Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 17

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 17
Vesturland og Vestfirðir Gullbringu- og Kjósarsýsla Nákvæmlega jafn marg- ir hrútar voru sýndir á þessu svæði og haustið 1997 og skipting þeirra á veturgamla hrúta og eldri var einnig í fjölda ná- kvæmlega sú sama. Full- orðnu hrútamir vom örlitlu vænni nú en þá en þeir veturgömlu hins vegar sjónannun léttari. Flokkun hrútanna var hins vegar slakari að þessu sinni. Af 11 eldri hrútum fengu sjö I. verðlaun og af 32 vetur- gömlum hrútum fengu 22 þá viðurkenningu. Bestu hrútana á svæð- inu var að sjá í Kjósinni en þar var Láni 97-201 í Miðdal dæmdur bestur. Flann er virkjamikill og harðholda með góðan aft- urpart og gott samræmi. Flrútur nr. 31 á Kiðafelli er einnig mjög jafnvaxinn og vel gerð kind. Snóker á Hrísbrú í Mosfellssveit, sem er ætt- aður frá Kiðafelli, og Bjartur á Jámgerðarstöð- um við Grindavík, ættað- ur frá Vogsósum, eru einnig góðar kindur. Borgarfjarðar- sýsla Þátttaka í sýningum var minni en haustið áður enda veturgamlir hrútar í héraði færri. Sýndir vom samtals 73 hrútar, þar af níu í hópi eldri hrúta sem allir fengu staðfesta I. verðlauna við- urkenningu. Veturgömlu hrútamir 64 vom að meðaltali 82,9 kg á fæti sem er umtalsvert meira en hjá sama aldursflokki árið áður. Af veturgömlu hrút- unum vom 90,6% með I. verðlauna viðurkenningu. 1 Strandarhreppi báru þeir Austri og Vestri á Ferstiklu II af en þeir eru fádæma vænar kindur með góða holdfyllingu, einkanlega á baki. Þessir hrútar eru sonarsynir Odda 85-922 en margir afkomenda hans eru ákaf- lega þroskamiklar kindur. Ás á Vatnsenda í Skorra- dal, sem er sonur Glampa 93-984, er ákaflega jafhvaxinn og þéttholda. Fáir hrútar vom sýndir í Reykholtsdal en þar bar Bútur 97-306 á Kjalvarar- stöðum mjög af en hann er frá Vatnsenda og son- arsonur Hnykks 91-958. Þessi hrútur er fádæma samanrekin holdakind með feikilega mikil læra- hold og var hæst dæmdi hrútur í sýslunni. Á fjárræktarbúinu á Hesti vom nokkrir vem- lega athyglisverðir hrútar og ber þar fyrstan að nefna Hjassa 97-042 en hann er með feikna góð bak- og malahold en þó sérlega lærahold, en full bol- stuttur. Áni 97-041, sem er sonur Bjálfa 95-802, hefúr mikil og hörð hold í affurparti og Sekkur 97- 047 er með ákaflega sívala og jafna byggingu. Mýrasýsla í sýslunni voru að þessu sinni sýndir 79 hrútar þar af 14 í eldri flokki sem allir fengu staðfesta I. verðlauna við- urkenningu. Af 65 vetur- gömlum hrútum fengu 52 eða 80% þeirra I. verð- launa viðurkenningu, en veturgömlu hrútamir vom að meðaltali 79,1 kg eða örlítið léttari en jafn- aldrar þeirra haustið áður. Ekki komu fram margir toppar meðal þessara hrúta en mjög margir góðir hrútar. í Stafholts- tungum voru bestu hrútar Gaukur 97-159 á Steinum II sem er hreinhvítur með úrvals ull og mjög jafn- vaxinn. Hrútur nr 97-123 í Bakkakoti er einnig mjög ullargóður með ágætar útlögur og góðan afturpart. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla Umtalsvert færri hrútar vom sýndir á þessu svæði en haustið áður eða 149 hrútar samanborið við 205 þá. Af sýndum hrútum vom fjórir í gamlingja- flokki og fengu þrír af þeim I. verðlaun. Af vetur- gömlu hrútunum vom 126 með I. verðlauna viður- kenningu eða 87% þeirra, en þessi aldurflokkur var nú að meðaltali 79,6 kg að þyngd sem er nokkm minna en haustið 1997. í Kolbeinsstaðahreppi var að vanda feikilega öfl- ug sýning og margt glæsi- legra hrúta, en þar var til hópur veturgamalla hrúta úr sæðingum frá Laug- ardælum. Besti einstakl- ingur á sýningunni var samt af heimaættum, en það var Belgur 97-550 i Tröð. Þessi hrútur, sem var rúm 100 kg að þyngd, var feikilega vel þroskaður, fá- dæma jafnvaxinn kind, með frábærar útlögur og lærahold en aðeins gulur i ull. Þama vom nokkrir feikilega góðir synir Glampa 93-984 og skal þar nefha hrútana í Hauka- tungu syðri, þá Berg 97- 546, feikilega þroska- mikinn hrút, bollangan með frábær lærahold, og Stjóra 97-500 sem er mjög jafnvaxinn með frábær bakhold. Lampi 97-655 í Mýrdal er feikilega útlögu- góður með mjög góð bak- og lærahold. Sómi 97-580 í Miðgörðum var með ein- hver öflugustu lærahold FREYR 5-6/99 - 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.