Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 43

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 43
Lamb með lambablóðsótt. (Ljósm. S.S.). réttri leið eða ef ærin er lengi að opnast. Hjálpa þarf, ef vatnið er farið fyrir 1 1/2 klst. og ekkert hef- ur hreyfst síðan. Notið hanska eða sótthreinsið hendur og handleggi vandlega áður en byijað er. Bóluefni fyrir ær - sermi fyrir lömb Bóluefni getur verið lifandi eða dautt. Stundum er smithætta af dýrum, sem bólusett eru með lif- andi bólueftii. Þess vegna eru þau ógjaman flutt til landsins. Algeng- ust i notkun hér á landi eru bóluefni framleidd á Keldum, gerð úr dauð- um sýklum eða sýklaeitri. Innflutningur fjölvirkra bóluefna er einnig orðinn nokkur. Dautt bóluefni gefur skemmri vöm en lif- andi bóluefni (vikur eða fáa mán- uði) og því þarf yfírleitt að bólu- setja tvisvar eða oftar með þeirn. Hægt er að magna virkni dauðra bóluefna með sérstökum efnum. Dæmi um það er gamaveikibólu- efhi sem gefur ævilangt ónæmi. A Keldum em framleidd eftirfar- andi bóluefni gegn lambasjúkdóm- um: Þrígilt bóluefni, sem gefur vörn gegn pestarsjúkdómunum, lambablóðsótt, flosnýmaveiki (gamapest) og bráðapest. Auk þess fæst eingilt bóluefni gegn gamapest og bráðapest. Einnig er framleitt bóluefni gegn lungnapest, sem talið er að gagnist einnig gegn lamba- kregðu. Bóluefhi gegn stífkrampa hefur verið flutt inn. Bólusett er fjómm vikum áður en fyrstu ær eiga að bera og aftur tveimur vikum síðar. Með því móti má girða að mestu fyrir þessa sjúk- dóma. Sermi gegn lambablóðsótt er sprautað í lömbin nýfædd en gegn flosnýmaveiki em lömbin sprautuð l-2ja vikna gömul eða eldri eftir því hvenær hættan er mest. Sermi er unnið úr blóði hrossa, sem „bólu- sett“ hafa verið gegn þessum sjúk- dómum. Hrossin mynda mótefni sem nýtast lömbunum. Slík mót- efni endast þó aðeins í 10-14 daga. Næst verður drepið á nokkra lambasjúkdóma, sem einna mestu tjóni valda. Lamba- blóðsótt Lambablóðsótt (hjartveiki) er þekktur sjúk- dómur um allt land. Orsökin er staflaga og stór sýkill, sem myndar eiturefni í gömunum. Þau berast með blóð- inu um líkamann og valda dauða. Sýkillinn (Clostridium perfringens B-stofh) finnst í jarðvegi og kinda- saur. Fullorðnar kindur eru oft smitberar og af saur þeirra sótt- mengast hús og hagar. Lömbin smitast með því að sjúga óhreina spena móðurinnar og japla á sótt- menguðu heyi eða ull. í sýkm umhverfí hleðst smitið upp og vex hættan eftir því sem líð- ur á sauðburðinn. Flest lömb veikj- ast á öðmm til fjórða sólarhringi eftir burð, en geta veikst allt að 10- 12 daga gömul. Venjulega er vinstrin í þessum lömbum full af mjólkurdrafla. Fyrstu einkenni em deyfð, síðan hætta lömbin að sjúga. Þau eru oft með þunna grænleita skitu, blóðblandaða. Oft þembast lömbin upp, rembast við, stynja, virðast sárþjáð. Fljótt ágerist sótt- in, lömbin verða máttfarin, leggjast fyrir, fá krampa, reigja hausinn aft- ur og teygja frá sér fætuma. Oftast drepast lömbin á fáum klukku- stundum. Sjúkleg einkenni á líffærum þeirra em mismunandi. Ef sjúk- dómurinn hefur dregið lambið til dauða á skömmum tíma em ein- kennin ógreinileg eða engin. Hafi lambið verið veikt í nokkum tíma, sést oft blóðfýlling, loft og bólgueinkenni í gömum; smáblæð- ingar í hjarta og mikill gulleitur vökvi og trefjaskán í gollurshúsi. Flosnýrnaveiki (garnaeitrun) Flosnýmaveiki er náskyld lamba- blóðsótt (D-stofn af C. perfring- ens), en tekur sjaldan lömb yngri en viku gömul, algengast er að 2-4 vikna lömb veikist. Sjúkdómur þessi er svo bráður að lamb, sem var frískt, fínnst oft dautt eftir 2-3 klukkustundir. Þegar sjúk- dómurinn er svo bráður em kramp- ar mest áberandi; lömbin hendast um, reigja hausinn aftur og sprikla með fótunum. Stundum fer sjúkdómurinn ekki svona geyst; lömbin þembast upp, hafa þrautir, standa og leggjast á víxl, fá síðan krampaflog, en geta lifað dægmm saman. Einkenni við kmfningu em svipuð og við lamba- blóðsótt en nýrun eru með blæðing- um, áberandi lin og halda ekki lög- un sinni, ef nýmahjúpurinn er tek- inn af, og blæðingar á og í hjarta em algengar. Sykur í þvagi er al- gengt einkenni við þennan sjúk- dóm. Bólusetning ánna eða sermi girða að mestu fyrir sjúkdóminn. Garnablóðsótt Gamablóðsótt er einnig náskyld lambablóðsótt (C-stofn af Cl. perf- ringens) en sjaldgæf. Einkenni eru svipuð nema gamir em að mestu fullar af blóði. Ráð em þau sömu. Stífkrampi (Tetanus) Þessi sjúkdómur hefur fundist í hrossum viða um land en þekkist FREYR 5-6/99 - 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.