Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 44
aðallega í sauðfé á svæðinu frá
Eyjafirði til Vopnaljarðar. Orsökin
er annar sýkill en sá sem veldur
lambablóðsótt en þó af sama flokki
(Clostridium tetani).
Sýklamir lifa í jarðvegi en sýkja
um sár í meltingarvegi eða sár eftir
óhreina sprautu, mörkun eða merk-
ingu. Einkenna verður fyrst vart í
2-4 vikna gömlum lömbum. Ein-
kenni eru viðvarandi vöðvakrampar
um allan líkamann. Meðhöndlun er
engin nema sú helst að lina krampa
með lyfjum og næra með maga-
slöngu. Vöm felst í bólusetningu
með stífkrampabóluefni, sem áður
segir, og hreinlæti með alla hluti,
sótthreinsun á naflastreng, hnífum,
markatöngum og merkjum, en um-
hverfis hús komi þrifnaðarlag af
möl eða malbiki.
Garnabólga - lambaskita
Gamabólga og skita er algeng í
lömbum fyrstu dagana eftir burð.
Slímhúð mjógarnar er bólgin.
Vökvi safnast í gömina og hreyf-
ingar þarmanna örvast af erting-
unni. Ýmis atriði, t.d. lélegt fóður
ánna, júgurbólga í móður, ónóg
mjólk, snöggar breytingar á fæðu,
t.d. gervimjólk, óhreinlæti, kuldi
o.s.frv. draga úr mótstöðukrafti
lambanna, svo að ýmsir sýklar, sem
annars em þeim meinlausir, geta
valdið meltingartruflunum fyrstu
dagana.
Oft em einkenni lík því sem sést
við lambablóðsótt. Lömbin verða
dauf og lystarlaus, híma sinnulítil
tímunum saman. Síðar fá þau
þunna grænleita eða ljósleita skitu,
jafnvel með blóðtaumum og taka
oft út miklar þrautir. Sé ekki gripið
til lækninga deyja lömbin á 1. eða
2. sólarhring vegna vökvataps.
Meðhöndlun byggir fremur á hjúkr-
un en lyfjum og er mest um vert að
fyrirbyggja vökvatapið. Gefið
þrisvar á dag upplausn salta og glú-
kósa með magaslöngu, 50 ml á kg.
Reyna má súrmjólk, AB-mjólk eða
kakóduft í vatni. Króknun er al-
geng samfara gamabólgu. Rétt er
að einangra lambið vegna hættu á
smitefnum fyrir önnur lömb og
jafnvel fólk (böm og gamalt fólk
eða viðkvæmt). Sýklalyf skal að-
eins gefa að ráði dýralæknis.
Slefsýki (kólíeitrun,
vatnskjaftur,
„watery mouth“)
Sjúkdómur þessi er ekki nýr en
útbreiddur orðinn og veldur víða
miklu tjóni. Ástæða þess er fyrst
og fremst sú að umhirða við sauð-
burð er ekki i samræmi við aðstæð-
ur og e.t.v. eru sérstakir og skæðir
stofnar af kólí-sýklum á ferð. Slef-
sýki er tvisvar til þrisvar sinnum
J algengari í þrílembingum en ein- j
lembingum, lömb lélegra áa veikj-
ast fremur en undan góðum ám.
Komi eitthvað fyrir lömbin á fyrsta
sólarhring er þeim hættara. Fái
lömbin nægan brodd nógu snemma
(50 ml/kg á fyrstu klukkustund eftir
fæðingu) er að mestu girt fyrir
hættu á sjúkdómnum.
Það sem gerist er þetta: Kólísýkl-
ar berast með óhreinindum ofan í
lambið nýfætt (á undan broddi) og
: komast lítt hindraðir ofan í mjógöm j
þar sem þeim ijölgar fyrst en deyja
síðan. Eitur þeirra dauðra losnar úr
j læðingi og lamar hreyfingar gama. |
Afleiðing er lystarleysi og hungur-
dauði eða blóðeitrun, líffærabilun
og dauði. Lömbin veikjast oftast
12-48 klst. gömul, verða dauf og
hætta að sjúga. Innan klukkustund-
ar fara þau að slefa (glær, slím-
kennd) og „gráta”. Loft safnast í
belginn („gutlbelgur”). Lömbin
deyja á 6-24 klst., sé ekkert gert.
Að lækna er erfiðara en að fyrir-
byggja og varla er á færi annarra en
snillinga að hjúkra mörgum lömb-
urn svo að fullt gagn verði að.
Snillingar em að vísu margir á Is-
landi. Hefjist lækning snemma má
bjarga a.m.k. 85% veikra lamba
með eftirfarandi aðferðum: Koma
þarf í veg fyrir að lömbin svelti.
Halda þarf í skefjum sýklavexti í
gömum og hindra blóðeitrun þar til
hreyfingar garna eru eðlilegar.
j Gefið lömbunum daglega fúkaklyf,
gefið þeim alls ekki mjólk heldur
100-200 ml af sykur/saltupplausn
þvisvar sinnumádag. Búiðvelum
það hjá móður sinni nema það sé
mjög veikt, haldið áfram þar til
lambið sýgur eðlilega á ný. Með
ýmsum aðgerðum má draga úr
hættu á slefsýki.
Sótthreinsið húsin árlega, hafið
loftræstingu góða, þrífið burðar-
stíur eftir hverja á, þrífið gerði.
Varist þrengsli, meiðsli og hættur
fyrir lömbin. Fylgist með því að
hvert lamb komist fljótt á spena.
Takið á júgrinu og í spena og trygg-
ið að broddur sé nægur og ekki júg-
urbólga (saltbragð af broddmjólk).
Gefið þeim lömbum brodd með
magaslöngu sem sjúga ekki. Ef
bætt umhirða dugar ekki má íhuga
fyrirbyggjandi lyfjagjöf (tafla,
hylki eða sprauta í munn), þótt slíkt
sé ekki vistvænn búskapur. Gangið
úr skugga um að lambið kyngi öll-
um skammtinum.
Hvanneyrarveiki
(votheysveiki)
Hvanneyrarveiki eða votheys-
veiki er sýking sem hér á landi er
algengust í fullorðnu fé. Hún veldur
oft skemmdum í miðtaugakerfi og
lömunum, en fósturlát og melting-
arkvillar ýmiss konar sjást ósjaldan
af völdum þessa sýkils (Listeria
monocytogenes). Stundum verður
sjúkdóms þessa vart í unglömbum,
annað hvort vegna þess að lömbin
fæðast með veikina, hafa smitast í
móðurkviði, eða þá að þau smitast
úr moði eða heyrudda, sem borinn
hefur verið undir æmar, einkum
þegar sauðburður fer fram á húsi.
Unglömb, sem veikjast af vot-
heysveiki, em oft mjög dauf, hafa
hita, em móð og liggja mikið. Við
krufningu má oft greina þennan
sjúkdóm þar sem honum fylgja oft
sérkennilegar gráleitar örður í lifur,
milti og jafnvel lungum. Reyna má
sýklalyf til að lækna unglömb með
votheysveiki.
Liðastirðnun
Liðastirðnun í unglömbum valda
rauðsýkisýklar (Erysipelothrix
44- FREYR 5-6/99