppskeru, of lítillar upptöku á kalsíum og magnesíum eða spilli heilsu búfjár. Greiningar á uppskeru sýna að þar sem mikið kalí er borið á er einnig mikið af því í fóðrinu jafnframt því sem það dregur úr magni annarra steinefna (kalsíum og magnesíum) [8]. Rík ástæða er til að athuga áhrif líparíts á kalfbúskap jarðvegs, sérstaklega þar sem mikið er af því og FREYR 2/99 - 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.