Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 24

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 24
Vægi kostnaðarliða við kornrækt Abuður 23% Þreskivél 13% Véter og tæki 14% \ Urrbúðir 10% Vima 19% 1. mynd. Hlutfallsleg skipting á kostnaði m.v. votverkun. þá ekki tekið tillit til þess hvaða aðferð er notuð til þurrkunar. * Geymslukostnaður er hlutdeild í kostnaði vegna hlöðu (þ.e. áætlað viðbótarrými); miðað er við stál- grindarhús með byggingarkostnað að fjárhæð 2.707 krónur m3, afskrift er 2% á ári og vaxtakostn- aður 5,5%. * Kostnaður við völsun á heima- verkuðu korni er miðaður við að valsað sé daglega og að afköst á valsi séu um 400 kg/klst. miðað við votverkað korn. * Reiknað er með að orkunotkun á valsara sé 8 kWh/t við völsun á votverkuðu korni, en 24 kWh/t við völsun á þurrkuðu korni. Hlutfallsleg skipting á kostnaði við kornrækt A 1. mynd er sýnd hlutfallsleg skipting á helstu kostnaðarliðum komræktarinnar (votverkun). Fram kemur að áburður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn, eða 23% alls kostnaðar. Eins og áður hefur komið fram er mjög mismunandi eftir jarðvegi hver áburðarþörfin er, þ.e. meiri áburð þarf eftir því sem jarðvegur er sendnari. Því er mikil- vægt að meta þann ávinning sem mismunandi jarðvegur gefur í upp- skerumagni og þroska í samhengi við kostnað vegna áburðar. Vinnu- liðurinn og kostnaður vegna sáð- koms eru þeir kostnaðarliðir sem koma þar á eftir, eða á bilinu 16% og 19%. Samanlagt eru þessir þrír liðir nær 60% alls kostnaðar vegna votverkaðs korns og því mikils um vert að leita leiða til þess að lágmarka þá. Samanburður á íslensku og innfluttu korni Forsenda þess að íslensk korn- rækt geti talist hagkvæm er að til- kostnaður við framleiðsluna sé lægri en sem nemur söluverði beinna samkeppnis- og stað- kvæmdarvara.6 I raun getur margs konar fóður komið [að hluta eða öllu leyti] í stað byggs, svo sem maís, hafrar, grænfóður, grasköggl- ar, fiskimjöl og ýmis konar fóður- blöndur. Algengast er að kúm sé gefin fóðurblanda sem kjarnfóður, en það getur verið samansett úr allt að tíu mismunandi efnum. Raun- hæfast er þó þegar meta á hag- kvæmni íslenskrar komræktar að bera kostnaðarverð á íslensku byggi sanran við inntlutt bygg og er sú aðferð notuð hér. Algeng fóður- blanda (MR-Orkublanda) er höfð með til samanburðar. Uppistaðan í henni er maís (70%) og bygg (10%). Maísinn er 9% dýrari í inn- kaupsverði en bygg. * Flutningskostnaður á fóðurbæti er samkv. verðlagsgrundvelli kúa- búa 1. mars 1998. * Að öðru leyti em forsendur samkvæmt því sem áður hefur komið fram. 4. tafla. Samanburður á verði íslensks og innflutts korns. Verðmyndun á 1 kg Innkv./ framl.kostn. "CÍf'a) Opinber gjöld Hráefnis- verð Flutnings- Álagning kostnaður Völsun og geymsla Söluverð/ kostn.verð án vsk Kjarnfóðurblanda 19,00 0,86 19,86 50% 2,36 - 32,20 Innflutt bygg 11,10 0,86 11,92 50% 2,36 - 20,20 Islenskt súrsað bygg 16,25 - 16,25 - - 1,35 17,60 íslenskt þurrkað bygg 20,58 - 20,58 " - 1,54 22,12 a) Cif-verð á innfluttu korni er miðað við meðalinnkaupsverð í apríl 1998. 24- FREYR 2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.