Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 19

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 19
Víkingur 97-484 er mjög jafnvaxinn, holdþéttur og lágfættur en hann er sonur Vals 90-934. Hrútur nr. 97-067 á Á á Skarðsströnd var einn allra besti einstaklingur sem sýndur var á Vestur- landi. Hrútur þessi, sem er sonarsonur Kráks 87- 920, er samræmisgóður, útlögumikill og með feikna góðan og harð- holda afturpart. Baröastrandar- sýslur I sýslunni voru nú sýnd- ir 102 hrútar og voru tveir þeirra í hópi eldri hrút- anna. Veturgömlu hrút- amir em umtalsvert fleiri en haustið áður og er sú aukning öll í Vesturbyggð en þar var stór hópur af aðfengnum veturgömlum hrútum. Veturgömlu hrútamir vom að meðaltali 82 kg að þyngd og fengu 72 þeirra I. verðlaun. í Reykhólahreppi var bestur hrúta Púki 97-320 i Neðri-Gufúdal en hann er aðfenginn úr Hafnardal við Djúp. Þessi hrútur er lágfættur, jafnvaxinn og samanrekinn holdahnaus með góða ull. Jömndur 97-323 á sama bæ er einn- ig úrvalshrútur þó að ekki séu hann jafnoki Púka að læraholdum. Kútur 97- 037 í Árbæ er mjög vænn, bollangur með feikna bak- og lærahold. Depill 97- 106 í Gautsdal er frá Árbæ undan Hnykli 95-820. Þessi hrútur er ákaflega jafnvaxinn og feikna hold- ugur hvar sem á hann er litið og em læraholdin frábær, ullin kostamikil en veikleiki í fótum. Besti hrúturinn í Vest- urbyggð var Hnoðri í Kvígindisdal frá Kambi í Reykhólahreppi. Þessi kollótti hrútur er mjög jafnvaxinn og vel gerð holdakind með góða ull. Stebbi 97-003 í Innri- Múla stóð honum næstur en hann er ffá Broddanesi á Ströndum, einnig mikil kostakind og gefur Hnoðra lítið eftir. Fjöl- margir fleiri góðir kollótt- ir aðkomuhrútar voru þama. Af hymdum hrút- um var Jói á Hamri best- ur, mjög útlögugóður og vel gerður hrútur aðfeng- inn frá Brjánslæk. ísafjarðarsýslur Þó að ekki væm sýn- ingar á öllu svæðinu vom sýndir álíka margir hrútar og árið áður. Einn eldri hrútur og 52 veturgamlir vom skráðir á sýningu. Veturgömlu hrútarnir vom 77,8 kg að þyngd að jafnaði og fengu 43 þeirra, eða 83,7%, I. verð- laun sem er verulega betri flokkun en árið áður. Af hymdum hrútum stóð efstur Veggur 97-400 á Kirkjubóli í Valþjófsdal, ákaflega mikil kostakind að allri gerð með frábæra holdfyllingu en þessi öðlingskind er sonur Dropa 91-975. Valur í Ytri-Hjarðardal var í öðm sæti með feikilega góða holdfyllingu i afturhluta en ull ekki nema í meðallagi að gæðum. Valur er sonur Galsa 93-963 og næstur honum stóð hálfbróðir hans Stapi 97-142 á Kirkjubóli í Dýrafirði. Besti kollótti hrúturinn var einnig í Kirkjubóli í Valþjófsdal en það var Hnykill 97-402, bollangur, jafnvaxinn með þykkan vöðva en ull í meðallagi að gæðum. Þessi hrútur er sonur Hnykils 90-976 og albróðir hans Hnoðri 97- 401 var einnig mjög vel gerð kind. Næstur Hnykli í röð af kollunum stóð Gnýr 97-628 í Botni í Súganda- firði, mikil kind á velli með mjög góða gerð og góða ull. Hann ber nafh föður síns nr 91-967. Strandasýsla Þátttaka í sýningarhaldi eins og öllum þáttum ræktunarstarfsins var al- menn og góð í Stranda- sýslu. Sýndir vom sam- tals 234 hrútar og vom 14 þeirra úr hópi eldri hrúta. Veturgömlu hrútarnir vom 220 og voru þeir 82,9 kg að meðaltali, jafnþungir jafnöldmm sínum í Borgarfirði, en í þessum tveimur sýslum vom veturgamlir hrútar jafhvænstir haustið 1998. Af veturgömlu hrútunum voru 195 með I. verð- launa viðurkenningu, eða 89%, sem er talsvert betri flokkun en haustið áður. í Ámeshreppi voru ekki einstaklingar sem skör- uðu áberandi fram úr, en hrútastofninn að vanda ákaflega vel gerður og holþéttur, en hrútar léttir í samanburði við aðrar sveitir sýslunnar. Boði 97-310 á Bassa- stöðum bar af hrútum í Kaldrananeshreppi, ákaf- lega holdgróinn, sérstak- lega í mölum, og læmm, en þessi holdaköggull er sonur Nökkva ffá Melum. Glæsilegur hrútahópur var í Hafnardal við Djúp, en þar bám af Dindill 97- 536 sem er sonur Byls 94- 803, kattlágfættur, útlögu- mikill holdaköggull, og Prins 97-539 sem er þroskamikill, jafhvaxinn og ákaflega vel gerður hrútur, en hann er sonur Hamars 93-515. Hjá Nönnu Magnúsdóttur á Hólmavík varNasi 97-387 ákaflega fagur einstakl- ingur með vel hvíta ull, en sá hrútur er ffá Heydalsá sonur Kölska 96-481. í Kirkjubólshreppi bám hrútar á Smáhömmm og Heydalsá af í stórum hópi athyglisverðra hrúta. Sónar 97-507 á Smáhömmm er feikilega mikil kjötkind, lágfættur og vöðvaþykkur, en hann er sonur Eirs 96- 466, Sindri 97-505 er einn- ig mjög glæsilegur ein- staklingur af sömu hrúta- línu, sonur Kóps 95-825. Hjá Braga á Heydalsá bar af Hreinn 97-511 sem er hymdur hrútur sonur Hnoðra 95-801. Þessi hrútur er feikilega þroska- mikill, sterkbyggður og gróinn í holdum, Trix 97- 510 ffá Broddanesi, sonur Atrix 94-824, er mjög jafn- vaxinn og vel gerður hrút- ur. 1 hrútahópi Halldóm á Heydalsá stóð fremstur Arður 97-520 sem er ákaf- lega glæsilegur einstakling- ur, jafnvaxinn, feikilega út- lögugóður og allur gróinn í holdum, en hann er sonur Bjarts 96-480. Gauti 97- 527 á Gestsstöðum er ágæt- lega gerður hrútur með góða ull en hann er ffá Gautsdal í Geiradal. I Broddaneshreppi var mikið hrútaval. Hjá Jóni í FREYR 5-6/99 - 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.