Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 7

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 7
Úr skýrslum fjárræktarfélaganna árið 1997 Oflugt skýrsluhald í sauðfjár- rækt á sér lengri sögu hér á landi en í flestum öðrum löndum. Mörg þeirra Ijárræktarfé- laga sem starfa í dag eiga sér nær fimm áratuga samfellda starfssögu. Þessi starfsemi er grundvöllur að öllu skipulegu ræktunarstarfi í greininni síðustu áratugi. Þörfin á að halda uppi öflugu og markvissu ræktunarstarfi hefur aldrei verið brýnni en nú þegar dilkakjötið á í sífellt meiri samkeppni við aðrar kjöttegundir á markaði. I þeirri bar- áttu verður að beita öllum tiltækum vopnum. Eitt þeirra er markvisst ræktunarstarf sem i lengd á að geta skilað greininni meiru í aukinni hagkvæmni og auknum gæðum en flestir aðrir þættir. Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum helstu niðurstöðutölum úr skýrsluhaldi ijárræktarféiaganna í landinu á árinu 1997. Það verður í raun að teljast bagalegt að þessar niðurstöðutölur skuli ekki liggja fyrr fyrir en raun ber vitni. Um tveir þriðju hlutar af félögunum höfðu skilað skýrslum sínum i árslok 1997 og fengið þær uppgerðar en síðan tekur ætíð ávallt mikinn tíma að fá til uppgjörs síðasta hlutann og raunar hafa þessar skýrslur verið að berast til uppgjörs ffam á þennan dag og vitað enn um skýrslur frá haustinu 1997 fyrir á annað þúsund ær sem munu koma til uppgjörs. Á síðustu árum hefur verið nokk- uð hröð þróun í þá átt að bændur færi sjálfir skýrsluhald sitt í ljár- ræktinni með forritinu Fjárvís. Á þann hátt skapast fjáreigendum auknir möguleikar til sívirkrar notkunar á þeim upplýsingum sem skýrsluhaldið safnar um búið og eiga, ef rétt er að staðið, að geta nýst á fjölbreyttan hátt í allri bú- stjóm. í töflu 1 er gefið yfírlit á hefð- bundinn hátt um allar helstu fjölda- og meðaltalstölur fyrir hvert einstakt félag. Athygli er að vísu vakin á því að Sf. Blævur við ísafjarðardjúp, sem áður hefur verið talið með Norður-ísafjarð- arsýslu í slíkum töflum hefur nú verið fært á sitt nýja búnaðarsam- bandssvæði hjá Strandamönnum. Þá eru eins og áður félögin tvö á svæði Bsb. Eyjafjarðar, sem era í Suður-Þingeyjarsýslu, talin á sínu búnaðarsambandssvæði og i öll- um yfírlitstölum um afurðir, en þegar þátttaka í starfí er metin eft- ir svæðum er miðað við sýslu- mörk. Til uppgjörs komu skýrslur úr samtals 134 félögum árið 1997 eins og taflan sýnir og hefur því eitt fé- lag bæst í hópinn frá fyrra ári. Er það Sf. Eskifjarðar, en á því svæði er þessi starfsemi að hefjast, þar hefur ekki verið starfandi fjárrækt- arfélag síðustu áratugi. Árið 1997 eru gerðar upp fyrir fullorðnu æmar skýrslur frá 974 (956) búum. Allar svigatölur sem fram koma í þessari grein era sam- bærilegar tölur frá árinu áður 1996. Búum með skýrsluhald fjölgar því, þrátt fyrir fækkun Qárbúa í landinu með hverju ári. Skýrslur eru um samtals 147.999 (143.399) full- orðnar ær og 30.629 (27.014) veturgamlar ær. Fjölgun er því í báðum aldurshópum og samtals eru skýrslur yfír 178.628 ( 170.413) ær sem er því fjölgun um 4,8% frá fyrra ári. Eins og um langt árabil er það fé- lag, sem hefur flestar ær skýrslu- færðar, Sf. Öxfírðinga þar sem skýrslur vora um samtals 4.976 ær, sem er að vísu örlítil fækkun frá ár- inu 1996. Einn af jákvæðu þáttun- um við þróun síðustu ára er að skýrsluhald hefur verið að eflast í mörgum af stærri fjársveitum landsins og skýrslufærðum ám því að fjölga þar. Þannig fjölgar félög- um þar sem eru yfir þrjú þúsund ær skýrslufærðar og félög sem ná þeirri stærð á árinu 1997 til viðbót- ar því, sem þegar er talið, eru; Sf. Kolbeinsstaðahrepps í Hnappadal, Sf. Logi í suðurhluta Dalasýslu, bæði félögin í Miðfírði, Sf. Fremri- Torfustaðahrepps og Sf. Ytri- Torfustaðahrepps, Sf. Kirkju- hvammshrepps í Vestur-Húna- vatnssýslu, Sf. Sveinsstaðahrepps í Austur-Húnavatnssýslu, Sf. Háls- hrepps í Suður-Þingeyjarsýslu, Sf. Þistill í Norður-Þingeyjarsýslu, Sf. Vopnfírðinga, Sf. Jökull á Jökuldal, Sf. Fljótsdals, Sf. Drífandi í Vestur- Skaftafellssýslu og að síðustu Sf. Hrunamanna í Árnessýslu. Vandhöld ánna frá haustdögum til sauðburðar eru þau að á þeim tíma ferst 2.271 af fullorðnu ánum og 273 af þeim veturgömlu. Þetta era öllu lægri tölur en voru árið áð- ur. Þegar reiknaðar era afurðir fyrir einstakar ær er þessum ám að sjálf- sögðu sleppt í öllum slíkum út- reikningum. Mesta þátttaka í starfi fjárræktarfélaga Um nokkurt árabil hefur verið gerð tilraun til að leggja mat á hlut- fallslega þátttöku í þessu starfi með því að bera saman fjölda fullorð- inna áa á skýrslu í hverju héraði og FREYR 2/99 - 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.