Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 71

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 71
aftur og aftur nema þegar ár- talið er notað. Kosturinn við að nota ártalið er að ekki þarf að skipta um númer í ásetn- ingsgimbrum. Hentar vel þar sem fé er mjög margt og ekki hægt að koma við tenginu við ærnúmer. Gallar: Lítil sem engin tenging við ærnúmer sem torveldar vinnu við lembingu á vorin og fjárrag á haustin þar sem sífellt þarf að fletta númeri lambsins upp. Hentar því illa þeim sem eru fjárglöggir og þekkja ærn- ar á númerum. Sé ártalið not- að þarf að kaupa ný núnrer á hverju vori. 2) Númer sem byggja á númeri móður: Þetta kerfi byggir á þeim grunni að lömbin hafí sama númer og móðirin eða fósturmóðir og er nátengt númerakerfum A og C í ánum. Dæmi Lömb undan á nr. 97-701 verða þá bæði (öll) nr. 701. í upphafi gerði þetta kerfí ráð fyrir því að fleiri en eitt lamb sé með sama númer. Þegar farið var að skila vorbókum og færa fjárbókhald í Fjárvísi, svo að ekki sé talað um vistvæna eða lífræna vottun, var gerð krafa um að ekkert lamb væri með sama númeri. Þá þurfti að breyta kerfínu til að aðgreina samstæða tvílembinga. Reyndar hafa verið nokkrar útfærslur til að leysa þetta vandamál t.d. að hafa A eða B, eða 1 eða 2, sem fyrstu stafi af fjórum í lambsnúmeri. Hvorug þessara útfærslna geng- ur upp þar sem samstæðir tví- lembingar koma ekki í númera- röð 1 lambabókinni eða Fjárvísi. Sú lausn sem gengið hefúr upp er að bæta 1, 2 eða 3 aftan við raðnúmer móður. Dæmi: Ær nr 97-701 á tvö lömb og fá þau númerin 7011 og 7012. Ær nr 96-600 er þrí- lembd og gengur með þremur lömbum og verða þá lömbin nr. 6001, 6002 og 6003. í þessu kerfi er gert ráð fyrir að fósturlömb hafi sama númer og fósturmóðirin. Kostir: Kerfíð er mjög lýsandi og þægilegt í notkun jafnt fyrir fjárglögga sem aðra. Með því að líta á lambsnúmerið er hægt að sjá undan hvað á lambið er og í mörgum tilfellum líka hversu gömul móðirin er. Með þvi að lesa númer lambsins eiga sæmilega fjárglöggir bændur að geta séð undan hvað á það er án þess að fletta upp í bókum. Hægt er að nota lambsnúmerin aftur og aftur eins lengi og þau endast og ær- in er á lífi. Gallar: Hentar ekki þar sem mjög margt fé er sbr. lið C í ærnúmerum. Nota verður skil- yrðislaust aukastafi til að að- greina tvílembinga til að kerfið gangi upp í skýrsluhaldskerf- inu. Sé það ekki gert koma upp vandamál að hausti. Komið hafa upp tæknileg vandamál við framleiðslu þessara merkja hjá Iðjulundi á Akureyri sem er eini framleið- andi sauðfjármerkja hér á landi. Vandinn er fólginn í því að handfæra þarf aukastafma (1 og 2) þar sem ekki er um samfellda röð að ræða. Þetta veldur aukinni vinnu og kostn- aði við framleiðslu merkjanna. Því hefur verið gripið til þess ráðs, til að leysa þennan vanda tímabundið, að hafa aukastaf- ina fremsta í númerinu í lambamerkinu í stað aftast. Dæmi: Ær nr 97-701 á lömb sem í bókhaldi hafa númerin 7011 og 7012, en í eyrnamerkjunum verða númerin 10701 og 20701. Tekið skal fram að hér er um bráðabirgðalausn að ræða og unnið er að tæknilegri lausn á þessu vandamáli. Eflaust eru mörg önnur lamba- númerakerfi í notkun og þjóna sínum tilgangi fullkomlega. En grundvallaratriði er að kerfin séu einföld, skýr og skili sem mest- um upplýsingum til bóndans. Tel ég að fyrir flesta bændur uppfylli kerfí 2 þessi skilyrði. Hins vegar hentar kerfí 1 betur fyrir þá sem eru með margt fé (600-1000 fjár). Til að lágmarka hættu á að ís- lensku plastmerkin detti úr eyranu eða brotni er mælt með því að þau séu sett eins innarlega í eyrað og hægt er og þau látin snúa aftur. Hrútanúmer Hrútanúmer eru eins og æmúm- erin, fimm stafir og sýna tveir fremstu stafimir fæðingarár og hin- ir þrír eru hlaupandi númer frá 1- 999. Röðin frá 800-999 er frátekin fyrir hrúta á sæðingarstöðvum, þannig að röðin frá 1-799 er ætluð hrútum í sauðfjárræktarfélögunum. Engir tveir hrútar í sama Ijár- ræktarfélagi mega hafa sama 5 stafa númer. Framkvæmd númer- inga á hrútum hefur verið þannig að ritari viðkomandi ljárræktarfé- lags hefur úthlutað númerum til félagsmanna sinna og séð um að ekki væru um tvínúmeringu að ræða. Á sumum svæðum hafa viðkomandi sauðljárræktarráðun- autar séð um númeraúthlutunina. Það kerfi hefur sums staðar verið tekið upp að úthluta hverju býli, sem er með sauðfé, fastri númeraröð, líkt og gert er i hrossaræktinni. Kerfið virkar þannig að hvert býli fær úthlutað ákveðinni fastnúmararöð, 5-10 númerum, sem viðkomandi bóndi notar síðan ár eftir ár. Dæmi: Býli hefur fastnúmeraröð- ina 1-5. Árið 1997 voru settirá þrír hrútar og 1998 einnig þrír hrútar. Númerin sem hrútarnir fengu voru 97001, 97002, 97003, 98004, 98005 og 98001. Þetta kerfí er einfalt og þægi- legt í notkun, gefur til kynna frá hvaða bæ hrúturinn er og gefur möguleika á sameiningu sauð- ijárræktarfélaga án þess að hætta sé á samnúmeringum. FREYR 5-6/99 - 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.