Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 24

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 24
feikilega samanrekinn, holþéttur og lágfættur hrútur. Örn 97-320 og Spói 97-321 í Leirhöfn eru einnig báðir mjög vel gerðir og álitlegir ein- staklingar. í Þistilfirði hafa að lík- indum aldrei áður verið sýndir jafn margir og jafn góðir veturgamlir hrútar á einni sýningu. Til efs er að nokkru sinni hafí verið sýndur jafnstór hópur eins glæsilegra einstakl- inga frá einu búi eins og veturgömlu hrútarnir í Holti i haust. í hópi glæsihrúta á sýningunni var Asa 97-734 í Haga- landi dæmt efsta sætið en hann er feikilega jafnvax- inn með ákaflega þétt hold. Asi er sonur Galsa 93-963. Hrútahópurinn í Holti var ótrúlega jafn og mest smekksatriði að mismuna bestu einstakl- ingunum þar, sem voru Peli 97-719, sonur Hnykks 91-958, Torfi 97- 716, sonur Galsa 93-963, og Torfi 97-716, og Varpi 97-717, báðir synir Kúnna 94-997, en öllum þessum hrútum var sam- merkt mjög góður þroski og gerð og glæsileiki á velli. Bambi 97-756 á Gunnarsstöðum er ákaf- lega holdþéttur og vel gerður hrútur. Fjölmargir fleiri úrvalsgóðir ein- staklingar voru þarna sýndir. Austurland Múlasýslur Vegna sameiningar sveitarfélaga á þessu svæði hafa eldri skil á milli norður og suður- sýslunnar ruglast, þann- ig að íjallað er um þær báðar hér í einni heild. Samtals voru sýndir 262 hrútar í sýslunum báð- um. Af þeim voru 25 úr hópi eldri hrúta. Vetur- gömlu hrútarnir 237 voru að meðaltali 81,7 kg að þyngd og fengu 200 þeirra eða 84,4% I. verðlaun. Dómar á hrútum á Vopnafirði fóru ekki fram fyrr en í vetrarbyrj- un en þar var Dolli 97- 122 á Ytra-Nýpi dæmd- ur bestur hrúta, jafn að gerð með sterka aftur- byggingu, en hann er sonur Dropa 91-975. Einstaklega álitlegir hrútar undan Gný 91- 967 komu til sýninga og skal þar fremsta telja þá Skær 97-176 og Amor 97-178 á Jökulsá í Borgarfirði og Skolla 97-743 á Hauksstöðum á Jökuldal. Alla þessa hrúta prýðir framúr- skarandi bygging, ekki síst malir og læri, en Skær er með afbragðs- ull og Amor mjög bol- langur. Mjög efnilegir hrútar komu einnig fram á sýn- ingum undan Mjaldri 93-985 þar sem af báru hrútar á Grund í Borgar- firði, en þar fór Roði fremstur í flokki, og á Eyrarlandi á Fljótsdal þar sem Toppur 97-132 bar af í hópi þriggja af- bragðsgóðra hálf- bræðra. Þessir Mjald- urssynir eru með allra kostamestu kindum að allri gerð. Bjarmi 97-008 í Möðrudal er hrútur sem sameinar afbragsull, góða byggingu og glæsi- leika en hann er sonur Njarðar 92-994. I Lundi á Völlum var öflugur hrútahópur þar sem af bar Glampi 97- 137, sem er sonur Glampa 93-984, en hrútur þessi er með eindæma út- lögur og góða afturbygg- ingu. í Fáskrúðsfirði voru tveir afbragðsgóðir hrút- ar. Smári 97-021 í Þernunesi er sonarsonur Gosa 91-945 en Ábóti 97-277 í Hafranesi er kollóttur hrútur frá Ár- bæ í Reykhólasveit en hann hefur einkar góð bak- og lærahold. 1 Bessastaðagerði á Fljótsdal komu fram tveir mjög álitlegir fjár- kaupahrútar, kollóttir úr Árneshreppi 97-124 og 97-125, sérstaklega sá fyrrnefndi, sem er frá Melum, er fádæma vel gerður einstaklingur en hinn er frá Bæ og mikil hörkukind. Þá er ógetið einhvers glæsilegasta einstakl- ings á Austurlandi sem er Sómi 97-180 á Gils- árvöllum í Borgarfirði. Þessi hrútur var feiki- lega þroskamikill yfir 100 kg. Hann er mjög bollangur með gríð- arlega miklar útlögur, svellþykkt bak og mjög góða holdfyllingu. Austur- Skaftafellssýsla Sýndir voru í sýslunni 130 hrútar og af þeim voru sex úr hópi eldri hrúta. Veturgömlu hrút- arnir voru 77,5 kg að meðaltali eða nokkru þyngri en jafnaldrar þeirra haustið áður. Af veturgömlu hrútunum fengu 105 eða 84,7% I. verðlaun en það er betri flokkun en árið áður. Sýningar voru í öllum sveitum sýslunnar. 1 Lóni voru eins og áður bestu hrútarnir á Brekku en þar var bestur Miði 97-528 sem er sonur Fláa 95-505, sem hefur reynst afbragðsvel í fénu á Brekku. Miði er mjög jafnvaxinn hrútur með sérlega góð mala- og lærahold. Hrútur 97- 616, sem er sonur Þéttis 91-931, hefur erft hin miklu lærahold föður síns en er einnig ágæt- lega bollangur. Augi 97- 525 á Brekku er fádæma lágfættur og þéttholda eins og margir synir Búts 93-982. I Nesjum voru bestu hrútar frá Bjarnanesi. Efstur stóð Bónus 97- 057, sem er frá Brekku í Lóni sonur Búts 93-982. Þessi hrútur er mikil holdakind með frábær mala- og lærahold. Gegnir 97017, sem er sonur Mola 93-986, er útlögumikill með fram- úrskarandi bakhold. Á Mýrum bar af hrút- um Prúður 97-080 í Við- borðsseli en hann er frá Lækjarhúsum í Suður- sveit, sonur Garps 92- 24- FREYR 5-6/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.