Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 25
SUÐURLAND
808, en þessi hrútur er
með frábær bakhold og
mikil læri.
Á sýningu í Suður-
sveit kom besti einstakl-
ingurinn í sýslunni á
þessu hausti, Askur 97-
300. Þessi hrútur er son-
ur Garps 92-808 og
dóttursonur Þéttis 91-
931. Hann er fádæma
samanrekinn holda-
hnaus með miklar útlög-
ur og geysimikil hold á
baki, í mölum og lær-
um. Flokkun slátur-
lamba undan þessum
hrút var með fádæmum
góð í haust, eins og
fram kemur í umfjöllun
um afkvæmasýningar
þannig að hér fer ein-
staklingur sem erfir frá-
bæra kosti. Næstbesti
hrútur var einnig úr
Lækjarhúsum, Svipur
97-298, sem er sonur
Búts 93-982. Þetta er
feikilega mikil og góð
holdakind en örlítið
grófur um herðar.
Bangsi 97-329 á Breiða-
bólsstað er mjög bol-
langur og vel gerður,
sonur Glampa 93-984.
I Öræfum átti Guðjón
á Svínafelli eins og
stundum áður þann hrút,
sem bestur dæmdist, en
það var Neisti 97-439
sem er sonur Búts 93-
982. Neisti er löng og
mikil kind með mikil
mala- og lærahold. Þrir
aðrir mjög góðir Búts-
synir voru sýndir, Biti,
Arnar á Hofi, sérlega
jafnvaxinn hrútur, og
Askur 97-165 hjá Sig-
urði á Hnappavöllum,
fenginn frá Svínafelli I,
en þessi hrútur skilaði
frábærri flokkun slátur-
lamba haustið 1998.
Vestur-
Skaftafellssýsla
Mikil þátttaka var í
sýningunum og samtals
sýndir 243 hrútar. Af
þeim var 31 úr flokki
eldri hrúta. Veturgömlu
hrútarnir, 212 að tölu,
voru 78,6 kg að þyngd
eða nokkru vænni en jafn-
aldrar þeirra haustið áður.
Af þeim voru 205 eða
96,7% sem fengu I. verð-
laun.
Á sýningu i ijárræktar-
félaginu Eflingu stóðu
efstir tveir þroskamiklir
og glæsilegir veturgamlir
hrútar. 97-011 í Mör-
tungu II er sonur Penna
93-989 en 97-323 á
Hörgslandi II, er þar
heimaalinn, sonur Boga
96-315 og því sonarson-
ur Glampa 93-984.
í fjárræktarfélaginu
Eflingu var mikið hrúta-
val og stóð þar efstur
Fengur í Þykkvabæ III
sem er sonur Mjaldurs
93-985. Þessi hrútur er
ágætlega bollangur,
þroskamikill með feiki-
lega góða holdfyllingu í
afturhluta, næstur stóð
Róni á sama búi, sonur
Búts 93-982, en hann
hefur marga sömu kosti
og Fengur, sterkasti þátt-
ur jafnrar byggingar eru
mjög sterk lærahold.
Leynir á Kirkjubæjar-
klaustri er um margt
ólíkur þessum hrútum
því að hann var 20 kg
léttari en þeir, en frábær-
lega jafnvaxinn, hold-
þéttur með feikilega
þykkan bakvöðva. Leyn-
ir er sonur Mjaldurs 93-
982. Þarna voru margir
fleiri mjög athyglisverðir
einstaklingar.
I Ytri-Ásum var skoð-
aður stór hópur af kollótt-
um hrútum, margir mjög
þroskamiklir og vel gerðir
með mjög mikla og góða
ull en af veturgömlu hrút-
unum var bestur 97-468
undan Faldi 91-990.
í Úthlíð í Skaftártungu
var einstætt hrútaval,
rúmlega tugur veturgam-
alla hrúta hver öðrum
meiri glæsigripur. Hlekk-
ur 97-546 er sonur Búts
93-982 og eins og þeir
bestu þeirra með frábæra
holdfyllingu á baki, í
mölum og lærum en gulur
á ull. Munkur, sonur
Mjaldur 93-985, er gífur-
lega fágaður einstakling-
ur með feikilega miklar
útlögur og ágæta bol-
lengd, auk þéttra holda.
Eins og fram kemur í
grein um afkvæmarann-
sóknir á öðrum stað í
blaðinu eru þessir hrútar
meira en einstaklingar því
að þeir fengu einnig frá-
bæra dóma um afkvæma-
hópa sína. Einnig voru
mjög góðir kollóttir hrút-
ar; Larfúr 93-537 sonur
Asks 93-992 og Spakur
97-944 sonur Skrepps 92-
991.
Hrútamir í Borgarfelli
voru margir feikilega
ræktarlegir og þéttholda
en hæst stigaðist Ögri
sem er sonur Búts 93-
982, en albræðumir Dug-
ur og Dalur, sem em synir
Penna 93-989, em mjög
þroskamiklir og bollang-
ir.
Á sýningu í íjárræktar-
félagi Álftavershrepps
var stigahæstur Bliki í
Norðurhjáleigu, sonur
Búra 94-806, jöfn kind
með góðan afturpart.
Á sýningu í fjárræktar-
félagi Leiðvallahrepps
var þátttaka nokkuð góð
miðað við síðustu ár.
Massi 97-206 í Efri-Ey II
stigaðist hæst veturgam-
alla hrúta, sonur Pjakks
94-162, Goðasonar 89-
928. Pjakkur hefur reynst
mjög vel í Efri-Ey II og
kom best út úr afkvæma-
rannsókn i haust.
I fjárræktarfélagi
Höi-vason i Stóru-Mörk í Vestur-EyjaJjallahreppi.
Ljósm. Fanney Ó. Lárusd.).
FREYR 5-6/99 - 25