Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 7

Freyr - 01.05.1999, Page 7
Úr skýrslum fjárræktarfélaganna árið 1997 Oflugt skýrsluhald í sauðfjár- rækt á sér lengri sögu hér á landi en í flestum öðrum löndum. Mörg þeirra Ijárræktarfé- laga sem starfa í dag eiga sér nær fimm áratuga samfellda starfssögu. Þessi starfsemi er grundvöllur að öllu skipulegu ræktunarstarfi í greininni síðustu áratugi. Þörfin á að halda uppi öflugu og markvissu ræktunarstarfi hefur aldrei verið brýnni en nú þegar dilkakjötið á í sífellt meiri samkeppni við aðrar kjöttegundir á markaði. I þeirri bar- áttu verður að beita öllum tiltækum vopnum. Eitt þeirra er markvisst ræktunarstarf sem i lengd á að geta skilað greininni meiru í aukinni hagkvæmni og auknum gæðum en flestir aðrir þættir. Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum helstu niðurstöðutölum úr skýrsluhaldi ijárræktarféiaganna í landinu á árinu 1997. Það verður í raun að teljast bagalegt að þessar niðurstöðutölur skuli ekki liggja fyrr fyrir en raun ber vitni. Um tveir þriðju hlutar af félögunum höfðu skilað skýrslum sínum i árslok 1997 og fengið þær uppgerðar en síðan tekur ætíð ávallt mikinn tíma að fá til uppgjörs síðasta hlutann og raunar hafa þessar skýrslur verið að berast til uppgjörs ffam á þennan dag og vitað enn um skýrslur frá haustinu 1997 fyrir á annað þúsund ær sem munu koma til uppgjörs. Á síðustu árum hefur verið nokk- uð hröð þróun í þá átt að bændur færi sjálfir skýrsluhald sitt í ljár- ræktinni með forritinu Fjárvís. Á þann hátt skapast fjáreigendum auknir möguleikar til sívirkrar notkunar á þeim upplýsingum sem skýrsluhaldið safnar um búið og eiga, ef rétt er að staðið, að geta nýst á fjölbreyttan hátt í allri bú- stjóm. í töflu 1 er gefið yfírlit á hefð- bundinn hátt um allar helstu fjölda- og meðaltalstölur fyrir hvert einstakt félag. Athygli er að vísu vakin á því að Sf. Blævur við ísafjarðardjúp, sem áður hefur verið talið með Norður-ísafjarð- arsýslu í slíkum töflum hefur nú verið fært á sitt nýja búnaðarsam- bandssvæði hjá Strandamönnum. Þá eru eins og áður félögin tvö á svæði Bsb. Eyjafjarðar, sem era í Suður-Þingeyjarsýslu, talin á sínu búnaðarsambandssvæði og i öll- um yfírlitstölum um afurðir, en þegar þátttaka í starfí er metin eft- ir svæðum er miðað við sýslu- mörk. Til uppgjörs komu skýrslur úr samtals 134 félögum árið 1997 eins og taflan sýnir og hefur því eitt fé- lag bæst í hópinn frá fyrra ári. Er það Sf. Eskifjarðar, en á því svæði er þessi starfsemi að hefjast, þar hefur ekki verið starfandi fjárrækt- arfélag síðustu áratugi. Árið 1997 eru gerðar upp fyrir fullorðnu æmar skýrslur frá 974 (956) búum. Allar svigatölur sem fram koma í þessari grein era sam- bærilegar tölur frá árinu áður 1996. Búum með skýrsluhald fjölgar því, þrátt fyrir fækkun Qárbúa í landinu með hverju ári. Skýrslur eru um samtals 147.999 (143.399) full- orðnar ær og 30.629 (27.014) veturgamlar ær. Fjölgun er því í báðum aldurshópum og samtals eru skýrslur yfír 178.628 ( 170.413) ær sem er því fjölgun um 4,8% frá fyrra ári. Eins og um langt árabil er það fé- lag, sem hefur flestar ær skýrslu- færðar, Sf. Öxfírðinga þar sem skýrslur vora um samtals 4.976 ær, sem er að vísu örlítil fækkun frá ár- inu 1996. Einn af jákvæðu þáttun- um við þróun síðustu ára er að skýrsluhald hefur verið að eflast í mörgum af stærri fjársveitum landsins og skýrslufærðum ám því að fjölga þar. Þannig fjölgar félög- um þar sem eru yfir þrjú þúsund ær skýrslufærðar og félög sem ná þeirri stærð á árinu 1997 til viðbót- ar því, sem þegar er talið, eru; Sf. Kolbeinsstaðahrepps í Hnappadal, Sf. Logi í suðurhluta Dalasýslu, bæði félögin í Miðfírði, Sf. Fremri- Torfustaðahrepps og Sf. Ytri- Torfustaðahrepps, Sf. Kirkju- hvammshrepps í Vestur-Húna- vatnssýslu, Sf. Sveinsstaðahrepps í Austur-Húnavatnssýslu, Sf. Háls- hrepps í Suður-Þingeyjarsýslu, Sf. Þistill í Norður-Þingeyjarsýslu, Sf. Vopnfírðinga, Sf. Jökull á Jökuldal, Sf. Fljótsdals, Sf. Drífandi í Vestur- Skaftafellssýslu og að síðustu Sf. Hrunamanna í Árnessýslu. Vandhöld ánna frá haustdögum til sauðburðar eru þau að á þeim tíma ferst 2.271 af fullorðnu ánum og 273 af þeim veturgömlu. Þetta era öllu lægri tölur en voru árið áð- ur. Þegar reiknaðar era afurðir fyrir einstakar ær er þessum ám að sjálf- sögðu sleppt í öllum slíkum út- reikningum. Mesta þátttaka í starfi fjárræktarfélaga Um nokkurt árabil hefur verið gerð tilraun til að leggja mat á hlut- fallslega þátttöku í þessu starfi með því að bera saman fjölda fullorð- inna áa á skýrslu í hverju héraði og FREYR 2/99 - 7

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.