Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Síða 67

Freyr - 01.05.1999, Síða 67
Tafla 1. Samanburður beinna styrkja ísland ESB Beingreiðslur 3948 kr. 2162 kr. Harðbýlisstyrkir 613 kr. Hálendisuppbót 760 kr. Ullamiðurgreiðslur 473 kr. Samtals I ■■■■nBMnMBmMHBSMMMn 4421 kr. 3535 kr. Tafla 2. Skilaverð til bænda Verð í Bretlandi 178,31 kr. Verð á íslandi 243,78 kr. Meðalverð á mörkuðum ESB 268,95 kr. með auka aðlögunarhæfni stéttar- innar. Mikil áhersla er lögð á umhverf- ismál innan ESB. I samræmi við það standa bændum til boða marg- vislegir styrkir vegna verkefna sem stuðla að bættu umhverfi og hreinni afurðum. Þeir styrkir sem nefndir eru í kaflanum skapa bændum möguleika á að auka tekjur sínar með því að takast á við styrkhæf verkefni svo sem skógrækt, lífræna ræktun og fleira. Við vinnslu skýrslunnar vakti það sérstaka athygli höfunda hve hörð landbúnaðar- og byggðastefna er rekin af hálfu ESB. Þar ríkir það viðhorf að halda eigi sem flestum svæðum í byggð, einnig þeim harð- býlu. Reynt er að bæta bændum á harðbýlum svæðum á borð við ís- land það óhagræði sem af búset- unni hlýst þannig að þeir geti stað- ist samkeppni við landbúnað í frjó- samari héruðum ESB. Samanburður Beinn samanburður þess kerfis sem íslenskir sauðfjárbændur búa við í dag og hins sem bændur í ESB starfa eftir er mjög erfiður. Hægt er að draga ýmsar ályktanir af saman- burðinum en þær verður þó alltaf að skoða í ljósi þeirra forsendna sem gefnar eru. Hvað aðra styrki en beingreiðslur varðar er í höfuð- atriðum ekki mikill munur á stefnu ís- lands og ESB. Eins og sést í töflu 1 er stærsti munurinn sá að innan ESB eru beingreiðslur almennt lægri, en veittir eru styrkir til ákveðinna land- svæða svo sem harðbýlisstyrkir. íslenskir sauðfjár- bændur fá hins vegar styrk sem felst í niður- greiðslu á ull en slíkur styrkur virð- ist ekki ekki standa bændum í ESB til boða. Ungir bændur í aðildar- löndum ESB fá sérstaka fyrir- greiðslu til að hefja búskap og til fjárfestinga en slík styrkveiting er ekki fyrir hendi á íslandi, ekki er þó tekið tillit til þess við útreikninga. Bændur á íslandi og innan ESB njóta fyrirgreiðslu í formi styrkja og/eða vaxtaniður-greiðslna vegna fjárfestinga, geymslu afurða, vinnslu og markaðsstarfs, umhverf- isvemdar, búloka og skógræktar. Einnig er um einhver inn- flutningshöft að ræða. 1 töflu 2 er yfirlit yfir kílóverð dilkakjöts eftir mismunandi mörk- uðum í september til október 1998. Tekjur af sauðfjárbúskap byggjast að langmestu leyti á dilkakjöts- framleiðslu en nokkrar tekjur fást einnig af ull, gæmm og slátri. Hér á eftir verða sett fram dæmi þar sem sýndar eru heildartekjur af íslenskri dilkakjötsframleiðslu og tekjur af hverri á miðað við gefnar forsend- ur. Auk þess eru sýndar tekjur ís- lensks sauðfjárbónda sem býr með 400 vetrarfóðraðar ær sem sú bú- stærð sem notuð er við útreikninga á verðlagsgrundvelli sauðfjárbúa. Dæmin sýna aðstæður bænda í dag og hverjar þær væm ef Island væri aðili að ESB. Skýrsluhöfundar telja ekki rétt að bera saman aðrar afurðir en dilka- kjöt þar sem upplýsingar um skila- verð til bænda í ESB löndunum fyrir aðrar afurðir liggja ekki fyrir. Þó þykir rétt að taka tillit til niðurgreiðslna á ull þar sem ein- göngu íslenskir bændur njóta slíks framleiðslustyrks. Áætla má að greiðslur fyrir gæmr og slátur til íslenskra bænda verði um 600 krónur á hverja á í haust. Dæmi 1 sýnir áætlaðar tekjur af sauð- íjárbúskap á íslandi við núverandi aðstæður. Dæmið sýnir 7.472 kr. meðal- tekjur af hverri vetrarfóðraðri á. Ef styrkjakerfi ESB er yfirfært á íslenskar aðstæður og tekið mið af verði á erlendum mörkuðum hækka tekjur bóndans. I dæmi 2 er miðað við fimm vikna vegið meðalafurða- verð á mörkuðum aðildarríkja ESB í september og október 1998. Ekki er gert ráð fyrir útflutningsskyldu íslenskra bænda í þessu dæmi, heldur gengið út ffá að bóndinn fái sama verð fyrir allar afurðir. Meðaltalsverð innan aðildarríkja ESB er nokkuð hærra en á íslandi og miðað við það verð myndu tekj- ur íslenska bóndans hækka nokkuð eða sem nemur 322 krónum á vetr- arfóðraða á. Hins vegar, ef gengið er út frá því að islenskir bændur fái ekki hámarks hálendisuppbót, lækkar verðið um sem nemur 445 kr. og niðurstaðan yrði þá sú að ís- lenski bóndinn fengi örlítið meira við núverandi aðstæður. Hér verður að hafa í huga að gengið er út frá gefnum forsendum. Niöurstööur Ekki er ólíklegt að skýrsla sem þessi komi til með að vekja fleiri spumingar hjá þeim sem hana lesa en hún svarar. Skýrsluhöfundar telja forsendur skýrslunnar raun- hæfar en engu að síður er ljóst að hinar raunvemlegu forsendur verða ekki kunnar fyrr en að loknum aðildarviðræðum ef af verður. Byggðastefna er samtvinnuð landbúnaðarmálum bæði á íslandi og i ESB. Hins vegar er greinilega lagt meira upp úr því innan ESB að FREYR 5-6/99 - 67

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.