Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 29

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 29
Afkvœmarannsóknir á hrútum haustiö 1998 Fagráð í sauðfjárrækt íjallaði á sínum tíma um það á hvem hátt mögulegt væri að stuðla að sem mestri og markvissastri notkun á upplýsingum úr nýju kjöt- mati strax haustið 1998 í ræktunarstarfmu. A und- anfomum ámm hefúr ver- ið í gangi markviss þróun í þessum þætti haust- vinnu, frá þeim afkvæma- rannsóknum sem hófúst hér á landi um 1970 og byggðu á víðtækum mæl- ingum og stigun á follum lamba í sláturhúsum, yfir i afkvæmasýningar sem byggðu á ómsjármælingu og stigun á lifandi lömb- um. Báðar þessar aðferðir höfðu skilað verulegum árangri. Afkvæmarann- sóknir i sláturhúsum fengu hins vegar aldrei þá útbreiðslu að þær yrðu al- mennur þáttur í ræktunar- starflnu, þó að þær hafi skilað feikilega miklum árangri á nokkrum búum þar sem þær hafa um ára- bil verið fastur þáttur í ræktunarstarfmu og unnar af nákvæmni og sam- viskusemi. Tiltölulega stutt er síðan ómsjármæl- ingar urðu þáttur í al- mennu ræktunarstarfí. Þrátt fyrir aðeins fárra ára reynslu blasa greinileg áhrif úrvals á þeim grunni mjög víða við. Öllum þeim sem þekktu hið nýja kjötmat var ljóst að með því fengju bændur í hendur upplýsingagrunn sem væri miklu öflugri en áð- ur var fyrir hendi í sauð- Qárræktinni. Greinina varðaði því miklu að nýta þessar niðurstöður fljótt. Fagráðið ákvað því að setja upp sérstakar af- kvæmarannsóknir þar leitast væri við að sam- eina niðurstöður ómsjár- mælinga og kjötmatsins. Reglur þar um voru mót- aðar og auglýstar. Fram- leiðnisjóður landbúnaðar- ins brást einnig við á mjög jákvæðan hátt og ákvað að veita styrki til búnaðarsambandanna vegna þessa verkefnis. Þessum rannsóknum var með reglunum skipað í tvo flokka, þ.e. stærri rannsóknir þar sem að lágmarki voru hópar und- an sex hrútum á þeim bú- um þar sem slík rannsókn væri unnin, og minni rannsóknir þar sem til samanburðar voru teknir afkvæmahópar undan þremur til fimm hrútum á búinu. Þegar lagt var á stað með verkefnið ríkti bjart- sýni um að mögulegt væri að senda tölur á tölvu- tæku formi ffá sláturhús- um í tölvur búnaðarsam- bandanna til að auðvelda og flýta uppgjöri þar. Þetta gekk þegar á reyndi ákafleg misjafnlega vel eftir svæðum, en þar sem best gekk kom í ljós að þetta verður sú leið sem þarf að fara í framtíðinni. Uppbygging rannsókn- arinnar var þannig að annar hluti hennar var úr- vinnsla á upplýsingum um kjötmat úr sláturhúsi, og í þeim tölum sem kunnu að vera nefndar hér síðar í greininni hefur vöðvafylling 60% vægi og fítuflokkun 40% vægi. Forritin til úrvinnslu rannsóknanna voru hins vegar þannig upp byggð að unnt var að velja inn- byrðis vægi þessara þátta. Augljóst er með þessu nýja kjötmati að áherslur á þessa tvo þætti eiga alls ekki að vera þær sömu hjá öllum ræktendum. Þar eru aðstæður það breytilegar að það réttlætir fyllilega breytilegar áherslur. Hinn hluti rannsóknarinnar byggði á ómsjármæling- um á að lágmarki átta lömbum undan hverjum hrút eins og áður var á af- kvæmasýningunum. Meginhluti þeirra mæl- inga var gerður á gimbra- lömbum og hefur því vafalítið hjá flestum kom- ið að umtalsverðum not- um í sambandi við val ásetningsgimbra. Þegar gengið var frá formi rannsóknanna síðla sumars 1998 voru ekki fyrir hendi neinar reynslutölur úr hinu nýja kjötmati sem hægt var að byggja á. Þess vegna varð meira að áætla hvaða dreifing mundi vera í nið- urstöðum. Um leið skorti þekkingu á áhrif ytri þátta á matið, en fyrir hendi voru að vísu vísbendingar um áhrif fallþunga. Það er því eina leiðréttingin sem gerð er í gögnunum að þessu sinni. Ljóst er að fyrir næsta haust þarf að skoða mun nánar áhrif ytri þátta á matið og þannig að reyna að leggja grunn að nákvæmari leið- réttingum en hægt var í þessu fyrsta mati. Það litla, sem enn hefur verið mögulegt að skoða af niðurstöðum úr rannsókn- unum síðastliðið haust, bendir eindregið til að áhrif fallþunga í mati séu líklega heldur meiri en gert var ráð fyrir. Um þetta efhi verður vonandi hægt að ljalla enn ítarleg- ar í haustblaði sauðflár- ræktarinnar. Reiknuð var heildar- einkunn úr rannsókninni fyrir hvem hrút þar sem einkunn úr kjötmati og einkunn úr ómsjármæl- ingum fengu jafnt vægi. Þar sem ekki var þekkt hver dreifing væri í kjöt- matstölum hefúr reynslan orðið sú að dreifing í einkunn úr ómsjármæl- ingum er miklu meiri en í kjötmatsniðurstöðunum. Þetta þýðir að í heildar- einkunn ráða niðurstöður ómsjármælinganna miklu meiru. Þess vegna er betra, í sambandi við túlk- un á niðurstöðum hausts- ins, að horfa á einkunnir fyrir hvom þátt um sig. Þegar lesið er úr eink- unnum er einkunn sem nær 110 í kjötmatshluta rannsóknarinnar farin að sýna umtalsverða yfir- FREYR 5-6/99 - 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.